Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar 5. febrúar 2025 10:30 Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi rafbíla á Íslandi undanfarin ár. Í upphafi rafvæðingar nutu rafbílar bæði ívilnana við innkaup og rekstur. Nú eru breyttir tímar enda hefur hröð þróun rafbíla skilað fjölbreyttara úrvali, lægra verði og meiri drægni. Í dag eru ríflega 55 þúsund bifreiðar í umferð sem hægt er að stinga í samband. Nú er staðan þannig að rafbílar njóta engra ívilnana umfram bensín- og dísilbíla þegar kemur að rekstri. Með öðrum orðum þá borga rafbílar sambærileg gjöld og aðrir bílar með nýtilkomnu kílómetragjaldi og samræmingu bifreiðagjalda. Kílómetragjald Kílómetragjald var sett á árið 2024 sem tryggja á að rafbílar borgi sambærileg gjöld og bensín- og dísilbílar fyrir rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Kílómetragjaldið hefur auðvitað aukið rekstrarkostnað rafbíla. Mikilvægt er að árétta að þrátt fyrir það er rekstrarkostnaður rafbíla áfram mun ódýrari en fyrir sambærilegan bensínbíl. Tökum einfalt dæmi þar sem rekstrarkostnaður sambærilegs raf- og bensínbíls er borinn saman. Viðhaldskostnaður er að jafnaði mun minni fyrir rafbíla en bensínbíla en til einföldunar tökum við þann lið út enda nokkuð óreglulegur. Smurolíuskiptum höldum við þó inni þar sem það er reglulegt skylduviðhald sem kostar um 20 þúsund krónur í hvert skipti á 10-20 þúsund km fresti. Samanburður Í eftirfarandi dæmi eyðir bensínbíllinn 7 L/100km en rafbíllinn 18 kWst/100 km. Lítraverð á bensíni er haft 300 kr/L og raforkuverð 20 kr/kWst. Gert er ráð fyrir að 10% af hleðslum rafbíls sé í gegnum hraðhleðslustöðvar þar sem verðið er þrisvar sinnum hærra. Eins og sjá má á myndinni, sýnir þetta einstaka dæmi að rekstrarkostnaður rafbíls er talsvert lægri. Margir telja að hagkvæmni rafbíla byggi á því að raforka sá mun ódýrari en olía. Sannleikurinn er hins vegar sá, að lágur orkukostnaður rafbíla byggir fyrst og fremst á þeirri staðreynd að þeir eru miklu orkunýtnari. Rafbílar þurfa einfaldlega um þrisvar sinnum minni orku til að aka sömu vegalengd og sambærilegir bensínbílar. Munurinn á rekstrarkostnaði, í þessu dæmi, er: Bensínbílar eyða mismiklu og því getur stakt dæmi gefið óljósa heildamynd. Til glöggvunar má sjá hvernig mismunandi eyðslugildi koma út fyrir sömu forsendur. Eins og sjá má er rekstrarkostnaður rafbíls hagstæðari en bensínbíls þrátt fyrir að borga sambærileg opinber gjöld. Ef um væri að ræða nýja tegund bensínbíla sem byði upp á jafn lágan rekstrarkostnað, og hér er sýnt, þá myndu allir velja þessa nýju tegund umfram þá gömlu. Er það þá innkaupaverðið á rafbílum sem er hindrun? Eru rafbílar ekki miklu dýrari í innkaupum? Ef kaupverð rafbíla er borið saman við sambærilega bensín- og dísilbíla þá kemur í ljós að í mjög mörgum flokkum bifreiða eru rafbílar á sambærilegu verði eða jafnvel ódýrari en samskonar olíudrifnir bílar. Ef lesendur bera saman kaupverð bifreiða hjá ótal bílaumboðum landsins þá kemur nefnilega oftar en ekki í ljós að rafbílar eru ekki miklu dýrari eins og margir halda. Það er kannski í flokki allra minnstu bílanna sem erfitt er að finna sambærilega rafbíla en það breytist líklega á næstu misserum. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi rafbíla á Íslandi undanfarin ár. Í upphafi rafvæðingar nutu rafbílar bæði ívilnana við innkaup og rekstur. Nú eru breyttir tímar enda hefur hröð þróun rafbíla skilað fjölbreyttara úrvali, lægra verði og meiri drægni. Í dag eru ríflega 55 þúsund bifreiðar í umferð sem hægt er að stinga í samband. Nú er staðan þannig að rafbílar njóta engra ívilnana umfram bensín- og dísilbíla þegar kemur að rekstri. Með öðrum orðum þá borga rafbílar sambærileg gjöld og aðrir bílar með nýtilkomnu kílómetragjaldi og samræmingu bifreiðagjalda. Kílómetragjald Kílómetragjald var sett á árið 2024 sem tryggja á að rafbílar borgi sambærileg gjöld og bensín- og dísilbílar fyrir rekstur og uppbyggingu vegakerfisins. Kílómetragjaldið hefur auðvitað aukið rekstrarkostnað rafbíla. Mikilvægt er að árétta að þrátt fyrir það er rekstrarkostnaður rafbíla áfram mun ódýrari en fyrir sambærilegan bensínbíl. Tökum einfalt dæmi þar sem rekstrarkostnaður sambærilegs raf- og bensínbíls er borinn saman. Viðhaldskostnaður er að jafnaði mun minni fyrir rafbíla en bensínbíla en til einföldunar tökum við þann lið út enda nokkuð óreglulegur. Smurolíuskiptum höldum við þó inni þar sem það er reglulegt skylduviðhald sem kostar um 20 þúsund krónur í hvert skipti á 10-20 þúsund km fresti. Samanburður Í eftirfarandi dæmi eyðir bensínbíllinn 7 L/100km en rafbíllinn 18 kWst/100 km. Lítraverð á bensíni er haft 300 kr/L og raforkuverð 20 kr/kWst. Gert er ráð fyrir að 10% af hleðslum rafbíls sé í gegnum hraðhleðslustöðvar þar sem verðið er þrisvar sinnum hærra. Eins og sjá má á myndinni, sýnir þetta einstaka dæmi að rekstrarkostnaður rafbíls er talsvert lægri. Margir telja að hagkvæmni rafbíla byggi á því að raforka sá mun ódýrari en olía. Sannleikurinn er hins vegar sá, að lágur orkukostnaður rafbíla byggir fyrst og fremst á þeirri staðreynd að þeir eru miklu orkunýtnari. Rafbílar þurfa einfaldlega um þrisvar sinnum minni orku til að aka sömu vegalengd og sambærilegir bensínbílar. Munurinn á rekstrarkostnaði, í þessu dæmi, er: Bensínbílar eyða mismiklu og því getur stakt dæmi gefið óljósa heildamynd. Til glöggvunar má sjá hvernig mismunandi eyðslugildi koma út fyrir sömu forsendur. Eins og sjá má er rekstrarkostnaður rafbíls hagstæðari en bensínbíls þrátt fyrir að borga sambærileg opinber gjöld. Ef um væri að ræða nýja tegund bensínbíla sem byði upp á jafn lágan rekstrarkostnað, og hér er sýnt, þá myndu allir velja þessa nýju tegund umfram þá gömlu. Er það þá innkaupaverðið á rafbílum sem er hindrun? Eru rafbílar ekki miklu dýrari í innkaupum? Ef kaupverð rafbíla er borið saman við sambærilega bensín- og dísilbíla þá kemur í ljós að í mjög mörgum flokkum bifreiða eru rafbílar á sambærilegu verði eða jafnvel ódýrari en samskonar olíudrifnir bílar. Ef lesendur bera saman kaupverð bifreiða hjá ótal bílaumboðum landsins þá kemur nefnilega oftar en ekki í ljós að rafbílar eru ekki miklu dýrari eins og margir halda. Það er kannski í flokki allra minnstu bílanna sem erfitt er að finna sambærilega rafbíla en það breytist líklega á næstu misserum. Höfundur er sviðsstjóri á svið orkuskipta og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun