Ólympíumeistari í bann til ársins 2031 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2025 07:00 Eric Lamaze með Ólympíugullverðlaun sín sem hann vann á leikunum í Peking árið 2008. Getty/Julian Herbert/ Hestaíþróttamaðurinn Eric Lamaze vann Ólympíugull í Peking árið 2008 en nú má hann ekki koma nálægt íþrótt sinni næstu árin. Hann hefur verið dæmdur í bann til ársins 2031. Hinn 56 ára gamli Lamaze var settur í nýtt fjögurra ára bann í viðbót við annað bann. Hann verður orðinn 63 ára gamall þegar hann má keppa á ný. Þetta varð ljóst eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins, Court of Arbitration for Sport (CAS). Lamaze braut lyfjareglur með því að skrópa í lyfjapróf í Hollandi árið 2021. Hann hafði áður verið dæmdur í bann. Kanadamaðurinn tekur út núverandi bann fyrst en nýja bannið hefst ekki fyrr í september 2027 og stendur þá í fjögur ár. Canadian Olympic champion Eric Lamaze banned from equestrian until 2031.https://t.co/hjSaeM4tqY pic.twitter.com/qzRY1a4Rm4— Toronto Sun (@TheTorontoSun) February 11, 2025 Hann var fyrst dæmdur í bann í október á síðasta ári fyrir að neita að fara í lyfjapróf og falsa læknisgögn um að hann væri með krabbamein. Hann hefur margoft fallið á lyfjaprófi á ferli sinum með kókaín í blóðinu. Hann slapp samt alltaf við langt bann þar sem hann þótti sannað að kókaínneysla hans hjálpaði honum ekki í keppni. Hann missti þó vegna af bæði Ólympíuleikunum í Aþenu 1996 og Ólympíuleikunum i Sydney 2000 eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Lamaze náði ferlinum aftur á strik og hann vann gull í einstaklingskeppni og silfur í liðakeppni í hestaíþróttum á leikunum 2008. Hann vann einnig brons á leikunum í Ríó 2016 og hefur alls tekið þátt í þremur Ólympíuleikum. Kanadamaðurinn hefur líka verið duglegur að koma sér í kast fyrir lögin fyrir fjársvik í kringum sölu á hestum en einnig fyrir að falsa læknisskjöl. Hann hefur fengið dóma í bæði Bandaríkjunum og Kanada. #OnThisDay in 2008, Eric Lamaze won Olympic gold earning Canada its first ever individual gold medal in equestrian.Do you remember this moment? pic.twitter.com/SCqOLfdP48— CBC Sports (@cbcsports) August 21, 2019 Hestaíþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sjá meira
Hinn 56 ára gamli Lamaze var settur í nýtt fjögurra ára bann í viðbót við annað bann. Hann verður orðinn 63 ára gamall þegar hann má keppa á ný. Þetta varð ljóst eftir úrskurð Alþjóða íþróttadómstólsins, Court of Arbitration for Sport (CAS). Lamaze braut lyfjareglur með því að skrópa í lyfjapróf í Hollandi árið 2021. Hann hafði áður verið dæmdur í bann. Kanadamaðurinn tekur út núverandi bann fyrst en nýja bannið hefst ekki fyrr í september 2027 og stendur þá í fjögur ár. Canadian Olympic champion Eric Lamaze banned from equestrian until 2031.https://t.co/hjSaeM4tqY pic.twitter.com/qzRY1a4Rm4— Toronto Sun (@TheTorontoSun) February 11, 2025 Hann var fyrst dæmdur í bann í október á síðasta ári fyrir að neita að fara í lyfjapróf og falsa læknisgögn um að hann væri með krabbamein. Hann hefur margoft fallið á lyfjaprófi á ferli sinum með kókaín í blóðinu. Hann slapp samt alltaf við langt bann þar sem hann þótti sannað að kókaínneysla hans hjálpaði honum ekki í keppni. Hann missti þó vegna af bæði Ólympíuleikunum í Aþenu 1996 og Ólympíuleikunum i Sydney 2000 eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Lamaze náði ferlinum aftur á strik og hann vann gull í einstaklingskeppni og silfur í liðakeppni í hestaíþróttum á leikunum 2008. Hann vann einnig brons á leikunum í Ríó 2016 og hefur alls tekið þátt í þremur Ólympíuleikum. Kanadamaðurinn hefur líka verið duglegur að koma sér í kast fyrir lögin fyrir fjársvik í kringum sölu á hestum en einnig fyrir að falsa læknisskjöl. Hann hefur fengið dóma í bæði Bandaríkjunum og Kanada. #OnThisDay in 2008, Eric Lamaze won Olympic gold earning Canada its first ever individual gold medal in equestrian.Do you remember this moment? pic.twitter.com/SCqOLfdP48— CBC Sports (@cbcsports) August 21, 2019
Hestaíþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sjá meira