Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar 13. mars 2025 11:00 Ég er með land mitt á herðum mér. Sú er byrðin sem ég fæddist með – þyngsli sem hver einasti Palestínumaður ber með sér frá barnæsku til fullorðinsáranna. Þið sjáið ekki byrðina, þyngslin í hjarta mínu, en samt móta þau allt sem ég er. Þau eru hluti af mér . Ég flúði frá Gaza til Íslands fyrir sex árum. Ég komst í öruggt skjól – ég lifði af. En land mitt fylgir mér, alltaf. Dag eftir dag vex byrðin– og með henni ábyrgð mín að tala fyrir þau sem hafa enga rödd. Ég veit þið hafið heyrt í fréttunum örvæntingaróp palestínskra mæðra sem grátbiðja um að lífi barna þeirra sé hlíft. Og þrátt fyrir það veltir heimurinn því fyrir sér hvort við Palestínufólk eigum nokkurn rétt á því að lifa. Nú veltir óvinurinn og stuðningsmenn hans fyrir sér hvernig þeir geti nýtt það litla land sem við Palestínufólk eigum eftir, og brydda enn og aftur upp á því hvort við, frumbyggjarnir í Palestínu, eigum einu sinni rétt á því að búa á landi okkar: Sagan endurtekur sig fyrir framan nefið á okkur. Gaza-búar hafa mörg misst alla trú á umheiminum. Ég áfellist þau ekki. En ég ávarpa ykkur í dag, sem palestínsk kona utan Gaza sem býr á óhernumdu landi, Íslandi. Það þýðir að ég hef rödd og get talað fyrir þau sem þaggað hefur verið niður í. Ég get talað fyrir þau, hvers sársauki hefur verið hundsaður af heiminum. Þau sem koma frá stríðshrjáðum löndum þekkja byrðina að bera land sitt á herðum sér. En palestínska þjóðin þekkir það jafnvel of vel. Palestínska þjóðin hefur þurft að þola lengsta yfirstandandi þjóðarmorð sögunnar. Arabíska orðið qahar, sem þýðir kúgun, seytlar inn í hverja frumu líkama okkar, staldrar við í hverjum andardrætti sem við Palestínufólk tökum. Við Palestínufólk búum við sífelldar árásir, undir hernámi, undir harðstjórn. Byrðin þyngist með hverjum áratug, hverju ári, hverjum mánuði. Og síðan síðasta árásarhrina Ísraela gegn þjóð minni hófst, hefur byrðin orðið óbærilegri en nokkru sinni fyrr. Ekki aðeins vegna þess að ég hef misst fólkið mitt, landið mitt, borgina mína, fortíð mína – heldur vegna þess að kaldur veruleikinn er sá að ég get ekkert gert til að stöðva missinn: get ekkert gert til að bjarga þessum konum, mönnum og börnum sem eru enn innilokuð, þeim misþyrmt, þau svelt, pínd og drepin. Og að bera slíka byrði er að bera með sér nístandi ótta. Ég óttast að hringja í fjölskyldu og vini á Gaza. Ég er hrædd við að hringja og spyrja: „Hvernig hefurðu það?“ vegna þess að það væri fáránleg spurning. Hvernig spyrðu manneskju sem er stödd í miðju þjóðarmorði: „Hvernig hefurðu það?“ Í dag erum við palestínska þjóðin sífellt á nálum, vitandi að á hverri stundu gæti vopnahléið á Gaza orðið að engu. Og svo það sé á hreinu: Hvort sem við tölum um fyrir eða eftir vopnahlé, það er aldrei í lagi með okkur. Hvernig gætum við verið í lagi? Þegar við vitum ekki hvað fellur af himnum ofan næst: Eldflaug? Svokölluð „mannúðaraðstoð“ sem kastað er til jarðar og drepur fleiri en hún bjargar? Eða sprengja sem hrifsar með sér heila fjölskyldu til Skapara síns? Við eigum ekki eftir eitt einasta hvatningarorð í þessum heimi, sem er fullur af hræsni. Fyrir tuttugu og níu árum horfði heimurinn upp á þjóðarmorð í Bosníu og Hersegóvínu og sagði: „Aldrei aftur!“ Við horfðum upp á þjóðarmorð í Rúanda og Kambódíu og sögðum: „Aldrei aftur.“ En samt horfum við nú á þjóðarmorð í beinni útsendingu – aftur. Hvernig má þetta vera? Er það vegna þess að veröld 21.aldarinnar neitar að kalla hlutina sínum réttu nöfnum? Veröldin talar ekki um þjóðarmorð Ísraela gegn palestínsku þjóðinni. Nei, veröldin tönnlast á að: „Það séu átök milli Ísraels og Palestínu.“ En þetta eru ekki átök: Þetta er hernám; þetta eru þjóðernishreinsanir; þjóðarmorð! Hvað annað er hægt að kalla kúgun þar sem frumbyggjar eru hraktir frá landi sínu og neitað um að snúa aftur – á meðan hópur án sögulegrar tengingar er gefið landið – aðeins vegna trúar sinnar? Hvað annað er hægt að kalla morð á heilli þjóð: stanslausa tortímingu þjóðar vegna þjóðernis hennar? Í marga áratugi höfum við verið myrt, okkur nauðgað, við fangelsuð og pyntuð, eitrað fyrir okkur, okkur neitað um ferðafrelsi, neitað um grundvallarmannréttindi. Allt á meðan heimilum okkar, heilögum byggingum okkar, sögumenjum og auðlindum hefur verið stolið af okkur. Köllum þetta það sem það er: þjóðarmorð. Í meira en 76 ár hefur heimurinn rætt í hálfum hljóðum sín á milli hvort palestínska þjóðin eigi að fá að njóta grundvallarmannréttinda. Á meðan er þaggað niður í okkur; okkur bókstaflega eytt af yfirborði jarðar. En sagan gleymir ekki. Við þurfum ekki annað en að skoða tölurnar. 1917: Síonistaríkið er stofnað í Palestínu af heimsveldinu Bretlandi. 1948: Þjóðernishreinsanirnar sem við köllum Nakba áttu sér stað, þegar meira en 750,000 Palestínumenn voru hraktir af landi sínu og af heimilum sínum, þorpum var gjöreytt og Palestínufólk í þúsundatölu myrt. Síðan 1948 hefur hernámsveldið aðeins hert takið, ár eftir ár, áratug eftir áratug. Árið 2023 tók þjóðernishreinsunin á fólkinu mínu á sig aðra og enn ofbeldisfyllri mynd, þegar Ísraelar drápu svo marga saklausa borgara á svo stuttum tíma að annað eins hefur ekki sést áður í mannkynssögunni, auk þess að jafna heila borg við jörðu! Gjöreyðing þessi átti sér stað með fjárhagslegum og siðferðislegum stuðningi fjölmargra þjóða – óvini okkar var þannig ekki aðeins leyft að myrða okkur fyrir framan allan heiminn, heldur gerði það með hans blessun. Síðan 2023 hafa Ísraelar drepið yfir 50.000 Palestínumenn. Yfir 12.000 konur hafa verið drepnar – og enn fleiri konur orðið heimilislausar, orðið ekkjur – eða hafa misst börnin sín. Meira en 15.000 palestínsk börn hafa verið myrt af Ísrael. Og þrátt fyrir það…þrátt fyrir það ræðir heimurinn sín á milli hvort palestínsk börn eigi skilið vernd – eða svo það sé sagt hreint út; heimurinn ræðir um hvort palestínsk börn eigi skilið að lifa. Sum þeirra sem horfa með hryllingi á þjóðarmorðið segja: „Hefur heimurinn misst vitið?“Nei, segi ég, þetta er ekki sturlun – þetta er þaulskipulögð illska. Þjóðarmorð eru aldrei slys framkvæmd af sturluðu fólki. Þau eru skipulögð. Þau eru fjármögnuð. Þau eru framkvæmd af nákvæmni. Þetta er þjóðernishreinsun af ásetningi. Óvinur minn vill að heimurinn trúi því að um sé að ræða stjórnlausa ringulreið sem þeir reyni að ná stjórn á: þeir kalla það átök. En nei – óvinurinn hefur fulla stjórn. Markmið þeirra er skýrt: að gjöreyða palestínsku þjóðinni með því að fjarlægja okkur af landi okkar – með því að myrða okkur. Okkur er ekki einu sinni gefið frelsi til að flýja, til að reyna að lifa af, því við erum lokuð inni í manngerðu búri sem heitir Gaza og eigum að bíða þar lokahöggsins. Á hverjum degi segi ég við sjálfa mig: Vertu hugrökk, Najlaa. Vertu hugrökk fyrir öll þau sem eiga ekki efni á því. En ég verð að viðurkenna…ég þjáist líka. Ég finn líka fyrir vanmætti. Ég