Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 15:17 Síðastliðið haust fór af stað ný námsleið við allar símenntunarstöðvar á landinu. Námsleiðin er afrakstur vinnu starfshóps Félags-og vinnumarkaðsráðuneytis um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk og var unnin í samstarfi Fjölmenntar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), Vinnumálastofnunar (VMST) og símenntunarstöðva um allt land. Námsleiðin, sem ber heitið Færni á vinnumarkaði, miðar að því að efla færni fatlaðs fólks til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Milli 60 og 70 manns stunduðu námið sem lauk á flestum stöðvum í desember. Það sem gerir námið sérstakt er að þetta er í fyrsta sinn sem nám fyrir fólk með þroskahömlun er skipulagt undir sömu formerkjum og aðrar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og samkvæmt vottuðu ferli FA. Námsleiðin er samtals 180 klukkustundir, 70 stundir í fræðslu á símenntunarstöð og 110 stundir í starfsnám á vinnustað og stendur námið yfir í þrjá mánuði. Boðið var upp á nám í 6 störfum: starf við endurvinnslu, starf í vöruhúsi/ lager, starf við umönnun, starf í leikskóla, starf í verslun og starf við þrif og þjónustu. Unnið er að því að auka starfsgreinar og frá því í haust hefur bæst við starf á frístundaheimili. Öll störfin voru hæfnigreind, unnið að námskrá og námslýsingum fyrir störfin og námið skipulagt út frá þeirri vinnu. Unnið er út frá hæfniviðmiðum og þeir sem ná þeim fá fagbréf atvinnulífsins sem staðfestingu á færni í starfi. Sú staðfesting ætti að auðvelda fólki að fá vinnu. Samstarf allra aðila sem að hönnun námsins komu hefur verið einkar ánægjulegt og árangursríkt. Þessir þrír aðilar komu að hönnun námsins hver með sitt hlutverk og sína þekkingu. Hlutverk Fjölmenntar var meðal annars að sjá um gerð fræðsluefnis. Í fræðslunni er farið yfir atriði sem nauðsynlegt er að kunna svo sem réttindi og skyldur á vinnumarkaði, mikilvægi góðra samskipta og ýmis réttindamál. Þar sem góður tími er ætlaður í fræðsluhlutann eru líka tekin fyrir ýmis valdeflandi málefni svo sem fræðsla um mannréttindi, margbreytileika, sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Einnig er gefinn tími fyrir heilsueflingu. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist. Nemar lýsa ánægju sinni með námið og hluti þeirra hefur nú þegar fengið starf. Það má heldur ekki gleyma þeirri valdeflingu og vinskap sem myndast hefur milli þátttakenda á meðan á náminu stóð. Þetta nám er komið til að vera, símenntunarstöðvar bjóða áfram upp á námsleiðina og er nám þegar hafið á nokkrum stöðvum. Til að koma til móts við mikla þörf á lengra námi að loknum framhaldsskóla hefur í gegnum tíðina verið boðið upp á námsbrautir hjá Fjölmennt. Heilsubraut sem haldin var í nokkur skipti var í byrjun tilraunaverkefni fjármagnað af Fræðslusjóði og unnin í samstarfi við FA. Námið fékk þó ekki vottun þar sem Fjölmennt hafði á þeim tíma engan aðgang að Fræðslusjóði. Námsbrautin Líf mitt með öðrum var haldin einu sinni með styrk frá Fræðslusjóði en hún var fyrir fólk á einhverfurófi sem þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Fyrir tveimur árum var tvisvar haldin Matar- og frameiðslubraut í samvinnu við Vinnumálastofnun og var fyrir þau sem áhuga höfðu á vinnu í eldhúsi og við framreiðslu. Fræðsla og starfsnám fór fram í Fjölmennt og nemar fengu einnig að spreyta sig í mötuneytinu hjá Ási styrktarfélagi. Á meðan á náminu stóð vann Vinnumálastofnun að því að útvega fólki vinnu eftir útskrift. Þessar námsbrautir í Fjölmennt voru mikilvægar en með námsleiðinni Færni á vinnumarkaði er nú orðið að veruleika nám sem búið er að staðsetja í sama kerfi og allra annarra sem vilja auka möguleika sína á vinnumarkaði með því að stunda nám við almennar símenntunarstöðvar. Nefnd á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis starfar áfram að því að koma með tillögur að auknum námstækifærum. Hingað til hefur vantað nám að loknu framhaldsskólanámi og nú er verið að taka skref sem vonandi marka upphaf aukins og fjölbreytts náms fyrir fatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri í atvinnutengdu námi fyrir fólk með þroskahömlun og fyrrverandi forstöðumaður Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust fór af stað ný námsleið við allar símenntunarstöðvar á landinu. Námsleiðin er afrakstur vinnu starfshóps Félags-og vinnumarkaðsráðuneytis um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk og var unnin í samstarfi Fjölmenntar, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), Vinnumálastofnunar (VMST) og símenntunarstöðva um allt land. Námsleiðin, sem ber heitið Færni á vinnumarkaði, miðar að því að efla færni fatlaðs fólks til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Milli 60 og 70 manns stunduðu námið sem lauk á flestum stöðvum í desember. Það sem gerir námið sérstakt er að þetta er í fyrsta sinn sem nám fyrir fólk með þroskahömlun er skipulagt undir sömu formerkjum og aðrar námsleiðir Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og samkvæmt vottuðu ferli FA. Námsleiðin er samtals 180 klukkustundir, 70 stundir í fræðslu á símenntunarstöð og 110 stundir í starfsnám á vinnustað og stendur námið yfir í þrjá mánuði. Boðið var upp á nám í 6 störfum: starf við endurvinnslu, starf í vöruhúsi/ lager, starf við umönnun, starf í leikskóla, starf í verslun og starf við þrif og þjónustu. Unnið er að því að auka starfsgreinar og frá því í haust hefur bæst við starf á frístundaheimili. Öll störfin voru hæfnigreind, unnið að námskrá og námslýsingum fyrir störfin og námið skipulagt út frá þeirri vinnu. Unnið er út frá hæfniviðmiðum og þeir sem ná þeim fá fagbréf atvinnulífsins sem staðfestingu á færni í starfi. Sú staðfesting ætti að auðvelda fólki að fá vinnu. Samstarf allra aðila sem að hönnun námsins komu hefur verið einkar ánægjulegt og árangursríkt. Þessir þrír aðilar komu að hönnun námsins hver með sitt hlutverk og sína þekkingu. Hlutverk Fjölmenntar var meðal annars að sjá um gerð fræðsluefnis. Í fræðslunni er farið yfir atriði sem nauðsynlegt er að kunna svo sem réttindi og skyldur á vinnumarkaði, mikilvægi góðra samskipta og ýmis réttindamál. Þar sem góður tími er ætlaður í fræðsluhlutann eru líka tekin fyrir ýmis valdeflandi málefni svo sem fræðsla um mannréttindi, margbreytileika, sjálfsmynd og sjálfsstyrkingu. Einnig er gefinn tími fyrir heilsueflingu. Óhætt er að segja að vel hafi til tekist. Nemar lýsa ánægju sinni með námið og hluti þeirra hefur nú þegar fengið starf. Það má heldur ekki gleyma þeirri valdeflingu og vinskap sem myndast hefur milli þátttakenda á meðan á náminu stóð. Þetta nám er komið til að vera, símenntunarstöðvar bjóða áfram upp á námsleiðina og er nám þegar hafið á nokkrum stöðvum. Til að koma til móts við mikla þörf á lengra námi að loknum framhaldsskóla hefur í gegnum tíðina verið boðið upp á námsbrautir hjá Fjölmennt. Heilsubraut sem haldin var í nokkur skipti var í byrjun tilraunaverkefni fjármagnað af Fræðslusjóði og unnin í samstarfi við FA. Námið fékk þó ekki vottun þar sem Fjölmennt hafði á þeim tíma engan aðgang að Fræðslusjóði. Námsbrautin Líf mitt með öðrum var haldin einu sinni með styrk frá Fræðslusjóði en hún var fyrir fólk á einhverfurófi sem þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Fyrir tveimur árum var tvisvar haldin Matar- og frameiðslubraut í samvinnu við Vinnumálastofnun og var fyrir þau sem áhuga höfðu á vinnu í eldhúsi og við framreiðslu. Fræðsla og starfsnám fór fram í Fjölmennt og nemar fengu einnig að spreyta sig í mötuneytinu hjá Ási styrktarfélagi. Á meðan á náminu stóð vann Vinnumálastofnun að því að útvega fólki vinnu eftir útskrift. Þessar námsbrautir í Fjölmennt voru mikilvægar en með námsleiðinni Færni á vinnumarkaði er nú orðið að veruleika nám sem búið er að staðsetja í sama kerfi og allra annarra sem vilja auka möguleika sína á vinnumarkaði með því að stunda nám við almennar símenntunarstöðvar. Nefnd á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis starfar áfram að því að koma með tillögur að auknum námstækifærum. Hingað til hefur vantað nám að loknu framhaldsskólanámi og nú er verið að taka skref sem vonandi marka upphaf aukins og fjölbreytts náms fyrir fatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri í atvinnutengdu námi fyrir fólk með þroskahömlun og fyrrverandi forstöðumaður Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun