Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar 24. febrúar 2025 13:01 Yfirbragð deildarinnar K-2 á Landakoti er nokkuð heimilislegt. Við innganginn er dyrabjalla sem þarf að hringja þegar maður kemur í heimsókn. Nánast alltaf er svarað innan stuttrar stundar. Starfsmenn deildarinnar taka á móti manni, og maður ber upp erindi sitt. Á deildinni liggur góður vinur minn núna. Útsýnið frá stofunni hans er sveipað sögu Landakotsspítala, því Kristskirkja gnæfir í útsýninu. Yfir honum er rólegt yfirbragð, því þreyttur líkami hans hefur tekist á við orrustur lífsins síðustu átta mánuði. Hann horfir út um gluggann og á kirkjuna, sem er eins og hlið almættisins. En vinur minn er hvergi hugsi um að fara á neinn stað, nema heim til sín aftur, því hann ætlar að berjast sem sannur hersir við að ná heilsu á ný. Til þess fær hann lækna og starfsfólk til að hjálpa sér, og það er í þeim skrefum sem ég vil segja ykkur frá – segja ykkur frá því hvernig starfsfólkið gerir tilbreytingarlausan dag vinar míns að degi sem hann tekst á við, hvern dag þessa átta mánuði sem hann hefur barist. Starfsfólkið er flest allt erlent, frá Asíu. Þau tala góða íslensku og ljóma af óútskýrðri gleði sem skín í gegnum grímuna, því á spítalanum er grímuskylda. Augu þeirra kalla fram bros, þau eru róleg og hafa fallegt yfirbragð. Þau eru óendanlega hjálpleg, kurteis og bóngóð. Þau svara alltaf, og allar hreyfingar þeirra og tilsvar við spurningum eru yfirveguð. Það er eins og allt fái ró, að allt fái sálarró í kringum þau og þau ljómi. Það er eins og þau séu mannlegir englar. Læknar og hjúkrunarfólk eru hjálpleg og leggja sig öll fram við að hinn sjúki nái bata og finni tilgang hvern dag. Einn starfsmaðurinn er karlmaður frá Filippseyjum og er hjúkrunarfræðingur. Hann lærði í háskóla í Filippseyjum og starfaði meðal annars í Þýskalandi, þar sem hann sérhæfði sig í hjúkrun á öldruðum. Það tók hann nokkur ár að fá íslenskar menntastofnanir til að viðurkenna allt það mikla nám sem hann þegar hafði lokið í heimalandi sínu og í Þýskalandi. Þjóðverjar vilja hafa hlutina á hreinu, og það uppfyllti þessi góðlegi maður, sem kom inn á sjúkrastofuna til að sinna vini mínum. Þessi hjúkrunarfræðingur lagði sig einnig fram við að læra íslensku og fór í það námsmat sem skólayfirvöld fóru fram á, þrátt fyrir að vera fullgildur og lærður hjúkrunarfræðingur með háskólanám og sérþekkingu. En æðruleysi þessa manns er slíkt að hann leggur þetta á sig, og er nú, eftir þriggja ára ferli í íslenska menntakerfinu, orðinn hjúkrunarfræðingur hér á landi. Við sem þjóð megum þakka fyrir það sem fólk eins og þau, sem vinna á K-2 á Landakoti, leggja á sig. Í ótta við að við endum uppi með tungumálalausa starfsmenn til að sinna okkur þegar við eldumst, brýst fram eins og vonarljós fólkið sem vinnur þarna. Það gefur af sér eitthvað sem er ómetanlegt og varla hægt að lýsa nema með því einu að upplifa það. Og ég er þakklátur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að þau leggja á sig að læra íslensku, takast á við íslensk yfirvöld, sem gera þeim oft erfitt fyrir eða jafnvel leggja stein í götu þeirra. Því oft skín í gegn menntahroki hér á Íslandi, og við virðum ekki alheiminn. Á meðan tekur vinur minn við kærleika þessa fólks, og þau sinna sjúklingum af alúð. Fyrir það er ég þakklátur, og þess vegna finnst mér rétt að segja ykkur frá því hvernig kærleikur vinnst í þögninni. Og á meðan horfir vinur minn á útsýnið til Kristskirkju. Hann fær aðstoð frá starfsfólkinu, og íslenska hjúkrunarkonan brosir til hans um leið og hún sinnir honum. Hann brosir til baka, hljóður, um leið og hann er gerður klár fyrir kvöldið. Svo geng ég frá honum og halla aftur hurðinni og bið góða nótt. Starfsfólkið fylgir mér til dyra og kveður með brosi augna sinna, með uppfullt hjarta kærleikans. Ég sé hurðina lokast aftur og kveð... þakklátur fyrir allt sem þau gera. Fyrir utan stendur Kristskirkja, og regnið lemur á mér um leið og ég kíki upp í átt að glugganum á stofunni hjá vini mínum. Og svo kemur nótt! Takk, Landakot. Kæru stjórnendur Landspítalans, viljið þið gera allt sem hægt er til að hlúa að fólki ykkar – eins og því sem leggur allt sitt fram til að láta allt ganga? Þessum mannlegu englum, sem hjálpa okkur þegar mest á reynir. Viljið þið gera það? Fyrir mig og okkur öll? Höfundur er aðstandandi og er annt um samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Yfirbragð deildarinnar K-2 á Landakoti er nokkuð heimilislegt. Við innganginn er dyrabjalla sem þarf að hringja þegar maður kemur í heimsókn. Nánast alltaf er svarað innan stuttrar stundar. Starfsmenn deildarinnar taka á móti manni, og maður ber upp erindi sitt. Á deildinni liggur góður vinur minn núna. Útsýnið frá stofunni hans er sveipað sögu Landakotsspítala, því Kristskirkja gnæfir í útsýninu. Yfir honum er rólegt yfirbragð, því þreyttur líkami hans hefur tekist á við orrustur lífsins síðustu átta mánuði. Hann horfir út um gluggann og á kirkjuna, sem er eins og hlið almættisins. En vinur minn er hvergi hugsi um að fara á neinn stað, nema heim til sín aftur, því hann ætlar að berjast sem sannur hersir við að ná heilsu á ný. Til þess fær hann lækna og starfsfólk til að hjálpa sér, og það er í þeim skrefum sem ég vil segja ykkur frá – segja ykkur frá því hvernig starfsfólkið gerir tilbreytingarlausan dag vinar míns að degi sem hann tekst á við, hvern dag þessa átta mánuði sem hann hefur barist. Starfsfólkið er flest allt erlent, frá Asíu. Þau tala góða íslensku og ljóma af óútskýrðri gleði sem skín í gegnum grímuna, því á spítalanum er grímuskylda. Augu þeirra kalla fram bros, þau eru róleg og hafa fallegt yfirbragð. Þau eru óendanlega hjálpleg, kurteis og bóngóð. Þau svara alltaf, og allar hreyfingar þeirra og tilsvar við spurningum eru yfirveguð. Það er eins og allt fái ró, að allt fái sálarró í kringum þau og þau ljómi. Það er eins og þau séu mannlegir englar. Læknar og hjúkrunarfólk eru hjálpleg og leggja sig öll fram við að hinn sjúki nái bata og finni tilgang hvern dag. Einn starfsmaðurinn er karlmaður frá Filippseyjum og er hjúkrunarfræðingur. Hann lærði í háskóla í Filippseyjum og starfaði meðal annars í Þýskalandi, þar sem hann sérhæfði sig í hjúkrun á öldruðum. Það tók hann nokkur ár að fá íslenskar menntastofnanir til að viðurkenna allt það mikla nám sem hann þegar hafði lokið í heimalandi sínu og í Þýskalandi. Þjóðverjar vilja hafa hlutina á hreinu, og það uppfyllti þessi góðlegi maður, sem kom inn á sjúkrastofuna til að sinna vini mínum. Þessi hjúkrunarfræðingur lagði sig einnig fram við að læra íslensku og fór í það námsmat sem skólayfirvöld fóru fram á, þrátt fyrir að vera fullgildur og lærður hjúkrunarfræðingur með háskólanám og sérþekkingu. En æðruleysi þessa manns er slíkt að hann leggur þetta á sig, og er nú, eftir þriggja ára ferli í íslenska menntakerfinu, orðinn hjúkrunarfræðingur hér á landi. Við sem þjóð megum þakka fyrir það sem fólk eins og þau, sem vinna á K-2 á Landakoti, leggja á sig. Í ótta við að við endum uppi með tungumálalausa starfsmenn til að sinna okkur þegar við eldumst, brýst fram eins og vonarljós fólkið sem vinnur þarna. Það gefur af sér eitthvað sem er ómetanlegt og varla hægt að lýsa nema með því einu að upplifa það. Og ég er þakklátur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að þau leggja á sig að læra íslensku, takast á við íslensk yfirvöld, sem gera þeim oft erfitt fyrir eða jafnvel leggja stein í götu þeirra. Því oft skín í gegn menntahroki hér á Íslandi, og við virðum ekki alheiminn. Á meðan tekur vinur minn við kærleika þessa fólks, og þau sinna sjúklingum af alúð. Fyrir það er ég þakklátur, og þess vegna finnst mér rétt að segja ykkur frá því hvernig kærleikur vinnst í þögninni. Og á meðan horfir vinur minn á útsýnið til Kristskirkju. Hann fær aðstoð frá starfsfólkinu, og íslenska hjúkrunarkonan brosir til hans um leið og hún sinnir honum. Hann brosir til baka, hljóður, um leið og hann er gerður klár fyrir kvöldið. Svo geng ég frá honum og halla aftur hurðinni og bið góða nótt. Starfsfólkið fylgir mér til dyra og kveður með brosi augna sinna, með uppfullt hjarta kærleikans. Ég sé hurðina lokast aftur og kveð... þakklátur fyrir allt sem þau gera. Fyrir utan stendur Kristskirkja, og regnið lemur á mér um leið og ég kíki upp í átt að glugganum á stofunni hjá vini mínum. Og svo kemur nótt! Takk, Landakot. Kæru stjórnendur Landspítalans, viljið þið gera allt sem hægt er til að hlúa að fólki ykkar – eins og því sem leggur allt sitt fram til að láta allt ganga? Þessum mannlegu englum, sem hjálpa okkur þegar mest á reynir. Viljið þið gera það? Fyrir mig og okkur öll? Höfundur er aðstandandi og er annt um samfélagið.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun