Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 20:02 Eftir nokkra daga fá landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tækifæri að kjósa nýjan formann. Nýr formaður þarf að taka til hendinni, rýna innra skipulag flokksins, færa flokkinn til nútímans án þess þó að gleyma þeim gömlu en góðu gildum sem hann byggir á. Vinna þarf að því að vel sé tekið á móti nýju fólki þannig að það upplifi sig velkomið. Efla þarf grasrótina og ekki síður liðsheildina. Uppfæra þarf flokkinn þannig að hann höfði betur til ungs fólks og kvenna. Það er því verk að vinna. Ég treysti engum betur til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina en Áslaugu Örnu. Hún er dugnaðarforkur og hamhleypa til verka. Henni er eðlilslægt að vera leiðtogi. Áreynslulaust fær hún fólk með sér í lið og fær fólk til að vinna saman. Hún er hugmyndarík og með drifkraft sem fáir hafa. Hún er vel að máli farin, fljót að hugsa og kann að svara fyrir sig. Áslaug hefur þann eiginleika að þegar hún talar, þá hlustar fólk. Hún er reynslumikil, en rík ástæða er til að nefna að það er ekki fullkomið samband á milli fjölda afmælisdaga og reynslu, hvað þá reynslu sem nýtist í formannstólnum. Áslaug hefur til að mynda verið ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sex ár í tveimur mismunandi ráðuneytum og setið enn lengur á þingi. Það eru ekki margir starfandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa viðlíka reynslu og hún. Áslaug nær til unga fólksins - hún er þeirra kona eins og dæmin sanna (yfir helmingur ungs fólks vill Áslaugu sem formann). Það sem skiptir ekki síður máli er að Áslaug er jákvæð, glaðlynd, lausnamiðuð og skemmtileg. Innan um fólk er hún eins og fiskur í vatni. Það þarf kjark, dug og þor til þess að sækjast eftir því að vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er alveg klárt að Áslaugu hefur ekki skort kjark, dug og þor í gegnum tíðina. Það hefur hún margoft sýnt. Því fagna ég því að hún bjóði sig fram til formennsku. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að það sé öflugt, gott og réttsýnt fólk sem velst til forystu í stjórnmálum. Áslaug Arna hefur alla þessa kosti. Hún er öflug, réttsýn og góð manneskja sem hefur áhuga á fólki. Áslaug er auk þess frábær fyrirmynd fyrir ungt fólk og konur þessa lands. Með Áslaugu sem formann myndi Sjálfstæðisflokkurinn verða ferskara stjórnmálaafl en hann er í dag og með hana í fararbroddi á flokkurinn möguleika á því að ná aftur fyrri styrk. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bókin samsvarar ekki allri þekkingunni Davíð Snær Jónsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga fá landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tækifæri að kjósa nýjan formann. Nýr formaður þarf að taka til hendinni, rýna innra skipulag flokksins, færa flokkinn til nútímans án þess þó að gleyma þeim gömlu en góðu gildum sem hann byggir á. Vinna þarf að því að vel sé tekið á móti nýju fólki þannig að það upplifi sig velkomið. Efla þarf grasrótina og ekki síður liðsheildina. Uppfæra þarf flokkinn þannig að hann höfði betur til ungs fólks og kvenna. Það er því verk að vinna. Ég treysti engum betur til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina en Áslaugu Örnu. Hún er dugnaðarforkur og hamhleypa til verka. Henni er eðlilslægt að vera leiðtogi. Áreynslulaust fær hún fólk með sér í lið og fær fólk til að vinna saman. Hún er hugmyndarík og með drifkraft sem fáir hafa. Hún er vel að máli farin, fljót að hugsa og kann að svara fyrir sig. Áslaug hefur þann eiginleika að þegar hún talar, þá hlustar fólk. Hún er reynslumikil, en rík ástæða er til að nefna að það er ekki fullkomið samband á milli fjölda afmælisdaga og reynslu, hvað þá reynslu sem nýtist í formannstólnum. Áslaug hefur til að mynda verið ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sex ár í tveimur mismunandi ráðuneytum og setið enn lengur á þingi. Það eru ekki margir starfandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa viðlíka reynslu og hún. Áslaug nær til unga fólksins - hún er þeirra kona eins og dæmin sanna (yfir helmingur ungs fólks vill Áslaugu sem formann). Það sem skiptir ekki síður máli er að Áslaug er jákvæð, glaðlynd, lausnamiðuð og skemmtileg. Innan um fólk er hún eins og fiskur í vatni. Það þarf kjark, dug og þor til þess að sækjast eftir því að vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er alveg klárt að Áslaugu hefur ekki skort kjark, dug og þor í gegnum tíðina. Það hefur hún margoft sýnt. Því fagna ég því að hún bjóði sig fram til formennsku. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að það sé öflugt, gott og réttsýnt fólk sem velst til forystu í stjórnmálum. Áslaug Arna hefur alla þessa kosti. Hún er öflug, réttsýn og góð manneskja sem hefur áhuga á fólki. Áslaug er auk þess frábær fyrirmynd fyrir ungt fólk og konur þessa lands. Með Áslaugu sem formann myndi Sjálfstæðisflokkurinn verða ferskara stjórnmálaafl en hann er í dag og með hana í fararbroddi á flokkurinn möguleika á því að ná aftur fyrri styrk. Höfundur er sálfræðingur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun