Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 07:33 Í dag kemur Alþingi Íslendinga saman og 156. löggjafarþing verður sett við hátíðlega athöfn. Undirritaða hefur klæjað í fingurna að hefja loks formleg þingstörf enda ótækt að ný ríkisstjórn starfi lengur án lögbundins eftirlits þingsins. Þótt ekki sé langt liðið af starfstíma nýrrar stjórnar hefur tilefni til aðkomu þingsins verið ærið. Skemmtanagildið fyrir áhorfendur að feilsporum nýrra ráðamanna hefur sömuleiðis verið yfir meðallagi. Ég mun leggja fram þónokkur þingmál að nýju, en sömuleiðis nokkur þingmál sem ég hef unnið að frá lokum kosninga. Meðal mála sem ég mun leggja fram að nýju eru lög um afnám skyldu til jafnlaunavottunar, lög um breytingar á löngu úreltum lögum um ríkisstarfsmenn og tillögu um bætta þjónustu við fólk sem glímir við vímuefnavanda. Ég mun sömuleiðis áfram leggja áherslu á málefni eldra fólks, m.a. um aldurstengd réttindi og um bætur vegna tvísköttunar lífeyrisgreiðslna. Það þýðir víst ekkert að gefast upp við fyrstu eða fjórðu tilraun til að breyta og bæta lagaumhverfi landsins. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um að heilbrigðiseftirliti verði útvistað. Við teljum að núverandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits hér á landi sé ekki gott. Ósamræmi mikið og stjórnsýsla alltof flókin. Íslenskir atvinnurekendur hafa enda mikið kvartað undan eftirlitinu við undirritaða. Því færi vel á að framkvæmd heilbrigðiseftirlits yrði í höndum einkaaðila eftir nánar tilgreindum skilyrðum þar um, en góð raun hefur gefist af útvistun eftirlits til faggiltra skoðunarstofa. Þessar tillögur eru í samræmi við úttekt og hugmyndir Viðskiptaráðs sem birti úttekt á opinberu eftirliti á haustdögum 2024 þar sem sjónum var m.a. beint að heilbrigðiseftirliti. Það verður áhugavert að ræða þessi mál í þinginu, m.a. við stjórnarliða sem hafa lýst yfir að „aukin verðmætasköpun í atvinnulífi“ og „einfaldari stjórnsýsla“ séu forgangsmál. Ég hlakka til komandi þingstarfa og hvet fólk og fyrirtæki til að hafa áfram samband við mig vegna starfa minna. P.S. fyrirsögnin er smellubeita innblásin af Smartlandinu og Lífinu sem ég tek mér til fyrirmyndar enda fell ég gjarnan fyrir beitunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag kemur Alþingi Íslendinga saman og 156. löggjafarþing verður sett við hátíðlega athöfn. Undirritaða hefur klæjað í fingurna að hefja loks formleg þingstörf enda ótækt að ný ríkisstjórn starfi lengur án lögbundins eftirlits þingsins. Þótt ekki sé langt liðið af starfstíma nýrrar stjórnar hefur tilefni til aðkomu þingsins verið ærið. Skemmtanagildið fyrir áhorfendur að feilsporum nýrra ráðamanna hefur sömuleiðis verið yfir meðallagi. Ég mun leggja fram þónokkur þingmál að nýju, en sömuleiðis nokkur þingmál sem ég hef unnið að frá lokum kosninga. Meðal mála sem ég mun leggja fram að nýju eru lög um afnám skyldu til jafnlaunavottunar, lög um breytingar á löngu úreltum lögum um ríkisstarfsmenn og tillögu um bætta þjónustu við fólk sem glímir við vímuefnavanda. Ég mun sömuleiðis áfram leggja áherslu á málefni eldra fólks, m.a. um aldurstengd réttindi og um bætur vegna tvísköttunar lífeyrisgreiðslna. Það þýðir víst ekkert að gefast upp við fyrstu eða fjórðu tilraun til að breyta og bæta lagaumhverfi landsins. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um að heilbrigðiseftirliti verði útvistað. Við teljum að núverandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits hér á landi sé ekki gott. Ósamræmi mikið og stjórnsýsla alltof flókin. Íslenskir atvinnurekendur hafa enda mikið kvartað undan eftirlitinu við undirritaða. Því færi vel á að framkvæmd heilbrigðiseftirlits yrði í höndum einkaaðila eftir nánar tilgreindum skilyrðum þar um, en góð raun hefur gefist af útvistun eftirlits til faggiltra skoðunarstofa. Þessar tillögur eru í samræmi við úttekt og hugmyndir Viðskiptaráðs sem birti úttekt á opinberu eftirliti á haustdögum 2024 þar sem sjónum var m.a. beint að heilbrigðiseftirliti. Það verður áhugavert að ræða þessi mál í þinginu, m.a. við stjórnarliða sem hafa lýst yfir að „aukin verðmætasköpun í atvinnulífi“ og „einfaldari stjórnsýsla“ séu forgangsmál. Ég hlakka til komandi þingstarfa og hvet fólk og fyrirtæki til að hafa áfram samband við mig vegna starfa minna. P.S. fyrirsögnin er smellubeita innblásin af Smartlandinu og Lífinu sem ég tek mér til fyrirmyndar enda fell ég gjarnan fyrir beitunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun