Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. febrúar 2025 19:09 Albert Jónsson segir vendingar í alþjóðamálunum ekki koma til með að hafa áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir það morgunljóst að varanlegum friði í Úkraínu verði ekki komið á án aðkomu Úkraínumanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Fyrst og fremst könnunarleiðangur Ráða megi það úr ummælum Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á dögunum að fundur hans og Sergejs Lavrov utanríkisráðherra Rússland í Sádí-Arabíu á morgun sé fyrst og fremst könnunarviðræður til að reyna á það hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi raunverulegan vilja til að hefja friðarviðræður. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu og eiginkona hans eru stödd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í opinberri heimsókn. Þrátt fyrir nálægðina við fundarstað Rússlands og Bandaríkjanna hefur hann ekki fengið boð. „Rússar hafa ekki lagt margt jákvætt til málanna að svo komnu en við skulum sjá til,“ sagði Albert í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bandaríkjamenn draga úr umsvifum sínum í Evrópu Albert segir spennu í samskiptum ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu greinilega og að það sé helst tvennt sem henni valdi. „Annars vegar er þetta tal um að Evrópuríkin verði ekki með í viðræðum um Úkraínu, hins vegar er veruleg breyting orðin í alþjóðakerfinu sem birtist í því að athygli og atorka Bandaríkjanna muni í síauknum mæli færast til Asíu, Kyrrahafs. Þar er það Kína sem er annað valdamesta ríkið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu nær það athygli Bandaríkjanna. Þessi breyting á alþjóðakerfinu leiðir til þess að Bandaríkjamenn vilji draga úr þáttöku í vörnum Evrópu vegna þess að þeir vilja einbeita sér að Kyrrahafinu,“ segir hann. „Þeir eru ekki að fara úr Evrópu. Þeir eru ekki að yfirgefa NATO en þeir vilja draga verulega úr og það þýðir að Evrópuríkin þurfa verulega að taka sig á í varnarmálum,“ segir Albert. Ísland enn landfræðilega mikilvægt Hvaða áhrif hefur þetta á Ísland? „Að mínu mati hefur það að Bandaríkin dragi úr umsvifum sínum í Evrópu ekki áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Það hefur margt breyst en það tengist áfram lykilhagsmunum Bandaríkjanna, öryggishagsmuna Bandaríkjanna á norðurslóðum,“ segir Albert. Landfræðileg lega Íslands sé enn mikilvæg í augum ráðamanna í Hvíta húsinu. NATO Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir það morgunljóst að varanlegum friði í Úkraínu verði ekki komið á án aðkomu Úkraínumanna. Utanríkisráðherra Rússlands fundar með fulltrúa Bandaríkjanna á morgun og segir ekki koma til greina að hleypa Evrópu að samningaborðinu. Úkraínuforseti segir að þjóð hans muni ekki samþykkja niðurstöður friðarviðræðna sem hún taki ekki þátt í. Fyrst og fremst könnunarleiðangur Ráða megi það úr ummælum Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á dögunum að fundur hans og Sergejs Lavrov utanríkisráðherra Rússland í Sádí-Arabíu á morgun sé fyrst og fremst könnunarviðræður til að reyna á það hvort Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafi raunverulegan vilja til að hefja friðarviðræður. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu og eiginkona hans eru stödd í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í opinberri heimsókn. Þrátt fyrir nálægðina við fundarstað Rússlands og Bandaríkjanna hefur hann ekki fengið boð. „Rússar hafa ekki lagt margt jákvætt til málanna að svo komnu en við skulum sjá til,“ sagði Albert í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bandaríkjamenn draga úr umsvifum sínum í Evrópu Albert segir spennu í samskiptum ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu greinilega og að það sé helst tvennt sem henni valdi. „Annars vegar er þetta tal um að Evrópuríkin verði ekki með í viðræðum um Úkraínu, hins vegar er veruleg breyting orðin í alþjóðakerfinu sem birtist í því að athygli og atorka Bandaríkjanna muni í síauknum mæli færast til Asíu, Kyrrahafs. Þar er það Kína sem er annað valdamesta ríkið í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu nær það athygli Bandaríkjanna. Þessi breyting á alþjóðakerfinu leiðir til þess að Bandaríkjamenn vilji draga úr þáttöku í vörnum Evrópu vegna þess að þeir vilja einbeita sér að Kyrrahafinu,“ segir hann. „Þeir eru ekki að fara úr Evrópu. Þeir eru ekki að yfirgefa NATO en þeir vilja draga verulega úr og það þýðir að Evrópuríkin þurfa verulega að taka sig á í varnarmálum,“ segir Albert. Ísland enn landfræðilega mikilvægt Hvaða áhrif hefur þetta á Ísland? „Að mínu mati hefur það að Bandaríkin dragi úr umsvifum sínum í Evrópu ekki áhrif á varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. Það hefur margt breyst en það tengist áfram lykilhagsmunum Bandaríkjanna, öryggishagsmuna Bandaríkjanna á norðurslóðum,“ segir Albert. Landfræðileg lega Íslands sé enn mikilvæg í augum ráðamanna í Hvíta húsinu.
NATO Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira