Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 07:33 Í dag kemur Alþingi Íslendinga saman og 156. löggjafarþing verður sett við hátíðlega athöfn. Undirritaða hefur klæjað í fingurna að hefja loks formleg þingstörf enda ótækt að ný ríkisstjórn starfi lengur án lögbundins eftirlits þingsins. Þótt ekki sé langt liðið af starfstíma nýrrar stjórnar hefur tilefni til aðkomu þingsins verið ærið. Skemmtanagildið fyrir áhorfendur að feilsporum nýrra ráðamanna hefur sömuleiðis verið yfir meðallagi. Ég mun leggja fram þónokkur þingmál að nýju, en sömuleiðis nokkur þingmál sem ég hef unnið að frá lokum kosninga. Meðal mála sem ég mun leggja fram að nýju eru lög um afnám skyldu til jafnlaunavottunar, lög um breytingar á löngu úreltum lögum um ríkisstarfsmenn og tillögu um bætta þjónustu við fólk sem glímir við vímuefnavanda. Ég mun sömuleiðis áfram leggja áherslu á málefni eldra fólks, m.a. um aldurstengd réttindi og um bætur vegna tvísköttunar lífeyrisgreiðslna. Það þýðir víst ekkert að gefast upp við fyrstu eða fjórðu tilraun til að breyta og bæta lagaumhverfi landsins. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um að heilbrigðiseftirliti verði útvistað. Við teljum að núverandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits hér á landi sé ekki gott. Ósamræmi mikið og stjórnsýsla alltof flókin. Íslenskir atvinnurekendur hafa enda mikið kvartað undan eftirlitinu við undirritaða. Því færi vel á að framkvæmd heilbrigðiseftirlits yrði í höndum einkaaðila eftir nánar tilgreindum skilyrðum þar um, en góð raun hefur gefist af útvistun eftirlits til faggiltra skoðunarstofa. Þessar tillögur eru í samræmi við úttekt og hugmyndir Viðskiptaráðs sem birti úttekt á opinberu eftirliti á haustdögum 2024 þar sem sjónum var m.a. beint að heilbrigðiseftirliti. Það verður áhugavert að ræða þessi mál í þinginu, m.a. við stjórnarliða sem hafa lýst yfir að „aukin verðmætasköpun í atvinnulífi“ og „einfaldari stjórnsýsla“ séu forgangsmál. Ég hlakka til komandi þingstarfa og hvet fólk og fyrirtæki til að hafa áfram samband við mig vegna starfa minna. P.S. fyrirsögnin er smellubeita innblásin af Smartlandinu og Lífinu sem ég tek mér til fyrirmyndar enda fell ég gjarnan fyrir beitunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag kemur Alþingi Íslendinga saman og 156. löggjafarþing verður sett við hátíðlega athöfn. Undirritaða hefur klæjað í fingurna að hefja loks formleg þingstörf enda ótækt að ný ríkisstjórn starfi lengur án lögbundins eftirlits þingsins. Þótt ekki sé langt liðið af starfstíma nýrrar stjórnar hefur tilefni til aðkomu þingsins verið ærið. Skemmtanagildið fyrir áhorfendur að feilsporum nýrra ráðamanna hefur sömuleiðis verið yfir meðallagi. Ég mun leggja fram þónokkur þingmál að nýju, en sömuleiðis nokkur þingmál sem ég hef unnið að frá lokum kosninga. Meðal mála sem ég mun leggja fram að nýju eru lög um afnám skyldu til jafnlaunavottunar, lög um breytingar á löngu úreltum lögum um ríkisstarfsmenn og tillögu um bætta þjónustu við fólk sem glímir við vímuefnavanda. Ég mun sömuleiðis áfram leggja áherslu á málefni eldra fólks, m.a. um aldurstengd réttindi og um bætur vegna tvísköttunar lífeyrisgreiðslna. Það þýðir víst ekkert að gefast upp við fyrstu eða fjórðu tilraun til að breyta og bæta lagaumhverfi landsins. Meðal nýrra þingmála sem ég legg fram ásamt hópi sjálfstæðismanna er lagafrumvarp um að heilbrigðiseftirliti verði útvistað. Við teljum að núverandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits hér á landi sé ekki gott. Ósamræmi mikið og stjórnsýsla alltof flókin. Íslenskir atvinnurekendur hafa enda mikið kvartað undan eftirlitinu við undirritaða. Því færi vel á að framkvæmd heilbrigðiseftirlits yrði í höndum einkaaðila eftir nánar tilgreindum skilyrðum þar um, en góð raun hefur gefist af útvistun eftirlits til faggiltra skoðunarstofa. Þessar tillögur eru í samræmi við úttekt og hugmyndir Viðskiptaráðs sem birti úttekt á opinberu eftirliti á haustdögum 2024 þar sem sjónum var m.a. beint að heilbrigðiseftirliti. Það verður áhugavert að ræða þessi mál í þinginu, m.a. við stjórnarliða sem hafa lýst yfir að „aukin verðmætasköpun í atvinnulífi“ og „einfaldari stjórnsýsla“ séu forgangsmál. Ég hlakka til komandi þingstarfa og hvet fólk og fyrirtæki til að hafa áfram samband við mig vegna starfa minna. P.S. fyrirsögnin er smellubeita innblásin af Smartlandinu og Lífinu sem ég tek mér til fyrirmyndar enda fell ég gjarnan fyrir beitunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun