Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 20:02 Eftir nokkra daga fá landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tækifæri að kjósa nýjan formann. Nýr formaður þarf að taka til hendinni, rýna innra skipulag flokksins, færa flokkinn til nútímans án þess þó að gleyma þeim gömlu en góðu gildum sem hann byggir á. Vinna þarf að því að vel sé tekið á móti nýju fólki þannig að það upplifi sig velkomið. Efla þarf grasrótina og ekki síður liðsheildina. Uppfæra þarf flokkinn þannig að hann höfði betur til ungs fólks og kvenna. Það er því verk að vinna. Ég treysti engum betur til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina en Áslaugu Örnu. Hún er dugnaðarforkur og hamhleypa til verka. Henni er eðlilslægt að vera leiðtogi. Áreynslulaust fær hún fólk með sér í lið og fær fólk til að vinna saman. Hún er hugmyndarík og með drifkraft sem fáir hafa. Hún er vel að máli farin, fljót að hugsa og kann að svara fyrir sig. Áslaug hefur þann eiginleika að þegar hún talar, þá hlustar fólk. Hún er reynslumikil, en rík ástæða er til að nefna að það er ekki fullkomið samband á milli fjölda afmælisdaga og reynslu, hvað þá reynslu sem nýtist í formannstólnum. Áslaug hefur til að mynda verið ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sex ár í tveimur mismunandi ráðuneytum og setið enn lengur á þingi. Það eru ekki margir starfandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa viðlíka reynslu og hún. Áslaug nær til unga fólksins - hún er þeirra kona eins og dæmin sanna (yfir helmingur ungs fólks vill Áslaugu sem formann). Það sem skiptir ekki síður máli er að Áslaug er jákvæð, glaðlynd, lausnamiðuð og skemmtileg. Innan um fólk er hún eins og fiskur í vatni. Það þarf kjark, dug og þor til þess að sækjast eftir því að vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er alveg klárt að Áslaugu hefur ekki skort kjark, dug og þor í gegnum tíðina. Það hefur hún margoft sýnt. Því fagna ég því að hún bjóði sig fram til formennsku. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að það sé öflugt, gott og réttsýnt fólk sem velst til forystu í stjórnmálum. Áslaug Arna hefur alla þessa kosti. Hún er öflug, réttsýn og góð manneskja sem hefur áhuga á fólki. Áslaug er auk þess frábær fyrirmynd fyrir ungt fólk og konur þessa lands. Með Áslaugu sem formann myndi Sjálfstæðisflokkurinn verða ferskara stjórnmálaafl en hann er í dag og með hana í fararbroddi á flokkurinn möguleika á því að ná aftur fyrri styrk. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir nokkra daga fá landsfundarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tækifæri að kjósa nýjan formann. Nýr formaður þarf að taka til hendinni, rýna innra skipulag flokksins, færa flokkinn til nútímans án þess þó að gleyma þeim gömlu en góðu gildum sem hann byggir á. Vinna þarf að því að vel sé tekið á móti nýju fólki þannig að það upplifi sig velkomið. Efla þarf grasrótina og ekki síður liðsheildina. Uppfæra þarf flokkinn þannig að hann höfði betur til ungs fólks og kvenna. Það er því verk að vinna. Ég treysti engum betur til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina en Áslaugu Örnu. Hún er dugnaðarforkur og hamhleypa til verka. Henni er eðlilslægt að vera leiðtogi. Áreynslulaust fær hún fólk með sér í lið og fær fólk til að vinna saman. Hún er hugmyndarík og með drifkraft sem fáir hafa. Hún er vel að máli farin, fljót að hugsa og kann að svara fyrir sig. Áslaug hefur þann eiginleika að þegar hún talar, þá hlustar fólk. Hún er reynslumikil, en rík ástæða er til að nefna að það er ekki fullkomið samband á milli fjölda afmælisdaga og reynslu, hvað þá reynslu sem nýtist í formannstólnum. Áslaug hefur til að mynda verið ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sex ár í tveimur mismunandi ráðuneytum og setið enn lengur á þingi. Það eru ekki margir starfandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem hafa viðlíka reynslu og hún. Áslaug nær til unga fólksins - hún er þeirra kona eins og dæmin sanna (yfir helmingur ungs fólks vill Áslaugu sem formann). Það sem skiptir ekki síður máli er að Áslaug er jákvæð, glaðlynd, lausnamiðuð og skemmtileg. Innan um fólk er hún eins og fiskur í vatni. Það þarf kjark, dug og þor til þess að sækjast eftir því að vera formaður Sjálfstæðisflokksins. Það er alveg klárt að Áslaugu hefur ekki skort kjark, dug og þor í gegnum tíðina. Það hefur hún margoft sýnt. Því fagna ég því að hún bjóði sig fram til formennsku. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að það sé öflugt, gott og réttsýnt fólk sem velst til forystu í stjórnmálum. Áslaug Arna hefur alla þessa kosti. Hún er öflug, réttsýn og góð manneskja sem hefur áhuga á fólki. Áslaug er auk þess frábær fyrirmynd fyrir ungt fólk og konur þessa lands. Með Áslaugu sem formann myndi Sjálfstæðisflokkurinn verða ferskara stjórnmálaafl en hann er í dag og með hana í fararbroddi á flokkurinn möguleika á því að ná aftur fyrri styrk. Höfundur er sálfræðingur.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun