Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar 8. mars 2025 15:02 Ég hef þungar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. Alltof oft berast fréttir af sjálfsvígum, alvarlegri vanlíðan og jafnvel ofbeldisbrotum sem rekja má að miklu leyti til vanrækslu á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarlegt mál sem kallar á tafarlausar aðgerðir og raunverulega forgangsröðun í samfélaginu. Skortur á úrræðum er lífshættulegur Sársauki þeirra sem missa ástvini sína til sjálfsvígs er ómælanlegur. Rannsóknir sýna að skortur á geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, takmarkaður stuðningur í skólum og langir biðlistar geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Hættan er ekki aðeins sú að einstaklingar beini vanlíðan sinni að sjálfum sér, heldur einnig að öðrum ef ekki er gripið til úrræða í tæka tíð. Við búum í samfélagi þar sem það getur tekið mánuði, jafnvel ár, að komast að í viðeigandi meðferð. Þetta er óásættanlegt. Þunglyndi faraldur samtímans Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst þunglyndi sem faraldri samtímans. Þá er ljóst að Covid-faraldurinn hafði djúpstæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Einangrun, takmarkað félagslíf og óvissa um framtíðina urðu til þess að kvíði, þunglyndi og sjálfskaðandi hegðun jókst til muna. Unga fólkið okkar hefur reynt að leita sér hjálpar hjá skólahjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og á heilbrigðisstofnunum, en kerfið nær ekki að bregðast nægilega vel við. Það er því brýnt að grípa til aðgerða og tryggja að geðheilbrigðisþjónusta verið aðgengileg, skilvirk og byggð á bestu þekkingu hverju sinni. Án tafarlausra aðgerða er hætta á að heil kynslóð beri afleiðingar vanrækslu samfélagsins með sér út lífið. Stefna án framkvæmda er gagnslaus Þingsályktun um geðheilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030 var samþykkt árið 2022 og setur skýra framtíðarsýn um eflingu geðheilbrigðisþjónustu. En stefnan ein og sér er lítils virði ef hún er ekki studd með fjármagni og skipulagðri framkvæmd. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, stytta biðlista barna og tryggja fjármagn í meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda. Það sama á við um þessi loforð, þau eru ónýt ef ekki er farið í raunverulegar aðgerðir. Enginn í samfélaginu á að líða fyrir skort á úrræðum þegar kemur að andlegri heilsu. Það er því tímabært að sýna í verki að geðheilbrigðismál eru ekki jaðarmál heldur forgangsmál í íslensku samfélagi. Það verður ekki gert með loforðum einum saman, heldur með raunverulegum aðgerðum og fjárveitingum sem tryggja öllum aðgang að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag eða búsetu. Aðgerðir sem settar af stað í dag munu kosta samfélagið minna en skeytingarleysi sem leiðir til verri afleiðinga á morgun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef þungar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. Alltof oft berast fréttir af sjálfsvígum, alvarlegri vanlíðan og jafnvel ofbeldisbrotum sem rekja má að miklu leyti til vanrækslu á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarlegt mál sem kallar á tafarlausar aðgerðir og raunverulega forgangsröðun í samfélaginu. Skortur á úrræðum er lífshættulegur Sársauki þeirra sem missa ástvini sína til sjálfsvígs er ómælanlegur. Rannsóknir sýna að skortur á geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, takmarkaður stuðningur í skólum og langir biðlistar geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Hættan er ekki aðeins sú að einstaklingar beini vanlíðan sinni að sjálfum sér, heldur einnig að öðrum ef ekki er gripið til úrræða í tæka tíð. Við búum í samfélagi þar sem það getur tekið mánuði, jafnvel ár, að komast að í viðeigandi meðferð. Þetta er óásættanlegt. Þunglyndi faraldur samtímans Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst þunglyndi sem faraldri samtímans. Þá er ljóst að Covid-faraldurinn hafði djúpstæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Einangrun, takmarkað félagslíf og óvissa um framtíðina urðu til þess að kvíði, þunglyndi og sjálfskaðandi hegðun jókst til muna. Unga fólkið okkar hefur reynt að leita sér hjálpar hjá skólahjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og á heilbrigðisstofnunum, en kerfið nær ekki að bregðast nægilega vel við. Það er því brýnt að grípa til aðgerða og tryggja að geðheilbrigðisþjónusta verið aðgengileg, skilvirk og byggð á bestu þekkingu hverju sinni. Án tafarlausra aðgerða er hætta á að heil kynslóð beri afleiðingar vanrækslu samfélagsins með sér út lífið. Stefna án framkvæmda er gagnslaus Þingsályktun um geðheilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030 var samþykkt árið 2022 og setur skýra framtíðarsýn um eflingu geðheilbrigðisþjónustu. En stefnan ein og sér er lítils virði ef hún er ekki studd með fjármagni og skipulagðri framkvæmd. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, stytta biðlista barna og tryggja fjármagn í meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda. Það sama á við um þessi loforð, þau eru ónýt ef ekki er farið í raunverulegar aðgerðir. Enginn í samfélaginu á að líða fyrir skort á úrræðum þegar kemur að andlegri heilsu. Það er því tímabært að sýna í verki að geðheilbrigðismál eru ekki jaðarmál heldur forgangsmál í íslensku samfélagi. Það verður ekki gert með loforðum einum saman, heldur með raunverulegum aðgerðum og fjárveitingum sem tryggja öllum aðgang að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag eða búsetu. Aðgerðir sem settar af stað í dag munu kosta samfélagið minna en skeytingarleysi sem leiðir til verri afleiðinga á morgun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun