Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar 18. febrúar 2025 09:01 Ferðakostnaður barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert. ÍSÍ heldur utan um Ferðasjóð íþróttafélaga en úr sjóðnum er úthlutað styrkjum vegna kostnaðar við ferðir þeirra sem íþróttir stunda. ÍSÍ hefur bent á að framlag úr ríkissjóði til ferðasjóðsins hefur ekki fylgt verðlagi og farið fram á að úr því verði bætt. Hér að neðan sjá lesendur svart á hvítu hvernig sjóðurinn hefur þróast frá árinu 2019. Á árinu 2019 var úthlutað 127 milljónum króna úr sjóðnum en alls bárust 264 umsóknir um styrki vegna 2.928 ferða á styrkhæf mót innanlands í 23 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 492.199.559 kr. samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÍSÍ. Árið 2023 var úthlutað 123,9 milljónir króna en það ár bárust sjóðnum 243 umsóknir um styrki vegna 2.949 ferða í 25 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 653.006.285 kr. en umsækjendur skrá einungis beinan ferðakostnað í umsóknir, ekki gistingu eða uppihald. Þess má geta að skráður gistikostnaður, sem er valkvæð skráning í umsóknir til sjóðsins, var ríflega 97 milljónir króna. Úthlutunarféð úr Ferðasjóði íþróttafélaga hefur því lækkað um 3,1 milljón króna á sama tíma og sótt er um rúmlega 160 milljón krónum meira en fjórum árum áður. Og hér er ekki tekið tillit til verðlagsþróunar en vakin skal athygli á því að á árunum 2019-2023 var meðalverðbólga á Íslandi um 5,6% og fór nær 10% þegar verst lét. Hér er því um talsverða rýrnun á ferðasjóðinum að ræða. Mikilvægi íþrótta- og tómstundarstarfs Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er einn af hornsteinum hvers samfélags og jákvæð áhrif þess á heilbrigði æskunnar verða seint ofmetin. Mikil sjálfboðavinna liggur að baki starfi íþróttafélaga, bæði stjórnenda og foreldra, og er sá þáttur ómetanlegur bæði félagslega og fjárhagslega. Ferðakostnaður íþrótta- og tómstundafélaga á landsbyggðinni er í mörgum tilvikum ansi þungur baggi að bera og eru dæmi um að ferðakostnaður hjá fjölskyldu með tvö börn í tveimur íþróttagreinum sé á milli 700-800 þúsund ári. Þar við bætast æfingagjöld, þannig að samanlagður kostnaður fjölskyldunnar í þessu dæmi nemur líklega um eða yfir einni milljón króna. Svo íþyngjandi er ferðakostnaður ungra iðkenda á landsbyggðinni að þau eru sum hver byrjuð að sleppa sumum ferðum og alls ekki allar fjölskyldur með börn á aldrinum 11-14 ára hafa ráð á því að leyfa þeim að stunda fleiri en eina íþróttagrein eða taka þátt í því tómstundastarfi sem hugur þeirra stendur til. Öllum má ljóst vera að félögin róa stöðugan lífróður og ekkert má út af bregða í fjáröflun félaga og foreldra eigi þau að geta haldið áfram að ferðast á leiki eða mót fjarri heimabyggð. Samstillt átak Rýrnun Ferðasjóðs íþróttafélaga leggst þyngst á fólkið sem býr utan höfuðborgarsvæðisins og því er óhætt að fullyrða að hér sé einfaldlega um að ræða ósanngjarnan landsbyggðarskatt að ræða. Brýn þörf er á því að ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki taki höndum saman í samstilltu átaki um að styðja við bakið á íþrótta- og tómstundarfélög í þessum vanda. Ríkið þarf að ríða á vaðið og hækka framlög í Ferðasjóð íþróttafélaga og það strax á næsta ári. Hugmyndir hafa verið á sveimi um að veita íþróttafélögum loftbrúarstuðning sem gæti lækkað flugfargjöld fyrir iðkendur um 40%. Það væri einnig gott fyrsta skref. Öll hljótum við að vera sammála um að endalausar fjáraflanir ungs íþróttafólks og fjölskyldna þeirra á samskiptamiðlum eru engin framtíðarlausn. Ísland hlýtur að geta boðið upp á betri leiðir til að byggja upp heilbrigða æsku – framtíð þessa lands. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna ÍSÍ Heimir Örn Árnason Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðakostnaður barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert. ÍSÍ heldur utan um Ferðasjóð íþróttafélaga en úr sjóðnum er úthlutað styrkjum vegna kostnaðar við ferðir þeirra sem íþróttir stunda. ÍSÍ hefur bent á að framlag úr ríkissjóði til ferðasjóðsins hefur ekki fylgt verðlagi og farið fram á að úr því verði bætt. Hér að neðan sjá lesendur svart á hvítu hvernig sjóðurinn hefur þróast frá árinu 2019. Á árinu 2019 var úthlutað 127 milljónum króna úr sjóðnum en alls bárust 264 umsóknir um styrki vegna 2.928 ferða á styrkhæf mót innanlands í 23 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 492.199.559 kr. samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÍSÍ. Árið 2023 var úthlutað 123,9 milljónir króna en það ár bárust sjóðnum 243 umsóknir um styrki vegna 2.949 ferða í 25 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var 653.006.285 kr. en umsækjendur skrá einungis beinan ferðakostnað í umsóknir, ekki gistingu eða uppihald. Þess má geta að skráður gistikostnaður, sem er valkvæð skráning í umsóknir til sjóðsins, var ríflega 97 milljónir króna. Úthlutunarféð úr Ferðasjóði íþróttafélaga hefur því lækkað um 3,1 milljón króna á sama tíma og sótt er um rúmlega 160 milljón krónum meira en fjórum árum áður. Og hér er ekki tekið tillit til verðlagsþróunar en vakin skal athygli á því að á árunum 2019-2023 var meðalverðbólga á Íslandi um 5,6% og fór nær 10% þegar verst lét. Hér er því um talsverða rýrnun á ferðasjóðinum að ræða. Mikilvægi íþrótta- og tómstundarstarfs Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er einn af hornsteinum hvers samfélags og jákvæð áhrif þess á heilbrigði æskunnar verða seint ofmetin. Mikil sjálfboðavinna liggur að baki starfi íþróttafélaga, bæði stjórnenda og foreldra, og er sá þáttur ómetanlegur bæði félagslega og fjárhagslega. Ferðakostnaður íþrótta- og tómstundafélaga á landsbyggðinni er í mörgum tilvikum ansi þungur baggi að bera og eru dæmi um að ferðakostnaður hjá fjölskyldu með tvö börn í tveimur íþróttagreinum sé á milli 700-800 þúsund ári. Þar við bætast æfingagjöld, þannig að samanlagður kostnaður fjölskyldunnar í þessu dæmi nemur líklega um eða yfir einni milljón króna. Svo íþyngjandi er ferðakostnaður ungra iðkenda á landsbyggðinni að þau eru sum hver byrjuð að sleppa sumum ferðum og alls ekki allar fjölskyldur með börn á aldrinum 11-14 ára hafa ráð á því að leyfa þeim að stunda fleiri en eina íþróttagrein eða taka þátt í því tómstundastarfi sem hugur þeirra stendur til. Öllum má ljóst vera að félögin róa stöðugan lífróður og ekkert má út af bregða í fjáröflun félaga og foreldra eigi þau að geta haldið áfram að ferðast á leiki eða mót fjarri heimabyggð. Samstillt átak Rýrnun Ferðasjóðs íþróttafélaga leggst þyngst á fólkið sem býr utan höfuðborgarsvæðisins og því er óhætt að fullyrða að hér sé einfaldlega um að ræða ósanngjarnan landsbyggðarskatt að ræða. Brýn þörf er á því að ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki taki höndum saman í samstilltu átaki um að styðja við bakið á íþrótta- og tómstundarfélög í þessum vanda. Ríkið þarf að ríða á vaðið og hækka framlög í Ferðasjóð íþróttafélaga og það strax á næsta ári. Hugmyndir hafa verið á sveimi um að veita íþróttafélögum loftbrúarstuðning sem gæti lækkað flugfargjöld fyrir iðkendur um 40%. Það væri einnig gott fyrsta skref. Öll hljótum við að vera sammála um að endalausar fjáraflanir ungs íþróttafólks og fjölskyldna þeirra á samskiptamiðlum eru engin framtíðarlausn. Ísland hlýtur að geta boðið upp á betri leiðir til að byggja upp heilbrigða æsku – framtíð þessa lands. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs á Akureyri.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar