Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. mars 2025 09:00 Katla María er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. „Ég hef brennandi áhuga á Íslandi og hef alltaf langað að keppa fyrir hönd Íslands og auðvitað að upplifa keppnina sjálfa, “segir Katla María Riley, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Katla María Riley Aldur? 17 ára að verða 18. Starf? Vinn sem þjónn í sæta Svíninu. Menntun? Ég er núna í fjarnámi í Fjölbrautskóla Við Ármúla. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Glaðlynd, Sterk og Ákveðin. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Örugglega að ég er frá öðru landi. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín er fyrirmynd mín. Hún er svo sterk og hefur gengið í gegnum fullt af hlutum. Hvað hefur mótað þig mest? Að eiga tvær fjölskyldur og þurfa að skipta tímanum á milli þeirra. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Mesta áskorunin sem ég hef takist á við er örugglega átröskuninn sem ég fór í gegnum þegar ég var 12 ára. Ég komst í gegnum hana með hjálp frá fólkinu í kringum mig sem hjálpuðu mér mjög mikið. Hverju ertu stoltust af? Sjálfri mér. Ég hef komist í gegnum mjög erfiða hluti og er mjög stolt af mér fyrir það. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Örugglega vinir mínir og fjölskyldan. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég slaka oftast á og hvíli mig. Ég er oft með fjölskyldunni minni þegar ég fæ kvíða til að slaka á taugunum. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Það er ekkert sem dettur í hug, pabbi segir stundum við mig: Það eru fleiri fiskar í sjónum. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég hoppaði einu sinni af mjög stórum kletti og björgunarsveitin þurfti að koma og hjálpa mér. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei ekkert sem ég veit af. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Brosið hjá fólki. En óheillandi? Óheiðarleiki. Hver er þinn helsti ótti? Að missa mömmu mína. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig í læknisnámi að læra að verða barnalæknir. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Lambakjöt og sósan hennar stjúpmömmu minnar. Hvaða lag tekur þú í karókí? Baby með Justin Bieber eða When I was your man með Bruno Mars. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ed Sheeran. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Að eiga samskipti við annað fólk í persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi líklegast eiga hann fyrir framtíðina mína. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mér hefur alltaf langað að keppa og ég ákvað að prófa að skrá mig án þess að vita hversu langt ég kæmist og núna er ég hér. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Að allir eru öðruvísi og enginn er eins. Það skiptir engu máli hvernig þú lítur út því þú ert falleg eins og þú ert. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir jafnrétti kynjanna, því mér finnst óréttlátt að mismuna einstaklingum út frá kyni, hvort sem það er í skóla, á vinnumarkaði eða í lífinu almennt. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Hún á að vera góð fyrirmynd og ákveðin með það sem hana langar. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég hef brennandi áhuga á Íslandi og hef alltaf langað að keppa fyrir hönd Íslands og auðvitað að upplifa keppnina sjálfa. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Þessi spurning er erfið að svara, eina sem mér dettur í hug er að ég sé yngst. Eina sem ég veit er að þetta er yndislegur hópur af frábærum stelpum. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Samfélagsmiðlar, þeir hafa svo mikla áhrif á okkar kynslóð til dæmis net einelti er mjög stór partur af því þar sem fullt af ungu fólki lendir í því og það getur haft stór áhrif á vanlíðan. Það er mjög erfitt að vita hvernig maður getur breytt því en það sem mér dettur í hug er að tala um það meira og vekja athygli á því. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Mér finnst fólk halda mjög mikið að þetta snúist bara um útlit, en þetta er svo miklu meira en það og ég held að fólk átti sig bara ekki á því. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest „Ég er opin, jákvæð og forvitin um heiminn. Ég tek þátt í þessari keppni með metnað, hjartahlýju og mikla löngun til að vaxa og læra. Ég elska að kynnast nýju fólki og finn alltaf leið til að hafa gaman, sama hvað ég er að gera,“ segir Erla Talía Einarsdóttir keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð um hvað greini hana frá öðrum keppendum. 11. mars 2025 09:00 Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna „Þegar ég keppti í Ungfrú Ísland í fyrsta skipti á síðasta ári var ég mjög kvíðin yfir því að stíga fram með gervifót. Ég geng örlítið öðruvísi og fannst hugmyndin um að ganga á sviði í bikiní ógnvekjandi. Sekúndubroti áður en ég steig inn á sviðið var ég viss um að ég myndi kikna í hnjánum,“ segir hin nítján ára Matthildur Emma Sigurðardóttir spurð um stærstu áskorunina sem hún hefur tekist á við í lífinu. 10. mars 2025 09:02 „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ „Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra,“ segir Kristín Anna Jónsdóttir aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir. 6. mars 2025 09:06 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir. 5. mars 2025 09:01 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Katla María Riley Aldur? 17 ára að verða 18. Starf? Vinn sem þjónn í sæta Svíninu. Menntun? Ég er núna í fjarnámi í Fjölbrautskóla Við Ármúla. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Glaðlynd, Sterk og Ákveðin. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Örugglega að ég er frá öðru landi. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín er fyrirmynd mín. Hún er svo sterk og hefur gengið í gegnum fullt af hlutum. Hvað hefur mótað þig mest? Að eiga tvær fjölskyldur og þurfa að skipta tímanum á milli þeirra. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Mesta áskorunin sem ég hef takist á við er örugglega átröskuninn sem ég fór í gegnum þegar ég var 12 ára. Ég komst í gegnum hana með hjálp frá fólkinu í kringum mig sem hjálpuðu mér mjög mikið. Hverju ertu stoltust af? Sjálfri mér. Ég hef komist í gegnum mjög erfiða hluti og er mjög stolt af mér fyrir það. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Örugglega vinir mínir og fjölskyldan. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég slaka oftast á og hvíli mig. Ég er oft með fjölskyldunni minni þegar ég fæ kvíða til að slaka á taugunum. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Það er ekkert sem dettur í hug, pabbi segir stundum við mig: Það eru fleiri fiskar í sjónum. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég hoppaði einu sinni af mjög stórum kletti og björgunarsveitin þurfti að koma og hjálpa mér. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei ekkert sem ég veit af. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Brosið hjá fólki. En óheillandi? Óheiðarleiki. Hver er þinn helsti ótti? Að missa mömmu mína. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig í læknisnámi að læra að verða barnalæknir. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Lambakjöt og sósan hennar stjúpmömmu minnar. Hvaða lag tekur þú í karókí? Baby með Justin Bieber eða When I was your man með Bruno Mars. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ed Sheeran. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Að eiga samskipti við annað fólk í persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi líklegast eiga hann fyrir framtíðina mína. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mér hefur alltaf langað að keppa og ég ákvað að prófa að skrá mig án þess að vita hversu langt ég kæmist og núna er ég hér. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Að allir eru öðruvísi og enginn er eins. Það skiptir engu máli hvernig þú lítur út því þú ert falleg eins og þú ert. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir jafnrétti kynjanna, því mér finnst óréttlátt að mismuna einstaklingum út frá kyni, hvort sem það er í skóla, á vinnumarkaði eða í lífinu almennt. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Hún á að vera góð fyrirmynd og ákveðin með það sem hana langar. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Ég hef brennandi áhuga á Íslandi og hef alltaf langað að keppa fyrir hönd Íslands og auðvitað að upplifa keppnina sjálfa. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Þessi spurning er erfið að svara, eina sem mér dettur í hug er að ég sé yngst. Eina sem ég veit er að þetta er yndislegur hópur af frábærum stelpum. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Samfélagsmiðlar, þeir hafa svo mikla áhrif á okkar kynslóð til dæmis net einelti er mjög stór partur af því þar sem fullt af ungu fólki lendir í því og það getur haft stór áhrif á vanlíðan. Það er mjög erfitt að vita hvernig maður getur breytt því en það sem mér dettur í hug er að tala um það meira og vekja athygli á því. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Mér finnst fólk halda mjög mikið að þetta snúist bara um útlit, en þetta er svo miklu meira en það og ég held að fólk átti sig bara ekki á því.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest „Ég er opin, jákvæð og forvitin um heiminn. Ég tek þátt í þessari keppni með metnað, hjartahlýju og mikla löngun til að vaxa og læra. Ég elska að kynnast nýju fólki og finn alltaf leið til að hafa gaman, sama hvað ég er að gera,“ segir Erla Talía Einarsdóttir keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð um hvað greini hana frá öðrum keppendum. 11. mars 2025 09:00 Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna „Þegar ég keppti í Ungfrú Ísland í fyrsta skipti á síðasta ári var ég mjög kvíðin yfir því að stíga fram með gervifót. Ég geng örlítið öðruvísi og fannst hugmyndin um að ganga á sviði í bikiní ógnvekjandi. Sekúndubroti áður en ég steig inn á sviðið var ég viss um að ég myndi kikna í hnjánum,“ segir hin nítján ára Matthildur Emma Sigurðardóttir spurð um stærstu áskorunina sem hún hefur tekist á við í lífinu. 10. mars 2025 09:02 „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ „Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra,“ segir Kristín Anna Jónsdóttir aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir. 6. mars 2025 09:06 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir. 5. mars 2025 09:01 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest „Ég er opin, jákvæð og forvitin um heiminn. Ég tek þátt í þessari keppni með metnað, hjartahlýju og mikla löngun til að vaxa og læra. Ég elska að kynnast nýju fólki og finn alltaf leið til að hafa gaman, sama hvað ég er að gera,“ segir Erla Talía Einarsdóttir keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð um hvað greini hana frá öðrum keppendum. 11. mars 2025 09:00
Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna „Þegar ég keppti í Ungfrú Ísland í fyrsta skipti á síðasta ári var ég mjög kvíðin yfir því að stíga fram með gervifót. Ég geng örlítið öðruvísi og fannst hugmyndin um að ganga á sviði í bikiní ógnvekjandi. Sekúndubroti áður en ég steig inn á sviðið var ég viss um að ég myndi kikna í hnjánum,“ segir hin nítján ára Matthildur Emma Sigurðardóttir spurð um stærstu áskorunina sem hún hefur tekist á við í lífinu. 10. mars 2025 09:02
„Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ „Ég held að stærsta áskorunin sé sífelldur samanburður sem fylgir samfélagsmiðlum. Við berum okkur stöðugt saman við aðra, oft út frá óraunhæfum og fíltruðum myndum af lífi þeirra,“ segir Kristín Anna Jónsdóttir aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir. 6. mars 2025 09:06
„Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Fyrst og fremst þarf hún að vera fyrirmynd. Síðan þarf hún að vera jákvæð, upplífgandi og tilbúin að vera landi og þjóð til sóma,“ segir Þórdís Ásta, spurð hvaða kosti Ungfrú Ísland þarf að búa yfir. 5. mars 2025 09:01