finn líka fyrir efa. En þessi sársaukinn ýtir mér einnig til að tala. Í þeirri von að einhverstaðar…nái orð mín í gegn. Að einhverstaðar…muni einhver hlusta. Sem kona frá borg og landi sem hefur verið undir hernámi í meira en 76 ár, segi ég við ykkur: þið munuð aldrei skilja الخُذلان / svik og القهر / kúgun þjóðarmorðsins í gegnum sögubækur – vegna þess að munið: sagan er skrifuð af sigurvegurunum. Til að skilja slíkt ofbeldi, verðið þið að hlusta á raddir þeirra sem hafa lifað af þjóðarmorðið. Þá mynduð þið heyra sögu þeirra sem standa í staðí sögunni; þeirra sem geta ekki yfirgefið fortíðina – þeirra sem geta ekki haldið áfram. Spurning mín til ykkar er þessi: eruð þið viljug til að hlusta á upplifanir Palestínufólksins sem er að ganga í gegnum þjóðarmorð? Og ef svo er, getið þið heiðrað sársauka þeirra með því að hlusta á hjálparköll þeirra – og bregðast við þeim? Ef ekki – þá efast ég um mennsku ykkar. Ég ber land mitt á herðum mér. Í dag spyr ég ykkur, hvort þið viljið deila með mér byrðinni. Og í ljósi alþjóðlegs baráttudags kvenna 8.mars, kalla ég sérstaklega eftir því að íslenskar konur beiti sér gegn þjóðarmorði Ísraels í Palestínu. Ekki aðeins vegna palestínskra kvenna, heldur vegna mennskunnar. Við verðum að bera kennsl á hlutverk kvenna í þessari baráttu. Karlmenn hefja stríð, en stærstu fórnarlömb þeirra eru konur og börn. Konur bera sorgina; konur leiða andspyrnuna. Því miður höfum við konur ekki mikla rödd. En á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, endurheimtum við raddir okkar. Ég er palestínsk kona, segið þið með rödd minni; Við konur á Íslandi verðum að bregðast við. Samkennd er ekki nóg. Við konur þekkjum þann sannleik of vel; alþjóðleg barátta kvenna fyrir jafnrétti byggðist ekki á samkennd – hún byggðist á aðgerðum hugrakkra kvenna! Við konur verðum að láta heyra í okkur og nota raddir okkar. Við verðum að krefjast breytinga og réttlætis, og besta leiðin til þess er að kalla íslenska leiðtoga okkar til ábyrgðar: Með því sýnum við að baráttan fyrir réttlæti fer fram á heimsvísu. Stríð og kúgun verður ekki til í tómarúmi. Ég endurtek: Stríð og kúgun verður ekki til í tómarúmi. Í heimi þar sem þjóðarmorðum er leyft að gerast er enginn friður, ekkert réttlæti, ekkert jafnrétti. Palestína. Súdan. Kongó. Úkraína. Afganistan. Þau tengjast öll. Heimurinn fær ekki að velja hverjir eiga rétt á að lifa með reisn – við verðum að standa saman, öll sem eitt. Samstaðan er kjarni hinnar alþjóðlegu feminísku baráttu – og ætti að vera notuð sem verkfæri í baráttu okkar gegn heimsvaldastefnunni. Um leið og ég mæli þessi orð, sem palestínsk flóttakona, sem var hrakin frá heimili sínu – til Íslands, þjóðar sem hreykir sér af því að búa við jafnrétti, þykir mér leitt að segja að ég er ekki frjáls. Hvernig get ég verið frjáls þegar ég neyddist til að yfirgefa heimili mitt? Hvernig get ég verið frjáls þegar þjóð mín er það ekki? Ísland er frjáls þjóð: því hefur hún frelsið til að nota rödd sína í heiminum. Ég bið þig Ísland, og sérstaklega konur Íslands, sem í aldaraðir þurftu að berjast fyrir eigin grundvallarmannréttindum, ég bið ykkur að heyra ákall mitt; notið raddir ykkar til að kalla eftir friði. Frjáls Palestína. Frjáls Súdan. Frjáls Kongó. Frjáls Úkraína. Frjáls Palestína. Frelsið heiminn. فلسطين حرة، العالم حر. Höfundur er rithöfundur og arkítekt. Greinin er skrifuð í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna, 8.mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég er með land mitt á herðum mér. Sú er byrðin sem ég fæddist með – þyngsli sem hver einasti Palestínumaður ber með sér frá barnæsku til fullorðinsáranna. Þið sjáið ekki byrðina, þyngslin í hjarta mínu, en samt móta þau allt sem ég er. Þau eru hluti af mér . Ég flúði frá Gaza til Íslands fyrir sex árum. Ég komst í öruggt skjól – ég lifði af. En land mitt fylgir mér, alltaf. Dag eftir dag vex byrðin– og með henni ábyrgð mín að tala fyrir þau sem hafa enga rödd. Ég veit þið hafið heyrt í fréttunum örvæntingaróp palestínskra mæðra sem grátbiðja um að lífi barna þeirra sé hlíft. Og þrátt fyrir það veltir heimurinn því fyrir sér hvort við Palestínufólk eigum nokkurn rétt á því að lifa. Nú veltir óvinurinn og stuðningsmenn hans fyrir sér hvernig þeir geti nýtt það litla land sem við Palestínufólk eigum eftir, og brydda enn og aftur upp á því hvort við, frumbyggjarnir í Palestínu, eigum einu sinni rétt á því að búa á landi okkar: Sagan endurtekur sig fyrir framan nefið á okkur. Gaza-búar hafa mörg misst alla trú á umheiminum. Ég áfellist þau ekki. En ég ávarpa ykkur í dag, sem palestínsk kona utan Gaza sem býr á óhernumdu landi, Íslandi. Það þýðir að ég hef rödd og get talað fyrir þau sem þaggað hefur verið niður í. Ég get talað fyrir þau, hvers sársauki hefur verið hundsaður af heiminum. Þau sem koma frá stríðshrjáðum löndum þekkja byrðina að bera land sitt á herðum sér. En palestínska þjóðin þekkir það jafnvel of vel. Palestínska þjóðin hefur þurft að þola lengsta yfirstandandi þjóðarmorð sögunnar. Arabíska orðið qahar, sem þýðir kúgun, seytlar inn í hverja frumu líkama okkar, staldrar við í hverjum andardrætti sem við Palestínufólk tökum. Við Palestínufólk búum við sífelldar árásir, undir hernámi, undir harðstjórn. Byrðin þyngist með hverjum áratug, hverju ári, hverjum mánuði. Og síðan síðasta árásarhrina Ísraela gegn þjóð minni hófst, hefur byrðin orðið óbærilegri en nokkru sinni fyrr. Ekki aðeins vegna þess að ég hef misst fólkið mitt, landið mitt, borgina mína, fortíð mína – heldur vegna þess að kaldur veruleikinn er sá að ég get ekkert gert til að stöðva missinn: get ekkert gert til að bjarga þessum konum, mönnum og börnum sem eru enn innilokuð, þeim misþyrmt, þau svelt, pínd og drepin. Og að bera slíka byrði er að bera með sér nístandi ótta. Ég óttast að hringja í fjölskyldu og vini á Gaza. Ég er hrædd við að hringja og spyrja: „Hvernig hefurðu það?“ vegna þess að það væri fáránleg spurning. Hvernig spyrðu manneskju sem er stödd í miðju þjóðarmorði: „Hvernig hefurðu það?“ Í dag erum við palestínska þjóðin sífellt á nálum, vitandi að á hverri stundu gæti vopnahléið á Gaza orðið að engu. Og svo það sé á hreinu: Hvort sem við tölum um fyrir eða eftir vopnahlé, það er aldrei í lagi með okkur. Hvernig gætum við verið í lagi? Þegar við vitum ekki hvað fellur af himnum ofan næst: Eldflaug? Svokölluð „mannúðaraðstoð“ sem kastað er til jarðar og drepur fleiri en hún bjargar? Eða sprengja sem hrifsar með sér heila fjölskyldu til Skapara síns? Við eigum ekki eftir eitt einasta hvatningarorð í þessum heimi, sem er fullur af hræsni. Fyrir tuttugu og níu árum horfði heimurinn upp á þjóðarmorð í Bosníu og Hersegóvínu og sagði: „Aldrei aftur!“ Við horfðum upp á þjóðarmorð í Rúanda og Kambódíu og sögðum: „Aldrei aftur.“ En samt horfum við nú á þjóðarmorð í beinni útsendingu – aftur. Hvernig má þetta vera? Er það vegna þess að veröld 21.aldarinnar neitar að kalla hlutina sínum réttu nöfnum? Veröldin talar ekki um þjóðarmorð Ísraela gegn palestínsku þjóðinni. Nei, veröldin tönnlast á að: „Það séu átök milli Ísraels og Palestínu.“ En þetta eru ekki átök: Þetta er hernám; þetta eru þjóðernishreinsanir; þjóðarmorð! Hvað annað er hægt að kalla kúgun þar sem frumbyggjar eru hraktir frá landi sínu og neitað um að snúa aftur – á meðan hópur án sögulegrar tengingar er gefið landið – aðeins vegna trúar sinnar? Hvað annað er hægt að kalla morð á heilli þjóð: stanslausa tortímingu þjóðar vegna þjóðernis hennar? Í marga áratugi höfum við verið myrt, okkur nauðgað, við fangelsuð og pyntuð, eitrað fyrir okkur, okkur neitað um ferðafrelsi, neitað um grundvallarmannréttindi. Allt á meðan heimilum okkar, heilögum byggingum okkar, sögumenjum og auðlindum hefur verið stolið af okkur. Köllum þetta það sem það er: þjóðarmorð. Í meira en 76 ár hefur heimurinn rætt í hálfum hljóðum sín á milli hvort palestínska þjóðin eigi að fá að njóta grundvallarmannréttinda. Á meðan er þaggað niður í okkur; okkur bókstaflega eytt af yfirborði jarðar. En sagan gleymir ekki. Við þurfum ekki annað en að skoða tölurnar. 1917: Síonistaríkið er stofnað í Palestínu af heimsveldinu Bretlandi. 1948: Þjóðernishreinsanirnar sem við köllum Nakba áttu sér stað, þegar meira en 750,000 Palestínumenn voru hraktir af landi sínu og af heimilum sínum, þorpum var gjöreytt og Palestínufólk í þúsundatölu myrt. Síðan 1948 hefur hernámsveldið aðeins hert takið, ár eftir ár, áratug eftir áratug. Árið 2023 tók þjóðernishreinsunin á fólkinu mínu á sig aðra og enn ofbeldisfyllri mynd, þegar Ísraelar drápu svo marga saklausa borgara á svo stuttum tíma að annað eins hefur ekki sést áður í mannkynssögunni, auk þess að jafna heila borg við jörðu! Gjöreyðing þessi átti sér stað með fjárhagslegum og siðferðislegum stuðningi fjölmargra þjóða – óvini okkar var þannig ekki aðeins leyft að myrða okkur fyrir framan allan heiminn, heldur gerði það með hans blessun. Síðan 2023 hafa Ísraelar drepið yfir 50.000 Palestínumenn. Yfir 12.000 konur hafa verið drepnar – og enn fleiri konur orðið heimilislausar, orðið ekkjur – eða hafa misst börnin sín. Meira en 15.000 palestínsk börn hafa verið myrt af Ísrael. Og þrátt fyrir það…þrátt fyrir það ræðir heimurinn sín á milli hvort palestínsk börn eigi skilið vernd – eða svo það sé sagt hreint út; heimurinn ræðir um hvort palestínsk börn eigi skilið að lifa. Sum þeirra sem horfa með hryllingi á þjóðarmorðið segja: „Hefur heimurinn misst vitið?“Nei, segi ég, þetta er ekki sturlun – þetta er þaulskipulögð illska. Þjóðarmorð eru aldrei slys framkvæmd af sturluðu fólki. Þau eru skipulögð. Þau eru fjármögnuð. Þau eru framkvæmd af nákvæmni. Þetta er þjóðernishreinsun af ásetningi. Óvinur minn vill að heimurinn trúi því að um sé að ræða stjórnlausa ringulreið sem þeir reyni að ná stjórn á: þeir kalla það átök. En nei – óvinurinn hefur fulla stjórn. Markmið þeirra er skýrt: að gjöreyða palestínsku þjóðinni með því að fjarlægja okkur af landi okkar – með því að myrða okkur. Okkur er ekki einu sinni gefið frelsi til að flýja, til að reyna að lifa af, því við erum lokuð inni í manngerðu búri sem heitir Gaza og eigum að bíða þar lokahöggsins. Á hverjum degi segi ég við sjálfa mig: Vertu hugrökk, Najlaa. Vertu hugrökk fyrir öll þau sem eiga ekki efni á því. En ég verð að viðurkenna…ég þjáist líka. Ég finn líka fyrir vanmætti. Ég finn líka fyrir efa. En þessi sársaukinn ýtir mér einnig til að tala. Í þeirri von að einhverstaðar…nái orð mín í gegn. Að einhverstaðar…muni einhver hlusta. Sem kona frá borg og landi sem hefur verið undir hernámi í meira en 76 ár, segi ég við ykkur: þið munuð aldrei skilja الخُذلان / svik og القهر / kúgun þjóðarmorðsins í gegnum sögubækur – vegna þess að munið: sagan er skrifuð af sigurvegurunum. Til að skilja slíkt ofbeldi, verðið þið að hlusta á raddir þeirra sem hafa lifað af þjóðarmorðið. Þá mynduð þið heyra sögu þeirra sem standa í staðí sögunni; þeirra sem geta ekki yfirgefið fortíðina – þeirra sem geta ekki haldið áfram. Spurning mín til ykkar er þessi: eruð þið viljug til að hlusta á upplifanir Palestínufólksins sem er að ganga í gegnum þjóðarmorð? Og ef svo er, getið þið heiðrað sársauka þeirra með því að hlusta á hjálparköll þeirra – og bregðast við þeim? Ef ekki – þá efast ég um mennsku ykkar. Ég ber land mitt á herðum mér. Í dag spyr ég ykkur, hvort þið viljið deila með mér byrðinni. Og í ljósi alþjóðlegs baráttudags kvenna 8.mars, kalla ég sérstaklega eftir því að íslenskar konur beiti sér gegn þjóðarmorði Ísraels í Palestínu. Ekki aðeins vegna palestínskra kvenna, heldur vegna mennskunnar. Við verðum að bera kennsl á hlutverk kvenna í þessari baráttu. Karlmenn hefja stríð, en stærstu fórnarlömb þeirra eru konur og börn. Konur bera sorgina; konur leiða andspyrnuna. Því miður höfum við konur ekki mikla rödd. En á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, endurheimtum við raddir okkar. Ég er palestínsk kona, segið þið með rödd minni; Við konur á Íslandi verðum að bregðast við. Samkennd er ekki nóg. Við konur þekkjum þann sannleik of vel; alþjóðleg barátta kvenna fyrir jafnrétti byggðist ekki á samkennd – hún byggðist á aðgerðum hugrakkra kvenna! Við konur verðum að láta heyra í okkur og nota raddir okkar. Við verðum að krefjast breytinga og réttlætis, og besta leiðin til þess er að kalla íslenska leiðtoga okkar til ábyrgðar: Með því sýnum við að baráttan fyrir réttlæti fer fram á heimsvísu. Stríð og kúgun verður ekki til í tómarúmi. Ég endurtek: Stríð og kúgun verður ekki til í tómarúmi. Í heimi þar sem þjóðarmorðum er leyft að gerast er enginn friður, ekkert réttlæti, ekkert jafnrétti. Palestína. Súdan. Kongó. Úkraína. Afganistan. Þau tengjast öll. Heimurinn fær ekki að velja hverjir eiga rétt á að lifa með reisn – við verðum að standa saman, öll sem eitt. Samstaðan er kjarni hinnar alþjóðlegu feminísku baráttu – og ætti að vera notuð sem verkfæri í baráttu okkar gegn heimsvaldastefnunni. Um leið og ég mæli þessi orð, sem palestínsk flóttakona, sem var hrakin frá heimili sínu – til Íslands, þjóðar sem hreykir sér af því að búa við jafnrétti, þykir mér leitt að segja að ég er ekki frjáls. Hvernig get ég verið frjáls þegar ég neyddist til að yfirgefa heimili mitt? Hvernig get ég verið frjáls þegar þjóð mín er það ekki? Ísland er frjáls þjóð: því hefur hún frelsið til að nota rödd sína í heiminum. Ég bið þig Ísland, og sérstaklega konur Íslands, sem í aldaraðir þurftu að berjast fyrir eigin grundvallarmannréttindum, ég bið ykkur að heyra ákall mitt; notið raddir ykkar til að kalla eftir friði. Frjáls Palestína. Frjáls Súdan. Frjáls Kongó. Frjáls Úkraína. Frjáls Palestína. Frelsið heiminn. فلسطين حرة، العالم حر. Höfundur er rithöfundur og arkítekt. Greinin er skrifuð í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna, 8.mars.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar