Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 14. febrúar 2025 18:31 Ríkisstjórnin er búin að setja aðild að Evrópusambandinu (ESB) á dagskrá og leggur til að þjóðin fái að kjósa um hvort að taka eigi upp og ljúka samningaviðræðum Íslands við ESB og því mikilvægt að sem flestir byrji að kynna sér kosti og galla við inngöngu Íslands í ESB. Ísland fékk formlega stöðu umsóknarríkis (candidate status) í júlí árið 2010 en fyrstu mánuðirnir fóru í að bera saman löggjöf Íslands og ESB löggjöfina (acquis). Í framhaldi hófust formlegar aðildarviðræður. Á því eina og hálfa ári sem viðræðurnar stóðu yfir voru 27 málefnakaflar af þeim 33 sem undir eru í viðræðunum opnaðir og ræddir. Ekki náðist á þessum tíma að byrja að ræða af mikilli alvöru um það sem flestir telja helstu álitamálin; sjávarútveg, gjaldmiðilsmál, landbúnað, byggðastefnu og utanríkismálin. Þess ber að geta að uppygging viðræðanna gerði ráð fyrir að endað yrði á erfiðustu málunum. Í umræðu hér á landi er algengt að ræða um stöðu efnahagsmála innan ESB í heild sinni og vinna þá með meðaltöl allra aðildarríkja sambandsins sem gefur ákveðan mynd af stöðu sambandsins en mjög takmarkaða mynd af stöðu einstakra ríkja innan þess og hvernig þeim farnast í efnahagssamstarfinu. Mun gleggri mynd getur fengist með því að skoða hvernig einstökum smáríkjum gengur að fóta sig í efnahagsumhverfi sambandsins og reyna að draga ályktanir út frá þeirri reynslu og máta Ísland inn í þann veruleika. Flest aðildarrríkin hafa tekið upp evruna (20 ríki) meðan önnur eru tengd evrunni í gegnum sérstakt samkomulag (ERM II, 2 ríki) og þriðji hópurinn annað hvort ætlar ekki að taka upp evruna (1 ríki) eða uppfyllir ekki Maastricht skilyrðin fyrir upptöku evrunnar (4 ríki). Í þessu sambandi er athyglisvert að bera saman nokkur smáríki ESB og stöðuna á nokkrum efnahagsmælikvörðum. Ég hef valið smáríki innan ESB sem eru hvað næst okkur landfræðilega, hvað líkust okkur efnahagslega, menningarlega og út frá stjórnsskipulagi. Fyrst ber að nefna þrjú af sex stofnríkjum sambandsins (1957) Benelúxlöndin, Belgíu, Holland og Lúxemborg (öll með evruna). Þá Danmörku (með krónu tengda evru) og Írland (með evru) sem gengu inn í sambandið í fyrstu bylgju stækkunnar sambandsins árið 1973. Síðan í fjórðu stækkun sambandsins árið 1995 töldu Finnland (með evru), Svíþjóð (með krónu) og Austurríki (með evru) sér best borgið með aðild. Taflan hér að neðan sýnir stöðuna á nokkrum efnahagsmælikvörðum þessara smáríkja auk Íslands í byrjun janúar 2025 (þessar tölur eru birtar með fyrirvara) en ættu að gefa nokkuð rétta mynd af stöðunni. Í fyrsta lagi sker Ísland sig verulega úr að því leiti að verðbólga er hér á landi er mun hærri en í samanburðarríkjunum og hefur líka verið þrálátari. Öll ríkin nema Holland (3.2%) og Belgía (3.1%) eru vel undir verðbólgumarkmiðum Seðlanka Íslands um 2.5% verðbólgu. Í annan stað eru stýrivextir á Íslandi margfalt hærri en í öllum hinum ríkjunum eða yfir 8% á meðan stýrivextir í evruríkjunum eru 2.75% og í Danmörku og Svíþjóð 2.50%, hér munar um ein 6% í vöxtum. Kostnaður almennings og fyrirtækja því mun meiri en í samanburðaríkjunum og samkeppnisstaðan að sama skapi verri. Hvað atvinnuleysi varðar þá er það lægra á Íslandi en hinum ríkjunum sem flestir hafa talið jákvætt fyrir íslenskt samfélag, en þó er lítill munur á atvinnuleysistölum á Íslandi, Hollandi og Írlandi. Hagvöxtur var hærri í flestum þessum ríkjum sambandins hærri en á Íslandi á síðasta ári, en þó voru Finnland, Írland og Austurríki með örlítið lægri hagvöxt en Ísland eins og sést í töflunni. Við sjáum að verg landsframleiðsla á hvern íbúa út frá kaupmáttarjöfnuði er langhæst hjá Írum og í Lúxemborg og gefur til kynna að kaupmáttur almennings sé þar mestur af þessum ríkjum, en hvað lægstur hjá Finnum. Ísland er á svipuðum slóðum og Belgía, Svíþjóð, Danmörk og Holland. Land Stýrivextir (europa.eu, 2024) Verðbólga (europa.eu, 2024) Atvinnuleysi (europa.eu, 2024) Hagvöxtur (Statistica, 2024) Verg landsframleiðsla á mann út frá kaupmáttarjöfnuði (IMF, 2024) Svíþjóð 2.50 1.0 8.0 1.0 72.000 Danmörk 2.50 1.9 6.4 2.0 83.500 Holland 2.75 3.2 3.7 0.6 81.500 Belgía 2.75 3.1 5.5 1.1 73.200 Finnland 2.75 0.7 8.6 0 64.700 Írland 2.75 1.0 4.1 -0.2 127.700 Ísland 8.50 4.6 3.5 0.5 78.800 Lúxemborg 2.75 1.0 5.9 1.2 151.100 Austurríki 2.75 1.9 5.5 -0.6 73.000 Þetta eru ekki einu mælikvarðarnir sem hægt er að nota til að meta efnahagsástand og velferð innan ríkja eða ríkjasambanda. Skuldastaða ríkissjóðs Íslands væri mælikvarði sem kæmi líklega nokkuð vel út í sambanburði við þessi ríki. Einnig er rétt að hafa í huga að þetta er (punktstaða í tíma) en þessi punktstaða segir þó ákveðna sögu. Fróðlegt væri að sjá þessa mælikvarða teygða á síðustu 30 ár fyrir hvert og eitt ríki en ekki var heiglum hent að finna eða taka saman þá tölfræði. Höfundur er háskólakennari í HR og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er búin að setja aðild að Evrópusambandinu (ESB) á dagskrá og leggur til að þjóðin fái að kjósa um hvort að taka eigi upp og ljúka samningaviðræðum Íslands við ESB og því mikilvægt að sem flestir byrji að kynna sér kosti og galla við inngöngu Íslands í ESB. Ísland fékk formlega stöðu umsóknarríkis (candidate status) í júlí árið 2010 en fyrstu mánuðirnir fóru í að bera saman löggjöf Íslands og ESB löggjöfina (acquis). Í framhaldi hófust formlegar aðildarviðræður. Á því eina og hálfa ári sem viðræðurnar stóðu yfir voru 27 málefnakaflar af þeim 33 sem undir eru í viðræðunum opnaðir og ræddir. Ekki náðist á þessum tíma að byrja að ræða af mikilli alvöru um það sem flestir telja helstu álitamálin; sjávarútveg, gjaldmiðilsmál, landbúnað, byggðastefnu og utanríkismálin. Þess ber að geta að uppygging viðræðanna gerði ráð fyrir að endað yrði á erfiðustu málunum. Í umræðu hér á landi er algengt að ræða um stöðu efnahagsmála innan ESB í heild sinni og vinna þá með meðaltöl allra aðildarríkja sambandsins sem gefur ákveðan mynd af stöðu sambandsins en mjög takmarkaða mynd af stöðu einstakra ríkja innan þess og hvernig þeim farnast í efnahagssamstarfinu. Mun gleggri mynd getur fengist með því að skoða hvernig einstökum smáríkjum gengur að fóta sig í efnahagsumhverfi sambandsins og reyna að draga ályktanir út frá þeirri reynslu og máta Ísland inn í þann veruleika. Flest aðildarrríkin hafa tekið upp evruna (20 ríki) meðan önnur eru tengd evrunni í gegnum sérstakt samkomulag (ERM II, 2 ríki) og þriðji hópurinn annað hvort ætlar ekki að taka upp evruna (1 ríki) eða uppfyllir ekki Maastricht skilyrðin fyrir upptöku evrunnar (4 ríki). Í þessu sambandi er athyglisvert að bera saman nokkur smáríki ESB og stöðuna á nokkrum efnahagsmælikvörðum. Ég hef valið smáríki innan ESB sem eru hvað næst okkur landfræðilega, hvað líkust okkur efnahagslega, menningarlega og út frá stjórnsskipulagi. Fyrst ber að nefna þrjú af sex stofnríkjum sambandsins (1957) Benelúxlöndin, Belgíu, Holland og Lúxemborg (öll með evruna). Þá Danmörku (með krónu tengda evru) og Írland (með evru) sem gengu inn í sambandið í fyrstu bylgju stækkunnar sambandsins árið 1973. Síðan í fjórðu stækkun sambandsins árið 1995 töldu Finnland (með evru), Svíþjóð (með krónu) og Austurríki (með evru) sér best borgið með aðild. Taflan hér að neðan sýnir stöðuna á nokkrum efnahagsmælikvörðum þessara smáríkja auk Íslands í byrjun janúar 2025 (þessar tölur eru birtar með fyrirvara) en ættu að gefa nokkuð rétta mynd af stöðunni. Í fyrsta lagi sker Ísland sig verulega úr að því leiti að verðbólga er hér á landi er mun hærri en í samanburðarríkjunum og hefur líka verið þrálátari. Öll ríkin nema Holland (3.2%) og Belgía (3.1%) eru vel undir verðbólgumarkmiðum Seðlanka Íslands um 2.5% verðbólgu. Í annan stað eru stýrivextir á Íslandi margfalt hærri en í öllum hinum ríkjunum eða yfir 8% á meðan stýrivextir í evruríkjunum eru 2.75% og í Danmörku og Svíþjóð 2.50%, hér munar um ein 6% í vöxtum. Kostnaður almennings og fyrirtækja því mun meiri en í samanburðaríkjunum og samkeppnisstaðan að sama skapi verri. Hvað atvinnuleysi varðar þá er það lægra á Íslandi en hinum ríkjunum sem flestir hafa talið jákvætt fyrir íslenskt samfélag, en þó er lítill munur á atvinnuleysistölum á Íslandi, Hollandi og Írlandi. Hagvöxtur var hærri í flestum þessum ríkjum sambandins hærri en á Íslandi á síðasta ári, en þó voru Finnland, Írland og Austurríki með örlítið lægri hagvöxt en Ísland eins og sést í töflunni. Við sjáum að verg landsframleiðsla á hvern íbúa út frá kaupmáttarjöfnuði er langhæst hjá Írum og í Lúxemborg og gefur til kynna að kaupmáttur almennings sé þar mestur af þessum ríkjum, en hvað lægstur hjá Finnum. Ísland er á svipuðum slóðum og Belgía, Svíþjóð, Danmörk og Holland. Land Stýrivextir (europa.eu, 2024) Verðbólga (europa.eu, 2024) Atvinnuleysi (europa.eu, 2024) Hagvöxtur (Statistica, 2024) Verg landsframleiðsla á mann út frá kaupmáttarjöfnuði (IMF, 2024) Svíþjóð 2.50 1.0 8.0 1.0 72.000 Danmörk 2.50 1.9 6.4 2.0 83.500 Holland 2.75 3.2 3.7 0.6 81.500 Belgía 2.75 3.1 5.5 1.1 73.200 Finnland 2.75 0.7 8.6 0 64.700 Írland 2.75 1.0 4.1 -0.2 127.700 Ísland 8.50 4.6 3.5 0.5 78.800 Lúxemborg 2.75 1.0 5.9 1.2 151.100 Austurríki 2.75 1.9 5.5 -0.6 73.000 Þetta eru ekki einu mælikvarðarnir sem hægt er að nota til að meta efnahagsástand og velferð innan ríkja eða ríkjasambanda. Skuldastaða ríkissjóðs Íslands væri mælikvarði sem kæmi líklega nokkuð vel út í sambanburði við þessi ríki. Einnig er rétt að hafa í huga að þetta er (punktstaða í tíma) en þessi punktstaða segir þó ákveðna sögu. Fróðlegt væri að sjá þessa mælikvarða teygða á síðustu 30 ár fyrir hvert og eitt ríki en ekki var heiglum hent að finna eða taka saman þá tölfræði. Höfundur er háskólakennari í HR og hefur í tæp 20 ár kennt evrópufræði, stefnumótun, samningatækni og rekstur og sjálfbærni í sjávarútvegi.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar