Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Valur Páll Eiríksson skrifar 14. febrúar 2025 09:31 Björn Kristjánsson sneri aftur á völlinn í haust eftir um tveggja ára pásu frá körfubolta vegna veikinda. Hann fékk nýra frá móður sinni eftir að nýru hans gáfu sig. Vísir/Einar Körfuboltamaðurinn Björn Kristjánsson sneri aftur á körfuboltavöllinn í haust eftir mikil veikindi sem leiddu til þess að móðir hans gaf honum nýra. Hún fékk eiginlegt úrslitavald yfir því hvort hann sneri aftur en hann nýtur sín vel og stefnir á Íslandsmeistaratitil í vor. „Ég greindist með nýrnasjúkdóm 2017, minnir mig, sem virkar bara þannig að hægt og rólega hætta nýrun að virka,“ segir Björn sem er með svokallaða IgA-nýrnabilun. Líkt og hann segir leiðir sjúkdómurinn til þess að nýrun gefi sig en breytilegt er hversu hratt ferlið er. Sumarið 2022 fékk Björn þau skilaboð að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur næstu fimm árin eða svo. Aðeins örfáum mánuðum síðar hafði ferlinu hraðað mjög. „Það var eiginlega mesta höggið. Til að byrja með. Þetta var mikill rússibani líka. Ég kem heim frá Köben sumarið 2022, fer til læknis og fer í prufu og þetta leit ekki nógu vel út. Ég fæ skilaboðin að þetta sé síðasta tímabilið, þegar ég hélt að ég ætti nokkur tímabil eftir. Svo tveimur vikum eftir það var þetta bara búið. Nýrun hættu að virka mjög hratt þarna í lokin,“ segir Björn í samtali við Stöð 2. Björn fékk nýra frá móður sinni, Berglindi Steffensen, og sagði körfuboltaferlinum lokið veturinn 2022. Við tók töluvert bataferli. „Ég fer í skipti um hálfu ári seinna, rúmlega. Þetta er einhver tuttugu sentímetra skurður og nýtt líffæri og eitthvað. Auðvitað leið mér betur rétt eftir, því maður er búinn að vera með engin nýru,“ „Maður fann þvílíkan mun. Það var eins og einhver þoka hefði farið úr hausnum á manni. Allt í einu leið manni þokkalega, allavega andlega og þannig séð líkamlega líka. En maður var ennþá að glíma við þrekleysi og er ekki með mikið úthald. Það er eitthvað sem ég er enn að vinna í í dag,“ segir Björn. Mamma fékk að ráða Ekki löngu eftir aðgerðina fékk Björn fregnir af því að mögulegt væri að spila þrátt fyrir nýrnaskipti með sértilgerðri hlíf. Hann var spenntur fyrir því en fjölskyldumeðlimum leist ekki sérlega á blikuna. „Flestir sögðu: Ef þetta gengur, bara flott. Allir vita hversu gaman mér finnst að vera í körfubolta. Foreldrar mínir (voru ekki eins spenntir), eru næst manni og nýrað er úr mömmu þannig að hún fékk næstum því að ákveða þetta. Hún talaði við lækninn minn og lækni í Noregi og þeim leist vel á vörnina,“ segir Björn „Þeir sögðu go for it, þá ákvað ég að gera þetta. Og mamma og pabbi voru ekkert of pirruð, þannig að maður vildi allavega að reyna á þetta,“ segir Björn. Björn setur niður þrist á æfingu Vals.Vísir/Einar Stefnan á titil með Völsurum Stoðtækjafyrirtækið Össur aðstoðaði Björn við gerð slíkrar hlífar, eða nýrnavarnar, og Björn hóf að æfa með KR í haust. Hann tók þátt í örfáum leikjum með liðinu fyrir áramót. Hann skipti svo á lokadegi félagsskiptagluggans, í byrjun febrúar, yfir til Vals þar sem stefnan er skýr. „Ég held að stefnan sé alltaf á titil. Ég held það sé raunhæft markmið.“ Björn verður svo með Völsurum er þeir fara á hans gömlu slóðir í Vesturbæ í kvöld. Valur mætir KR í Vesturbænum í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:30. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og beint í kjölfarið verður umferðin gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi klukkan 21:20. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Björn sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
„Ég greindist með nýrnasjúkdóm 2017, minnir mig, sem virkar bara þannig að hægt og rólega hætta nýrun að virka,“ segir Björn sem er með svokallaða IgA-nýrnabilun. Líkt og hann segir leiðir sjúkdómurinn til þess að nýrun gefi sig en breytilegt er hversu hratt ferlið er. Sumarið 2022 fékk Björn þau skilaboð að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur næstu fimm árin eða svo. Aðeins örfáum mánuðum síðar hafði ferlinu hraðað mjög. „Það var eiginlega mesta höggið. Til að byrja með. Þetta var mikill rússibani líka. Ég kem heim frá Köben sumarið 2022, fer til læknis og fer í prufu og þetta leit ekki nógu vel út. Ég fæ skilaboðin að þetta sé síðasta tímabilið, þegar ég hélt að ég ætti nokkur tímabil eftir. Svo tveimur vikum eftir það var þetta bara búið. Nýrun hættu að virka mjög hratt þarna í lokin,“ segir Björn í samtali við Stöð 2. Björn fékk nýra frá móður sinni, Berglindi Steffensen, og sagði körfuboltaferlinum lokið veturinn 2022. Við tók töluvert bataferli. „Ég fer í skipti um hálfu ári seinna, rúmlega. Þetta er einhver tuttugu sentímetra skurður og nýtt líffæri og eitthvað. Auðvitað leið mér betur rétt eftir, því maður er búinn að vera með engin nýru,“ „Maður fann þvílíkan mun. Það var eins og einhver þoka hefði farið úr hausnum á manni. Allt í einu leið manni þokkalega, allavega andlega og þannig séð líkamlega líka. En maður var ennþá að glíma við þrekleysi og er ekki með mikið úthald. Það er eitthvað sem ég er enn að vinna í í dag,“ segir Björn. Mamma fékk að ráða Ekki löngu eftir aðgerðina fékk Björn fregnir af því að mögulegt væri að spila þrátt fyrir nýrnaskipti með sértilgerðri hlíf. Hann var spenntur fyrir því en fjölskyldumeðlimum leist ekki sérlega á blikuna. „Flestir sögðu: Ef þetta gengur, bara flott. Allir vita hversu gaman mér finnst að vera í körfubolta. Foreldrar mínir (voru ekki eins spenntir), eru næst manni og nýrað er úr mömmu þannig að hún fékk næstum því að ákveða þetta. Hún talaði við lækninn minn og lækni í Noregi og þeim leist vel á vörnina,“ segir Björn „Þeir sögðu go for it, þá ákvað ég að gera þetta. Og mamma og pabbi voru ekkert of pirruð, þannig að maður vildi allavega að reyna á þetta,“ segir Björn. Björn setur niður þrist á æfingu Vals.Vísir/Einar Stefnan á titil með Völsurum Stoðtækjafyrirtækið Össur aðstoðaði Björn við gerð slíkrar hlífar, eða nýrnavarnar, og Björn hóf að æfa með KR í haust. Hann tók þátt í örfáum leikjum með liðinu fyrir áramót. Hann skipti svo á lokadegi félagsskiptagluggans, í byrjun febrúar, yfir til Vals þar sem stefnan er skýr. „Ég held að stefnan sé alltaf á titil. Ég held það sé raunhæft markmið.“ Björn verður svo með Völsurum er þeir fara á hans gömlu slóðir í Vesturbæ í kvöld. Valur mætir KR í Vesturbænum í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:30. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og beint í kjölfarið verður umferðin gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi klukkan 21:20. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Björn sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan.
Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira