Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar 10. mars 2025 14:48 Mikið hefur verið rætt um mikilvægi svefns fyrir heilsu okkar og ætla ég ekki að endurtaka hér hvers vegna. Hins vegar hefur þessi áhersla á mikilvægi svefns kannski gert okkur of áhugasöm um allar mögulegar leiðir til að fá hinn „fullkomna“ svefn. Þessi áhugi getur hafa fengið marga til að byrja að nota svefnlyf. En hjálpa svefnlyfin okkur að fá góðan nætursvefn? Mitt svar og annarra sérfræðinga er eitt stórt NEI! Svefnlyf hjálpa fólki að sofna að meðaltali 7 mínútum fyrr en það myndi annars gera án lyfja og við sofum um 15 mínútum lengur. Þar að auki gagnast flest svefnlyfin aðeins í 4 vikur og hætta þá hafa virkni, en aukaverkanir þeirra halda áfram að vera til staðar. Langtímanotkun er því gagnslaus - jafnvel hættuleg - og það eru til betri lausnir við svefnvanda. Svefnlyfin flest hafa alvarlegar hættur í för með sér og neikvæð áhrif á heilsu. Þar má nefna að þau minnka getu til að halda jafnvægi og leiða þá til þess að fólki hættir til að detta sem getur orsakað beinbrot og innlögn á sjúkrahús. Fáir vita að svefnlyf skerða einbeitingu við akstur líkt og áfengi, en þau eru oft lengur að fara út úr líkamanum. Ekki er síst mikilvægt að vita að svefnlyf hafa verið tengd við minnisvandamál hjá eldra fólki. Margir vilja gjarnan hætta og hafa reynt að hætta svefnlyfjanotkun, en farið að sofa verr við það. Þeir telja sig því ranglega þurfa svefnlyf á hverri nóttu, en eru þá líklega fastir í vítahring svefnlyfjanotkunar. Vítahringurinn er sá að þegar fólk hættir alveg frá einni nóttu til annarrar fær það fráhvarfseinkenni þannig að það sefur enn verr en áður. Það þarf því að minnka skammt svefnlyfja afskaplega hægt til að komast út úr þessum vítahring. Ísland er hástökkvari í notkun svefnlyfja samkvæmt úttekt rannsakenda á Norðurlöndum árið 2020. Þetta ár notuðu Íslendingar rúmlega 6 sinnum meira af algengustu svefnlyfjunum en Danir og næstum tvisvar sinnum meira en Norðmenn, sem voru næstir okkur í notkun. Árið 2024 fengu 6,7% allrar þjóðarinnar lyfseðil fyrir bensódíazepínskyld lyf (svo kölluð z-lyf) sem eru betur þekkt sem Stilnoct, Imovane og Imomed og eru algengustu svefnlyfin. Myndin sýnir notkun bensódíazepína og skyldra lyfja sem notuð eru við svefnvanda á Norðurlöndunum árið 2020 í skilgreindum dagsskömmtum á 1000 íbúa á dag (gögn fengið úr grein eftir Hojgaard o.fl. 2022). Notkun svefnlyfja eykst með hækkuðum aldri. Tölur frá Embætti landlæknis sýna að 36% fólks 80 ára og eldra fékk skrifaðan a.m.k. einn lyfseðil fyrir z-lyf árið 2024 og í aldurshópnum 67-79 ára var þessi tala 23%. Því er brýnt að vekja eldri borgara til vitundar um skaðsemi lyfjanna og hvetja þau sem nota lyfin til að minnka skammta og hætta að lokum alveg á lyfjunum í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk. Vegna þess hve notkunin er há og hættuleg hafa Landssamband eldri borgara og íslensk heilbrigðisyfirvöld tekið höndum saman um að setja af stað átak sem nefnist Sofðuvel. Sofðuvel sem fer af stað 10. mars leggur til aðferð til að rjúfa vítahring svefnlyfjanotkunar og nota haldbærari lausnir til að vinna á svefnvanda og ná gæðasvefni. Þar er Hugræn atferlismeðferð við svefnvanda (HAM-S) talin vera besti kosturinn fyrir þá sem vilja hætta á lyfjunum og jafnframt bæta svefninn. Tveir bæklingar hafa verið útbúnir sem fræða um svefnlyfin og hvernig er hægt að hætta að nota þau en ná jafnframt gæðasvefni. Þessir tveir bæklingar eru fáanlegir á heilsugæslustöðvum og í apótekum um land allt. Við sem stöndum að átakinu hvetjum alla sem hafa áhuga á efninu að ná sér í þessa bæklinga og fræðast. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á vefsíðunni sofduvel.is. Með ósk um góðan nætursvefn. Höfundur er prófessor við Lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla og verkefnisstjóri Sofðuvel-átaksins (Vitundarvakningar um svefnlyfjanotkun eldri borgara). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Lyf Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um mikilvægi svefns fyrir heilsu okkar og ætla ég ekki að endurtaka hér hvers vegna. Hins vegar hefur þessi áhersla á mikilvægi svefns kannski gert okkur of áhugasöm um allar mögulegar leiðir til að fá hinn „fullkomna“ svefn. Þessi áhugi getur hafa fengið marga til að byrja að nota svefnlyf. En hjálpa svefnlyfin okkur að fá góðan nætursvefn? Mitt svar og annarra sérfræðinga er eitt stórt NEI! Svefnlyf hjálpa fólki að sofna að meðaltali 7 mínútum fyrr en það myndi annars gera án lyfja og við sofum um 15 mínútum lengur. Þar að auki gagnast flest svefnlyfin aðeins í 4 vikur og hætta þá hafa virkni, en aukaverkanir þeirra halda áfram að vera til staðar. Langtímanotkun er því gagnslaus - jafnvel hættuleg - og það eru til betri lausnir við svefnvanda. Svefnlyfin flest hafa alvarlegar hættur í för með sér og neikvæð áhrif á heilsu. Þar má nefna að þau minnka getu til að halda jafnvægi og leiða þá til þess að fólki hættir til að detta sem getur orsakað beinbrot og innlögn á sjúkrahús. Fáir vita að svefnlyf skerða einbeitingu við akstur líkt og áfengi, en þau eru oft lengur að fara út úr líkamanum. Ekki er síst mikilvægt að vita að svefnlyf hafa verið tengd við minnisvandamál hjá eldra fólki. Margir vilja gjarnan hætta og hafa reynt að hætta svefnlyfjanotkun, en farið að sofa verr við það. Þeir telja sig því ranglega þurfa svefnlyf á hverri nóttu, en eru þá líklega fastir í vítahring svefnlyfjanotkunar. Vítahringurinn er sá að þegar fólk hættir alveg frá einni nóttu til annarrar fær það fráhvarfseinkenni þannig að það sefur enn verr en áður. Það þarf því að minnka skammt svefnlyfja afskaplega hægt til að komast út úr þessum vítahring. Ísland er hástökkvari í notkun svefnlyfja samkvæmt úttekt rannsakenda á Norðurlöndum árið 2020. Þetta ár notuðu Íslendingar rúmlega 6 sinnum meira af algengustu svefnlyfjunum en Danir og næstum tvisvar sinnum meira en Norðmenn, sem voru næstir okkur í notkun. Árið 2024 fengu 6,7% allrar þjóðarinnar lyfseðil fyrir bensódíazepínskyld lyf (svo kölluð z-lyf) sem eru betur þekkt sem Stilnoct, Imovane og Imomed og eru algengustu svefnlyfin. Myndin sýnir notkun bensódíazepína og skyldra lyfja sem notuð eru við svefnvanda á Norðurlöndunum árið 2020 í skilgreindum dagsskömmtum á 1000 íbúa á dag (gögn fengið úr grein eftir Hojgaard o.fl. 2022). Notkun svefnlyfja eykst með hækkuðum aldri. Tölur frá Embætti landlæknis sýna að 36% fólks 80 ára og eldra fékk skrifaðan a.m.k. einn lyfseðil fyrir z-lyf árið 2024 og í aldurshópnum 67-79 ára var þessi tala 23%. Því er brýnt að vekja eldri borgara til vitundar um skaðsemi lyfjanna og hvetja þau sem nota lyfin til að minnka skammta og hætta að lokum alveg á lyfjunum í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk. Vegna þess hve notkunin er há og hættuleg hafa Landssamband eldri borgara og íslensk heilbrigðisyfirvöld tekið höndum saman um að setja af stað átak sem nefnist Sofðuvel. Sofðuvel sem fer af stað 10. mars leggur til aðferð til að rjúfa vítahring svefnlyfjanotkunar og nota haldbærari lausnir til að vinna á svefnvanda og ná gæðasvefni. Þar er Hugræn atferlismeðferð við svefnvanda (HAM-S) talin vera besti kosturinn fyrir þá sem vilja hætta á lyfjunum og jafnframt bæta svefninn. Tveir bæklingar hafa verið útbúnir sem fræða um svefnlyfin og hvernig er hægt að hætta að nota þau en ná jafnframt gæðasvefni. Þessir tveir bæklingar eru fáanlegir á heilsugæslustöðvum og í apótekum um land allt. Við sem stöndum að átakinu hvetjum alla sem hafa áhuga á efninu að ná sér í þessa bæklinga og fræðast. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á vefsíðunni sofduvel.is. Með ósk um góðan nætursvefn. Höfundur er prófessor við Lyfjafræðideild Kaupmannahafnarháskóla og verkefnisstjóri Sofðuvel-átaksins (Vitundarvakningar um svefnlyfjanotkun eldri borgara).
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar