Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 10:00 Réttindi fatlaðs fólks hafa í gegnum tíðina verið baráttumál en á síðustu áratugum hefur margt áunnist í átt að auknu jafnrétti og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður stendur enn ýmislegt út af borðinu þegar kemur að aðgengi, menntun, atvinnu og félagslegri þátttöku. Árið 2006 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar samning um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), sem Ísland fullgilti árið 2016. Samningurinn kveður á um að allir fatlaðir einstaklingar skuli njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og að ríki skuldbindi sig til að ryðja úr vegi hindrunum sem hindra þátttöku þeirra í samfélaginu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun leggja fram frumvarp á vorþingi um að lögfesta samninginn í heild sinni. Þetta þýðir að íslensk lögregla og dómstólar þurfa að fylgja ákvæðum samningsins og að einstaklingar og stofnanir á Íslandi verða skuldbundin til að tryggja réttindi fatlaðs fólks í samræmi við hann. Aðgengi og sjálfstætt líf Aðgengi er stórt réttindamál. Fatlaðir einstaklingar eiga enn í miklum erfiðleikum með að komast í opinberar byggingar, nota samgöngur og nálgast upplýsingar. Þrátt fyrir lög um algilda hönnun og aðgengi er enn of algengt að hindranir standi í vegi fyrir fullri þátttöku. Á Íslandi eru lögfest lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sem eiga að tryggja réttinn til að lifa sjálfstæðu lífi með viðeigandi stuðningi. Þrátt fyrir það þurfa margir fatlaðir einstaklingar enn að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum sínum. Sjálfstætt líf er lykilatriði í réttindabaráttu fatlaðs fólks, en þeir sem þurfa slíkan stuðning eiga oft erfitt með að fá nægjanlega aðstoð eða húsnæði sem hentar þeirra þörfum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er tekið fram að fjármagna skuli þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem hefur verið lofað. Einnig verður stofnaður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk við aðlögun á húsnæði. Menntun og atvinna Fatlaðir nemendur eiga rétt á námi við sitt hæfi en í raunveruleikanum eru úrræði oft takmörkuð. Sérúrræði eru ekki alltaf aðgengileg og mörgum skólum skortir nægjanlegan stuðning. Atvinnuþátttaka fatlaðs fólks er enn mun minni en ófatlaðra. Þessi staða stafar bæði af fordómum og skorti á stuðningi á vinnumarkaði. Þótt ýmsir styrkir standi fyrirtækjum til boða sem ráða fatlaða einstaklinga til vinnu nægir það oft ekki til að tryggja raunverulega atvinnuþátttöku. Ríkisstjórnin ætlar að styrkja atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og huga sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu. Fordómar og samfélagsleg viðhorf Þrátt fyrir að lagaramminn sé til staðar mæta fatlaðir einstaklingar enn fordómum og hindrunum í samfélaginu. Of oft er ætlast til þess að þeir „aðlagi sig“ að umhverfinu í stað þess að umhverfið sé gert aðgengilegt fyrir alla. Jákvæð viðhorfsbreyting hefur þó átt sér stað ekki síst fyrir tilstilli öflugrar baráttu fatlaðs fólks og stuðningsaðila. Þrátt fyrir miklar framfarir er enn langt í land með að tryggja algjört jafnræði. Mikilvægt er að samfélagið haldi áfram að vinna að jafnri þátttöku allra óháð færni eða fötlun. Þetta krefst bæði pólitískra aðgerða og viðhorfsbreytinga þar sem aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi. Við vitum aldrei hver verður næstur. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Samfylkingin Sameinuðu þjóðirnar Alþingi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Réttindi fatlaðs fólks hafa í gegnum tíðina verið baráttumál en á síðustu áratugum hefur margt áunnist í átt að auknu jafnrétti og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður stendur enn ýmislegt út af borðinu þegar kemur að aðgengi, menntun, atvinnu og félagslegri þátttöku. Árið 2006 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar samning um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), sem Ísland fullgilti árið 2016. Samningurinn kveður á um að allir fatlaðir einstaklingar skuli njóta fullra mannréttinda til jafns við aðra og að ríki skuldbindi sig til að ryðja úr vegi hindrunum sem hindra þátttöku þeirra í samfélaginu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun leggja fram frumvarp á vorþingi um að lögfesta samninginn í heild sinni. Þetta þýðir að íslensk lögregla og dómstólar þurfa að fylgja ákvæðum samningsins og að einstaklingar og stofnanir á Íslandi verða skuldbundin til að tryggja réttindi fatlaðs fólks í samræmi við hann. Aðgengi og sjálfstætt líf Aðgengi er stórt réttindamál. Fatlaðir einstaklingar eiga enn í miklum erfiðleikum með að komast í opinberar byggingar, nota samgöngur og nálgast upplýsingar. Þrátt fyrir lög um algilda hönnun og aðgengi er enn of algengt að hindranir standi í vegi fyrir fullri þátttöku. Á Íslandi eru lögfest lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, sem eiga að tryggja réttinn til að lifa sjálfstæðu lífi með viðeigandi stuðningi. Þrátt fyrir það þurfa margir fatlaðir einstaklingar enn að berjast fyrir sjálfsögðum réttindum sínum. Sjálfstætt líf er lykilatriði í réttindabaráttu fatlaðs fólks, en þeir sem þurfa slíkan stuðning eiga oft erfitt með að fá nægjanlega aðstoð eða húsnæði sem hentar þeirra þörfum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er tekið fram að fjármagna skuli þann fjölda samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem hefur verið lofað. Einnig verður stofnaður aðgengis- og aðlögunarsjóður til að styrkja fatlað fólk við aðlögun á húsnæði. Menntun og atvinna Fatlaðir nemendur eiga rétt á námi við sitt hæfi en í raunveruleikanum eru úrræði oft takmörkuð. Sérúrræði eru ekki alltaf aðgengileg og mörgum skólum skortir nægjanlegan stuðning. Atvinnuþátttaka fatlaðs fólks er enn mun minni en ófatlaðra. Þessi staða stafar bæði af fordómum og skorti á stuðningi á vinnumarkaði. Þótt ýmsir styrkir standi fyrirtækjum til boða sem ráða fatlaða einstaklinga til vinnu nægir það oft ekki til að tryggja raunverulega atvinnuþátttöku. Ríkisstjórnin ætlar að styrkja atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og huga sérstaklega að stöðu þess í menntakerfinu. Fordómar og samfélagsleg viðhorf Þrátt fyrir að lagaramminn sé til staðar mæta fatlaðir einstaklingar enn fordómum og hindrunum í samfélaginu. Of oft er ætlast til þess að þeir „aðlagi sig“ að umhverfinu í stað þess að umhverfið sé gert aðgengilegt fyrir alla. Jákvæð viðhorfsbreyting hefur þó átt sér stað ekki síst fyrir tilstilli öflugrar baráttu fatlaðs fólks og stuðningsaðila. Þrátt fyrir miklar framfarir er enn langt í land með að tryggja algjört jafnræði. Mikilvægt er að samfélagið haldi áfram að vinna að jafnri þátttöku allra óháð færni eða fötlun. Þetta krefst bæði pólitískra aðgerða og viðhorfsbreytinga þar sem aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi. Við vitum aldrei hver verður næstur. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun