Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. febrúar 2025 22:42 Albert Guðmundsson er fyrrverandi formaður Heimdallar og formaður Varðar. Fundarstjóri umdeilds fundar Heimdallar, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði ekkert til í „grófum ásökunum“ um fundarstjórn hans. Honum þyki leitt ef öguð fundarstjórn hans hafi skilist sem dónaskapur. „Á fundi stjórnar kjördæmisráðsins, gaf ég skýrslu og fór yfir atburðarás fundarins, en fundurinn rataði í fréttirnar í vikunni. Þar voru hafðar uppi grófar ásakanir og rangfærslur um störf mín á fundinum,“ skrifar Albert Guðmundsson, formaður Varðar , fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á Facebook síðu sinni. Hann var fundarstjóri fundar Heimdallar þar sem kosið var um hverjir fulltrúar félagsins yrðu á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Einn viðmælenda Vísis, sem jafnframt sat fundinn, fór með alvarlegar rangfærslur í samtali við fréttamann, sem ég tel mér skylt að leiðrétta,“ skrifar Albert. Albert vitnar þar í viðtal tekið við Birtu Karenu Tryggvadóttur, hagfræðing og stjórnarmann í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hún gerði athugasemd við fundarstjórn, sagði fólk ekki hafa fengið að koma inn á fundinn né koma með breytingartillögur ásamt því að mælendaskrá hafi ekki verið virt. „Í fyrsta lagi hélt hún því fram að félagsmenn hafi ekki fengið að koma inn á fundinn. Það er alfarið rangt, enda var engum meinaður aðgangur að fundinum. Hið rétta er að röð hafði myndast í innritun og enn voru aðilar í röð þegar fundurinn átti að hefjast. Með hliðsjón af því var tekin ákvörðun um að fresta setningu fundarins, sem átti að hefjast kl. 14:00, um nokkrar mínútur. Ekki var unnt að fresta honum mikið lengur af virðingu við tíma þeirra fundargesta sem mættu á réttum tíma. Áfram var þó haldið að innrita gesti eftir að fundur var settur,“ skrifar Albert. Hann segir alla þá sem mættu á réttum tíma hafi náð að kjósa og þætti honum miður að þeir sem komu eftir að fundur hófst hafi ekki náð að kjósa. Albert segir það einnig rangt að fundargestir hafi ekki fengið að leggja fram breytingartillögur. „Í upphafi fundarins óskaði ég eftir því við fundarmenn að þeir héldu almennum umræðum í lágmarki, forðuðust að fara í manngreinarálit um einstaka nöfn í tillögu stjórnar og haga frekar máli sínu þannig að leggja fram beinar tillögur. Á engum tímapunkti á fundinum, gaf nokkur fundargestur það einu sinni í skyn að önnur heildstæð tillaga eða breytingartillaga við tillögu stjórnar, lægi fyrir fundinum,“ skrifar Albert. Þá hafi tvisvar sinnum verið færður rökstuðningur stjórnar fyrir vali á landsfundarfulltrúum félagsins. Það er ólíkt því sem Birta Karen sagði en hún sagði það sérstakt að fólk hefði ekki fengið að koma með breytingartillögur eða verða við beiðni fundarmanna um rökstuðnings stjórnar á valinu. Albert viðurkennir að hafa haldið uppi „agaðri fundarstjórn.“ Einhverjir hafi kvartað yfir dónaskap af hans hálfu og þykir honum leitt ef einhverjir hafi upplifað það. Hins vegar taldi hann ákvörðunina að stöðva umræður hárrétta og var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. „Ég vona að við getum nú lokað þessum kafla, mætt með gleði og jákvæðni inn á landsfund, skert á stefnunni og komið sameinuð af fundi,“ skrifar Albert. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
„Á fundi stjórnar kjördæmisráðsins, gaf ég skýrslu og fór yfir atburðarás fundarins, en fundurinn rataði í fréttirnar í vikunni. Þar voru hafðar uppi grófar ásakanir og rangfærslur um störf mín á fundinum,“ skrifar Albert Guðmundsson, formaður Varðar , fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á Facebook síðu sinni. Hann var fundarstjóri fundar Heimdallar þar sem kosið var um hverjir fulltrúar félagsins yrðu á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Einn viðmælenda Vísis, sem jafnframt sat fundinn, fór með alvarlegar rangfærslur í samtali við fréttamann, sem ég tel mér skylt að leiðrétta,“ skrifar Albert. Albert vitnar þar í viðtal tekið við Birtu Karenu Tryggvadóttur, hagfræðing og stjórnarmann í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hún gerði athugasemd við fundarstjórn, sagði fólk ekki hafa fengið að koma inn á fundinn né koma með breytingartillögur ásamt því að mælendaskrá hafi ekki verið virt. „Í fyrsta lagi hélt hún því fram að félagsmenn hafi ekki fengið að koma inn á fundinn. Það er alfarið rangt, enda var engum meinaður aðgangur að fundinum. Hið rétta er að röð hafði myndast í innritun og enn voru aðilar í röð þegar fundurinn átti að hefjast. Með hliðsjón af því var tekin ákvörðun um að fresta setningu fundarins, sem átti að hefjast kl. 14:00, um nokkrar mínútur. Ekki var unnt að fresta honum mikið lengur af virðingu við tíma þeirra fundargesta sem mættu á réttum tíma. Áfram var þó haldið að innrita gesti eftir að fundur var settur,“ skrifar Albert. Hann segir alla þá sem mættu á réttum tíma hafi náð að kjósa og þætti honum miður að þeir sem komu eftir að fundur hófst hafi ekki náð að kjósa. Albert segir það einnig rangt að fundargestir hafi ekki fengið að leggja fram breytingartillögur. „Í upphafi fundarins óskaði ég eftir því við fundarmenn að þeir héldu almennum umræðum í lágmarki, forðuðust að fara í manngreinarálit um einstaka nöfn í tillögu stjórnar og haga frekar máli sínu þannig að leggja fram beinar tillögur. Á engum tímapunkti á fundinum, gaf nokkur fundargestur það einu sinni í skyn að önnur heildstæð tillaga eða breytingartillaga við tillögu stjórnar, lægi fyrir fundinum,“ skrifar Albert. Þá hafi tvisvar sinnum verið færður rökstuðningur stjórnar fyrir vali á landsfundarfulltrúum félagsins. Það er ólíkt því sem Birta Karen sagði en hún sagði það sérstakt að fólk hefði ekki fengið að koma með breytingartillögur eða verða við beiðni fundarmanna um rökstuðnings stjórnar á valinu. Albert viðurkennir að hafa haldið uppi „agaðri fundarstjórn.“ Einhverjir hafi kvartað yfir dónaskap af hans hálfu og þykir honum leitt ef einhverjir hafi upplifað það. Hins vegar taldi hann ákvörðunina að stöðva umræður hárrétta og var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. „Ég vona að við getum nú lokað þessum kafla, mætt með gleði og jákvæðni inn á landsfund, skert á stefnunni og komið sameinuð af fundi,“ skrifar Albert.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira