Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar 10. mars 2025 12:02 Tónlist er magnað fyrirbæri í lífi okkar langflestra. Engin listgrein á beinni leið inn í tilfinningalíf okkar en stundum gleymist, í okkar allsnægta samtíma, að þar til tiltölulega nýlega fór miðlun tónlistar einungis fram milliliðalaust. Ekki í gegnum, útvarp, af plötum, geisladiskum eða neti, heldur bara beint frá hljóðfæri eða söngrödd inn í vitund hlustandans. Vitanlega eigum við nótnaskriftina, þetta magnaða kerfi til að skapa og varðveita tónlist en nótur á pappír, einar og sér, gera lítið. Þær þarf að túlka og lífga við með aðkomu og listfengi tónlistarmanna. Þann 9. mars 1950 sat lítil sinfóníuhljómsveit á sviðinu í salnum í Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Á svarthvítum ljósmyndum frá tónleikunum má sjá að yfir hljómsveitinni hékk risavaxinn íslenskur fáni. Þarna var nefnilega komin ný þjóðarhljómsveit okkar Íslendinga og stoltið vegna tilkomu hennar var skiljanlega mikið. Öflug og góð starfsemi Á sínum 75 árum hefur hljómsveitin okkar, sameign íslensku þjóðarinnar, vaxið að burðum og þrótti. Í dag heldur hún ríflega eitt hundrað tónleika og viðburði árlega og þá heimsækja um 80 þúsund gestir. Hún fer reglulega í tónleikaferðir, innanlands og utan, og ber hróður íslenskrar tónmenningar víða. Liður í því landnámi eru hljóðritanir sem hljómsveitin hefur gert tugum saman og vakið hafa góða og mikla athygli, margar með íslenskri samtímatónlist. Hryggjarstykkið í starfinu eru hefðbundnir sinfóníutónleikar sem hægt er að kaupa áskrift að, og þar sem fyrirtaks einleikarar og hljómsveitarstjórar koma til samstarfs við hljómsveitina. Auk þeirra heldur sveitin úti öflugu fræðslustarfi, tekur á móti stórum nemendahópum af öllum námstigum, bíður yngstu börnunum upp á Barnastundir og heilu fjölskyldurnar koma í heimsókn á tónleika í Litla tónsprotanum. Heimsóknir hljóðfæraleikara í stofnanir eru líka mikilvægur þáttur í starfseminni og í raun vill hljómsveitin eiga samstarf við sem flesta um framþróun innlendrar tónmenningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands er það mikilvægt að vera með opinn faðm og um það vitna til dæmis Ungsveit hljómsveitarinnar og einleikarakeppnin Ungir einleikarar sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Í gegnum þessi verkefni hafa nýjar kynslóðir tónlistarfólks stigið sín fyrstu ákveðnu skref inn í heim sígildrar tónlistar. Einnig má nefna akademíu fyrir unga vongóða hljómsveitarstjóra framtíðarinnar sem er nýlegur þáttur í starfseminni. Takk Þegar hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika fyrir 75 árum voru hljóðfæraleikarnir á sviðinu rúmlega 40 talsins en í dag eru hljóðfæraleikarar í 88 stöðugildum starfandi við sveitina. Þess má geta að þjóðarhljómsveitir nágrannalandanna hafa yfirleitt á að skipa ríflega hundrað hljóðfæraleikurum. En framtíðin er björt og spennandi, sífellt bætist í þann hóp listamanna sem vilja koma til samstarfs við sveitina og full ástæða er til að fylgjast grannt með starfinu. Ekkert jafnast á við að fara á tónleika með góðri hljómsveit í fyrirtaks tónleikasal eins og Eldborg í Hörpu vissulega er. Fyrst og fremst er það þakklæti sem manni er efst í huga nú þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára. Meðlimum sveitarinnar í gegnum árin ber að þakka sitt þrotlausa uppbyggingarstarf í tónlistarlífi sem sífellt verður blómlegra hvert sem litið er. Að leggja á sig nám og starfsferil í sígildri tónlist er meira en að segja það, til þess þarf gríðarlegan aga og eljusemi. Áfram mun þér, lesandi góður, standa heimur tónlistarinnar opinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Leyfðu þér að hrífast með og takk fyrir samfylgdina í 75 ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sinfóníuhljómsveit Íslands Menning Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Tónlist er magnað fyrirbæri í lífi okkar langflestra. Engin listgrein á beinni leið inn í tilfinningalíf okkar en stundum gleymist, í okkar allsnægta samtíma, að þar til tiltölulega nýlega fór miðlun tónlistar einungis fram milliliðalaust. Ekki í gegnum, útvarp, af plötum, geisladiskum eða neti, heldur bara beint frá hljóðfæri eða söngrödd inn í vitund hlustandans. Vitanlega eigum við nótnaskriftina, þetta magnaða kerfi til að skapa og varðveita tónlist en nótur á pappír, einar og sér, gera lítið. Þær þarf að túlka og lífga við með aðkomu og listfengi tónlistarmanna. Þann 9. mars 1950 sat lítil sinfóníuhljómsveit á sviðinu í salnum í Austurbæjarbíói við Snorrabraut. Á svarthvítum ljósmyndum frá tónleikunum má sjá að yfir hljómsveitinni hékk risavaxinn íslenskur fáni. Þarna var nefnilega komin ný þjóðarhljómsveit okkar Íslendinga og stoltið vegna tilkomu hennar var skiljanlega mikið. Öflug og góð starfsemi Á sínum 75 árum hefur hljómsveitin okkar, sameign íslensku þjóðarinnar, vaxið að burðum og þrótti. Í dag heldur hún ríflega eitt hundrað tónleika og viðburði árlega og þá heimsækja um 80 þúsund gestir. Hún fer reglulega í tónleikaferðir, innanlands og utan, og ber hróður íslenskrar tónmenningar víða. Liður í því landnámi eru hljóðritanir sem hljómsveitin hefur gert tugum saman og vakið hafa góða og mikla athygli, margar með íslenskri samtímatónlist. Hryggjarstykkið í starfinu eru hefðbundnir sinfóníutónleikar sem hægt er að kaupa áskrift að, og þar sem fyrirtaks einleikarar og hljómsveitarstjórar koma til samstarfs við hljómsveitina. Auk þeirra heldur sveitin úti öflugu fræðslustarfi, tekur á móti stórum nemendahópum af öllum námstigum, bíður yngstu börnunum upp á Barnastundir og heilu fjölskyldurnar koma í heimsókn á tónleika í Litla tónsprotanum. Heimsóknir hljóðfæraleikara í stofnanir eru líka mikilvægur þáttur í starfseminni og í raun vill hljómsveitin eiga samstarf við sem flesta um framþróun innlendrar tónmenningar. Sinfóníuhljómsveit Íslands er það mikilvægt að vera með opinn faðm og um það vitna til dæmis Ungsveit hljómsveitarinnar og einleikarakeppnin Ungir einleikarar sem haldin er í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Í gegnum þessi verkefni hafa nýjar kynslóðir tónlistarfólks stigið sín fyrstu ákveðnu skref inn í heim sígildrar tónlistar. Einnig má nefna akademíu fyrir unga vongóða hljómsveitarstjóra framtíðarinnar sem er nýlegur þáttur í starfseminni. Takk Þegar hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika fyrir 75 árum voru hljóðfæraleikarnir á sviðinu rúmlega 40 talsins en í dag eru hljóðfæraleikarar í 88 stöðugildum starfandi við sveitina. Þess má geta að þjóðarhljómsveitir nágrannalandanna hafa yfirleitt á að skipa ríflega hundrað hljóðfæraleikurum. En framtíðin er björt og spennandi, sífellt bætist í þann hóp listamanna sem vilja koma til samstarfs við sveitina og full ástæða er til að fylgjast grannt með starfinu. Ekkert jafnast á við að fara á tónleika með góðri hljómsveit í fyrirtaks tónleikasal eins og Eldborg í Hörpu vissulega er. Fyrst og fremst er það þakklæti sem manni er efst í huga nú þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára. Meðlimum sveitarinnar í gegnum árin ber að þakka sitt þrotlausa uppbyggingarstarf í tónlistarlífi sem sífellt verður blómlegra hvert sem litið er. Að leggja á sig nám og starfsferil í sígildri tónlist er meira en að segja það, til þess þarf gríðarlegan aga og eljusemi. Áfram mun þér, lesandi góður, standa heimur tónlistarinnar opinn á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Leyfðu þér að hrífast með og takk fyrir samfylgdina í 75 ár. Höfundur er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun