Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Valur Páll Eiríksson skrifar 14. febrúar 2025 09:31 Björn Kristjánsson sneri aftur á völlinn í haust eftir um tveggja ára pásu frá körfubolta vegna veikinda. Hann fékk nýra frá móður sinni eftir að nýru hans gáfu sig. Vísir/Einar Körfuboltamaðurinn Björn Kristjánsson sneri aftur á körfuboltavöllinn í haust eftir mikil veikindi sem leiddu til þess að móðir hans gaf honum nýra. Hún fékk eiginlegt úrslitavald yfir því hvort hann sneri aftur en hann nýtur sín vel og stefnir á Íslandsmeistaratitil í vor. „Ég greindist með nýrnasjúkdóm 2017, minnir mig, sem virkar bara þannig að hægt og rólega hætta nýrun að virka,“ segir Björn sem er með svokallaða IgA-nýrnabilun. Líkt og hann segir leiðir sjúkdómurinn til þess að nýrun gefi sig en breytilegt er hversu hratt ferlið er. Sumarið 2022 fékk Björn þau skilaboð að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur næstu fimm árin eða svo. Aðeins örfáum mánuðum síðar hafði ferlinu hraðað mjög. „Það var eiginlega mesta höggið. Til að byrja með. Þetta var mikill rússibani líka. Ég kem heim frá Köben sumarið 2022, fer til læknis og fer í prufu og þetta leit ekki nógu vel út. Ég fæ skilaboðin að þetta sé síðasta tímabilið, þegar ég hélt að ég ætti nokkur tímabil eftir. Svo tveimur vikum eftir það var þetta bara búið. Nýrun hættu að virka mjög hratt þarna í lokin,“ segir Björn í samtali við Stöð 2. Björn fékk nýra frá móður sinni, Berglindi Steffensen, og sagði körfuboltaferlinum lokið veturinn 2022. Við tók töluvert bataferli. „Ég fer í skipti um hálfu ári seinna, rúmlega. Þetta er einhver tuttugu sentímetra skurður og nýtt líffæri og eitthvað. Auðvitað leið mér betur rétt eftir, því maður er búinn að vera með engin nýru,“ „Maður fann þvílíkan mun. Það var eins og einhver þoka hefði farið úr hausnum á manni. Allt í einu leið manni þokkalega, allavega andlega og þannig séð líkamlega líka. En maður var ennþá að glíma við þrekleysi og er ekki með mikið úthald. Það er eitthvað sem ég er enn að vinna í í dag,“ segir Björn. Mamma fékk að ráða Ekki löngu eftir aðgerðina fékk Björn fregnir af því að mögulegt væri að spila þrátt fyrir nýrnaskipti með sértilgerðri hlíf. Hann var spenntur fyrir því en fjölskyldumeðlimum leist ekki sérlega á blikuna. „Flestir sögðu: Ef þetta gengur, bara flott. Allir vita hversu gaman mér finnst að vera í körfubolta. Foreldrar mínir (voru ekki eins spenntir), eru næst manni og nýrað er úr mömmu þannig að hún fékk næstum því að ákveða þetta. Hún talaði við lækninn minn og lækni í Noregi og þeim leist vel á vörnina,“ segir Björn „Þeir sögðu go for it, þá ákvað ég að gera þetta. Og mamma og pabbi voru ekkert of pirruð, þannig að maður vildi allavega að reyna á þetta,“ segir Björn. Björn setur niður þrist á æfingu Vals.Vísir/Einar Stefnan á titil með Völsurum Stoðtækjafyrirtækið Össur aðstoðaði Björn við gerð slíkrar hlífar, eða nýrnavarnar, og Björn hóf að æfa með KR í haust. Hann tók þátt í örfáum leikjum með liðinu fyrir áramót. Hann skipti svo á lokadegi félagsskiptagluggans, í byrjun febrúar, yfir til Vals þar sem stefnan er skýr. „Ég held að stefnan sé alltaf á titil. Ég held það sé raunhæft markmið.“ Björn verður svo með Völsurum er þeir fara á hans gömlu slóðir í Vesturbæ í kvöld. Valur mætir KR í Vesturbænum í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:30. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og beint í kjölfarið verður umferðin gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi klukkan 21:20. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Björn sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
„Ég greindist með nýrnasjúkdóm 2017, minnir mig, sem virkar bara þannig að hægt og rólega hætta nýrun að virka,“ segir Björn sem er með svokallaða IgA-nýrnabilun. Líkt og hann segir leiðir sjúkdómurinn til þess að nýrun gefi sig en breytilegt er hversu hratt ferlið er. Sumarið 2022 fékk Björn þau skilaboð að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur næstu fimm árin eða svo. Aðeins örfáum mánuðum síðar hafði ferlinu hraðað mjög. „Það var eiginlega mesta höggið. Til að byrja með. Þetta var mikill rússibani líka. Ég kem heim frá Köben sumarið 2022, fer til læknis og fer í prufu og þetta leit ekki nógu vel út. Ég fæ skilaboðin að þetta sé síðasta tímabilið, þegar ég hélt að ég ætti nokkur tímabil eftir. Svo tveimur vikum eftir það var þetta bara búið. Nýrun hættu að virka mjög hratt þarna í lokin,“ segir Björn í samtali við Stöð 2. Björn fékk nýra frá móður sinni, Berglindi Steffensen, og sagði körfuboltaferlinum lokið veturinn 2022. Við tók töluvert bataferli. „Ég fer í skipti um hálfu ári seinna, rúmlega. Þetta er einhver tuttugu sentímetra skurður og nýtt líffæri og eitthvað. Auðvitað leið mér betur rétt eftir, því maður er búinn að vera með engin nýru,“ „Maður fann þvílíkan mun. Það var eins og einhver þoka hefði farið úr hausnum á manni. Allt í einu leið manni þokkalega, allavega andlega og þannig séð líkamlega líka. En maður var ennþá að glíma við þrekleysi og er ekki með mikið úthald. Það er eitthvað sem ég er enn að vinna í í dag,“ segir Björn. Mamma fékk að ráða Ekki löngu eftir aðgerðina fékk Björn fregnir af því að mögulegt væri að spila þrátt fyrir nýrnaskipti með sértilgerðri hlíf. Hann var spenntur fyrir því en fjölskyldumeðlimum leist ekki sérlega á blikuna. „Flestir sögðu: Ef þetta gengur, bara flott. Allir vita hversu gaman mér finnst að vera í körfubolta. Foreldrar mínir (voru ekki eins spenntir), eru næst manni og nýrað er úr mömmu þannig að hún fékk næstum því að ákveða þetta. Hún talaði við lækninn minn og lækni í Noregi og þeim leist vel á vörnina,“ segir Björn „Þeir sögðu go for it, þá ákvað ég að gera þetta. Og mamma og pabbi voru ekkert of pirruð, þannig að maður vildi allavega að reyna á þetta,“ segir Björn. Björn setur niður þrist á æfingu Vals.Vísir/Einar Stefnan á titil með Völsurum Stoðtækjafyrirtækið Össur aðstoðaði Björn við gerð slíkrar hlífar, eða nýrnavarnar, og Björn hóf að æfa með KR í haust. Hann tók þátt í örfáum leikjum með liðinu fyrir áramót. Hann skipti svo á lokadegi félagsskiptagluggans, í byrjun febrúar, yfir til Vals þar sem stefnan er skýr. „Ég held að stefnan sé alltaf á titil. Ég held það sé raunhæft markmið.“ Björn verður svo með Völsurum er þeir fara á hans gömlu slóðir í Vesturbæ í kvöld. Valur mætir KR í Vesturbænum í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:30. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og beint í kjölfarið verður umferðin gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi klukkan 21:20. Töluvert fleira kemur fram í viðtalinu við Björn sem má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan.
Bónus-deild karla Valur KR Körfubolti Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira