Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar 21. febrúar 2025 12:47 Ímyndaðu þér töfrakistu. Þú opnar hana og upp spretta tækifæri sem þú hafðir ekki einu sinni getað ímyndað þér. Þetta eru tækifæri sem gervigreindin býður upp á í dag. En þó kistan sé full af sérlega góðum tækifærum þá er það samt sem áður í okkar höndum að velja þau réttu og nota á skynsamlegan hátt. Það á svo sannarlega við um nýtingu gervigreindar í endurhæfingarstarfi. Gervigreind góður aðstoðarmaður Í endurhæfingu snýst allt um fólk. Að hlusta, styðja og finna lausnir sem hjálpa fólki að endurheimta færni og lífsgæði. Gervigreind getur aldrei tekið við því hlutverki en hún getur svo sannarlega orðið góður aðstoðarmaður. Hún getur hjálpað okkur að skipuleggja verkefni, finna upplýsingar hraðar og einfaldað vinnuflæði. Fyrir okkur sem vinnum í endurhæfingu þýðir þetta meiri tími fyrir skjólstæðinga og betri nýting á sérfræðiþekkingu. Til dæmis getur ChatGPT og svipuð verkfæri gert hnitmiðaðar samantektir, þýtt efni, hjálpað við að skrifa skýrslur eða við að undirbúa fyrirlestra. Það er líka hægt að nota gervigreind til að búa til drög að tölvupóstum, setja upp skjöl og einfalda alla skjalaumsýslu. Hins vegar þurfum við alltaf að passa að yfirfara og staðfesta það sem gervigreindin býr til – hún getur vissulega sparað tíma en getur ekki tekið yfir faglegri ábyrgð. Gervigreindin getur hjálpað okkur að leita að nýjustu rannsóknum og setja niðurstöður fram á mjög hnitmiðaðan hátt. Hún getur aðstoðað við að finna viðeigandi heimildir, borið saman rannsóknarniðurstöður, gert samantektir úr löngum greinum eða skýrslum og útskýrt flókin málefni á einfaldan hátt. Gervigreindin getur líka hjálpað til við að finna nýjar leiðir til að útskýra æfingar fyrir skjólstæðinga, komið með hugmyndir um hvernig aðlaga megi umhverfi og verkefni betur að þörfum skjólstæðinganna eða hjálpað til við að þróa nýtt fræðsluefni eða leiðbeiningar. Verum meðvituð Þrátt fyrir alla þessa möguleika verðum við að hafa í huga er að þessi töfrakista á sér sínar skuggahliðar. Þegar við notum gervigreind, verðum við að vera meðvituð um hvaða gögnum við erum að deila og hvaða skilmála við erum að samþykkja. Gervigreind getur verið öflug en er langt frá því að vera fullkomin. Hún getur gert mistök, byggt upplýsingar á hlutdrægum gögnum og jafnvel brotið persónuverndarlög ef ekki er farið rétt með hana: • Gervigreindin býr til svör byggð á þeim gögnum sem hún hefur lært af. Þetta þýðir að svör frá gervigreind eru ekki alltaf rétt. Gervigreindin getur átt það til að búa til upplýsingar sem hljóma sannfærandi en eru rangar eða úreltar. Þess vegna er nauðsynlegt að yfirfara og staðfesta allar mikilvægar upplýsingar áður en þær eru notaðar við ákvarðanatöku. • Gervigreind lærir af þeim gögnum sem hún er þjálfuð á en þessi gögn geta endurspeglað fordóma eða skekkjur sem fyrir eru í samfélaginu. Ef gervigreind er notuð til að styðja við ákvarðanir í endurhæfingu eða greiningu, er mikilvægt að vera meðvitaður um mögulega hlutdrægni og tryggja að öll ákvörðunartaka sé byggð á faglegu mati og réttum upplýsingum. • Þegar við vinnum með viðkvæm gögn, sérstaklega í heilbrigðisgeiranum, skiptir höfuðmáli að tryggja öryggi og trúnað. Gervigreind ætti aldrei að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar nema með skýrum öryggisráðstöfunum og í samræmi við lög og reglugerðir um persónuvernd. Margir nýta sér ókeypis spjallmenni en það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að ef varan kostar okkur ekkert, þá erum við sjálf líklega varan. Við höfum þegar séð dæmi um að gervigreindarkerfi geymi gögn og noti þau áfram - jafnvel án skýrrar vitundar notenda. Þetta er ekki bara spurning um öryggi heldur einnig um ábyrgð, sérstaklega ef óafvitandi er verið að miðla viðkvæmum upplýsingum eða efni sem er höfundaréttavarið. Mannleg samskipti hjartað í endurhæfingu Þrátt fyrir alla heimsins möguleika gervigreindar er það eitt sem hún getur aldrei leyst af hólmi og það eru mannleg samskipti. Þegar kemur að endurhæfingu eru traust, samkennd og raunveruleg tenging við skjólstæðinga það sem skiptir mestu máli. Gervigreind getur stutt við starfsfólk og gert vinnuflæði skilvirkara en hún getur ekki veitt þann hlýja stuðning og það innsæi sem aðeins manneskjur geta gefið hver annarri. Þess vegna er lykilatriði að við notum gervigreind til að styðja við mannleg tengsl – en ekki til að skipta þeim út. Þau verða alltaf hjartað í allri endurhæfingu. Það eru mörg tækifæri til að nýta gervigreindina í endurhæfingu – sem og reyndar í allri heilbrigðisþjónustu. Með því að nýta gervigreindina skynsamlega getum við aukið gæði þjónustunnar og bætt upplifun skjólstæðinga okkar af endurhæfingarferlinu. Lokinu af töfrakistunni hefur verið lyft og tækifærin sem blasa við eru mörg. Göngum hægt um gleðinnar dyr og gerum það af ábyrgð og með gagnrýna hugsun að leiðarljósi. Höfundur er iðjuþjálfi á Reykjalund, meistaranemi í Digital Health við HR og aðjúnkt við HA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Heilbrigðismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér töfrakistu. Þú opnar hana og upp spretta tækifæri sem þú hafðir ekki einu sinni getað ímyndað þér. Þetta eru tækifæri sem gervigreindin býður upp á í dag. En þó kistan sé full af sérlega góðum tækifærum þá er það samt sem áður í okkar höndum að velja þau réttu og nota á skynsamlegan hátt. Það á svo sannarlega við um nýtingu gervigreindar í endurhæfingarstarfi. Gervigreind góður aðstoðarmaður Í endurhæfingu snýst allt um fólk. Að hlusta, styðja og finna lausnir sem hjálpa fólki að endurheimta færni og lífsgæði. Gervigreind getur aldrei tekið við því hlutverki en hún getur svo sannarlega orðið góður aðstoðarmaður. Hún getur hjálpað okkur að skipuleggja verkefni, finna upplýsingar hraðar og einfaldað vinnuflæði. Fyrir okkur sem vinnum í endurhæfingu þýðir þetta meiri tími fyrir skjólstæðinga og betri nýting á sérfræðiþekkingu. Til dæmis getur ChatGPT og svipuð verkfæri gert hnitmiðaðar samantektir, þýtt efni, hjálpað við að skrifa skýrslur eða við að undirbúa fyrirlestra. Það er líka hægt að nota gervigreind til að búa til drög að tölvupóstum, setja upp skjöl og einfalda alla skjalaumsýslu. Hins vegar þurfum við alltaf að passa að yfirfara og staðfesta það sem gervigreindin býr til – hún getur vissulega sparað tíma en getur ekki tekið yfir faglegri ábyrgð. Gervigreindin getur hjálpað okkur að leita að nýjustu rannsóknum og setja niðurstöður fram á mjög hnitmiðaðan hátt. Hún getur aðstoðað við að finna viðeigandi heimildir, borið saman rannsóknarniðurstöður, gert samantektir úr löngum greinum eða skýrslum og útskýrt flókin málefni á einfaldan hátt. Gervigreindin getur líka hjálpað til við að finna nýjar leiðir til að útskýra æfingar fyrir skjólstæðinga, komið með hugmyndir um hvernig aðlaga megi umhverfi og verkefni betur að þörfum skjólstæðinganna eða hjálpað til við að þróa nýtt fræðsluefni eða leiðbeiningar. Verum meðvituð Þrátt fyrir alla þessa möguleika verðum við að hafa í huga er að þessi töfrakista á sér sínar skuggahliðar. Þegar við notum gervigreind, verðum við að vera meðvituð um hvaða gögnum við erum að deila og hvaða skilmála við erum að samþykkja. Gervigreind getur verið öflug en er langt frá því að vera fullkomin. Hún getur gert mistök, byggt upplýsingar á hlutdrægum gögnum og jafnvel brotið persónuverndarlög ef ekki er farið rétt með hana: • Gervigreindin býr til svör byggð á þeim gögnum sem hún hefur lært af. Þetta þýðir að svör frá gervigreind eru ekki alltaf rétt. Gervigreindin getur átt það til að búa til upplýsingar sem hljóma sannfærandi en eru rangar eða úreltar. Þess vegna er nauðsynlegt að yfirfara og staðfesta allar mikilvægar upplýsingar áður en þær eru notaðar við ákvarðanatöku. • Gervigreind lærir af þeim gögnum sem hún er þjálfuð á en þessi gögn geta endurspeglað fordóma eða skekkjur sem fyrir eru í samfélaginu. Ef gervigreind er notuð til að styðja við ákvarðanir í endurhæfingu eða greiningu, er mikilvægt að vera meðvitaður um mögulega hlutdrægni og tryggja að öll ákvörðunartaka sé byggð á faglegu mati og réttum upplýsingum. • Þegar við vinnum með viðkvæm gögn, sérstaklega í heilbrigðisgeiranum, skiptir höfuðmáli að tryggja öryggi og trúnað. Gervigreind ætti aldrei að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar nema með skýrum öryggisráðstöfunum og í samræmi við lög og reglugerðir um persónuvernd. Margir nýta sér ókeypis spjallmenni en það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því að ef varan kostar okkur ekkert, þá erum við sjálf líklega varan. Við höfum þegar séð dæmi um að gervigreindarkerfi geymi gögn og noti þau áfram - jafnvel án skýrrar vitundar notenda. Þetta er ekki bara spurning um öryggi heldur einnig um ábyrgð, sérstaklega ef óafvitandi er verið að miðla viðkvæmum upplýsingum eða efni sem er höfundaréttavarið. Mannleg samskipti hjartað í endurhæfingu Þrátt fyrir alla heimsins möguleika gervigreindar er það eitt sem hún getur aldrei leyst af hólmi og það eru mannleg samskipti. Þegar kemur að endurhæfingu eru traust, samkennd og raunveruleg tenging við skjólstæðinga það sem skiptir mestu máli. Gervigreind getur stutt við starfsfólk og gert vinnuflæði skilvirkara en hún getur ekki veitt þann hlýja stuðning og það innsæi sem aðeins manneskjur geta gefið hver annarri. Þess vegna er lykilatriði að við notum gervigreind til að styðja við mannleg tengsl – en ekki til að skipta þeim út. Þau verða alltaf hjartað í allri endurhæfingu. Það eru mörg tækifæri til að nýta gervigreindina í endurhæfingu – sem og reyndar í allri heilbrigðisþjónustu. Með því að nýta gervigreindina skynsamlega getum við aukið gæði þjónustunnar og bætt upplifun skjólstæðinga okkar af endurhæfingarferlinu. Lokinu af töfrakistunni hefur verið lyft og tækifærin sem blasa við eru mörg. Göngum hægt um gleðinnar dyr og gerum það af ábyrgð og með gagnrýna hugsun að leiðarljósi. Höfundur er iðjuþjálfi á Reykjalund, meistaranemi í Digital Health við HR og aðjúnkt við HA.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun