Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 10:16 Pétur Ingvarsson gerði Keflavík að bikarmeistara í fyrra. vísir/Vilhelm Pétur Ingvarsson lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Pétur sagði upp störfum hjá Keflavík á mánudaginn. Töluvert hefur verið lagt í leikmannahóp liðsins sem er býsna sterkur á pappír, en gengið hefur verið brösugt og sitja Keflvíkingar sem stendur utan úrslitakeppni í 9. sæti Bónus-deildarinnar. Þó eru aðeins tvö stig upp í 4. sæti – svo jöfn er deildin. Pétur fór að hugsa málin eftir tapið gegn KR á föstudagskvöldið. „Ég byrjaði á laugardag og sunnudag að undirbúa næsta leik, fyrir næsta fimmtudag, og ekkert mál með það. Svo er ég sundkennari líka og mæti á mánudeginum til að kenna sund, og þá hættir maður að hugsa um leikinn og fer að hugsa um aðra hluti, og kannski hvað er mikilvægara fyrir liðið til að fara áfram. Stundum er ágætt að hershöfðinginn stígi til hliðar,“ sagði Pétur í Sportpakkanum í gær en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Pétur skilur við syni sína, þá Sigurð og Hilmar, sem spila með Keflavíkurliðinu. Hann segir að nú sé fínn tímapunktur til að skera á naflastrenginn. „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim. En Sigurður er búinn að vera með mér í fimm ár þannig að ég hugsa að hann sé kannski sá eini sem er búinn að fá nóg af mér. Þeir eru fullorðnir menn og ef maður þarf einhvern tímann að losna við börnin þá er það bara akkúrat núna,“ sagði Pétur við Val Pál Eiríksson í gær. „Ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla“ Hvernig tóku synirnir tíðindunum? „Þeim leist ekkert á þetta til þess að byrja með, en það eru ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla,“ sagði Pétur. Þjálfarar leggja það alla jafna ekki í vana sinn að mæta mikið á leiki hjá liði sem þeir hafa sagt skilið við, en Pétur er í óvenjulegri stöðu sem pabbi tveggja leikmanna. Mætir hann þá á leikina hjá Keflavík? „Við sjáum nú til með það. Maður er vanur að horfa á leiki sem þjálfari og svo þegar maður fer upp í stúku þá eiginlega skilur maður ekkert hvernig leikurinn er. Ég á nú ekki von á öðru en að ég muni að minnsta kosti styðja þá, svo ef það er ekki appelsínugul viðvörun þá fer ég pottþétt á leiki.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02 Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Pétur sagði upp störfum hjá Keflavík á mánudaginn. Töluvert hefur verið lagt í leikmannahóp liðsins sem er býsna sterkur á pappír, en gengið hefur verið brösugt og sitja Keflvíkingar sem stendur utan úrslitakeppni í 9. sæti Bónus-deildarinnar. Þó eru aðeins tvö stig upp í 4. sæti – svo jöfn er deildin. Pétur fór að hugsa málin eftir tapið gegn KR á föstudagskvöldið. „Ég byrjaði á laugardag og sunnudag að undirbúa næsta leik, fyrir næsta fimmtudag, og ekkert mál með það. Svo er ég sundkennari líka og mæti á mánudeginum til að kenna sund, og þá hættir maður að hugsa um leikinn og fer að hugsa um aðra hluti, og kannski hvað er mikilvægara fyrir liðið til að fara áfram. Stundum er ágætt að hershöfðinginn stígi til hliðar,“ sagði Pétur í Sportpakkanum í gær en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Pétur skilur við syni sína, þá Sigurð og Hilmar, sem spila með Keflavíkurliðinu. Hann segir að nú sé fínn tímapunktur til að skera á naflastrenginn. „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim. En Sigurður er búinn að vera með mér í fimm ár þannig að ég hugsa að hann sé kannski sá eini sem er búinn að fá nóg af mér. Þeir eru fullorðnir menn og ef maður þarf einhvern tímann að losna við börnin þá er það bara akkúrat núna,“ sagði Pétur við Val Pál Eiríksson í gær. „Ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla“ Hvernig tóku synirnir tíðindunum? „Þeim leist ekkert á þetta til þess að byrja með, en það eru ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla,“ sagði Pétur. Þjálfarar leggja það alla jafna ekki í vana sinn að mæta mikið á leiki hjá liði sem þeir hafa sagt skilið við, en Pétur er í óvenjulegri stöðu sem pabbi tveggja leikmanna. Mætir hann þá á leikina hjá Keflavík? „Við sjáum nú til með það. Maður er vanur að horfa á leiki sem þjálfari og svo þegar maður fer upp í stúku þá eiginlega skilur maður ekkert hvernig leikurinn er. Ég á nú ekki von á öðru en að ég muni að minnsta kosti styðja þá, svo ef það er ekki appelsínugul viðvörun þá fer ég pottþétt á leiki.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02 Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02
Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn