„Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 21:00 Þegar fólk hugsar um gigt þá sér það oft fyrir sér gráhært fólk komið af miðjum aldri sem kvartar undan verkjum og stirðleika í liðum. Það er hins vegar ekki sú mynd sem við sjáum í Gigtarfélagi Íslands. Sannleikurinn er sá að liðagigt getur lagst á fólk á öllum aldri, jafnvel ungabörn. Margvíslegar tegundir liðagigtar eru til og sumar geta haft áhrif á unga einstaklinga jafnt sem eldri. En hvað er liðagigt, hverjir eru orsakavaldarnir, og hvernig er hægt að draga úr áhrifum hennar? Hvað er liðagigt? Liðagigt er samheiti yfir fjölda sjúkdóma sem valda bólgu og verkjum í liðum. Algengasta tegundin er slitgigt, sem stafar af niðurbroti brjósks í liðum. Aðrar algengar tegundir eru Iktsýki sem er í raun sjálfsofnæmissjúkdómur sem veldur bólgu í liðum, sóraliðagigt og þvagsýrugigt sem orsakast af þvagsýrukristöllum í liðum. Einkenni liðagigtar Liðagigt getur birst á mismunandi hátt eftir tegund hennar, en helstu einkenni eru: Verkir og bólga í liðum Stirðleiki, sérstaklega á morgnana Minnkuð hreyfigeta Þreyta og almenn vanlíðan Rauðir og heitir liðir Ef þessi einkenni koma fram, þá er mælt með að leita til læknis. Ef fólk er með verki er best að fara til heimilislæknis og til að fá greiningu á vandamálinu og tilvísun til gigtarlæknis ef grunur er um gigt. Snemmgreining er mikilvæg og því er skiptir miklu máli að fresta því ekki að fara til læknis. Hvað er hægt að gera? Lífsstíll hefur mikla þýðingu fyrir heilsu liða. Hér eru nokkrar leiðir til að draga úr líkum á liðagigt og létta á einkennum: Hreyfing: Regluleg hreyfing með litlu álagi á liði, eins og sund, hjólreiðar og yoga getur stutt við liðheilsu. Hollt mataræði: Mataræði sem er ríkt af omega-3 fitusýrum, andoxunarefnum og D-vítamíni getur minnkað bólgu. Forðast reykingar: Reykingar geta aukið líkur á iktsýki og gert einkenni verri. Líkamsþyngd: Offita eykur álag á liði, sérstaklega í hnjám, ökklum og mjöðmum. Niðurstaða Enginn er "of ungur" til að fá liðagigt, og mikilvægt er að vera vakandi fyrir einkennum, sama á hvaða aldri þú ert. Með réttum forvörnum og heilbrigðum lífsstíl er hægt að draga verulega úr áhrifum sjúkdómsins og lifa virku og betra lífi. Gigtarfélag Íslands býður upp á stuðning við fólk sem greinist með gigtarsjúkdóma, sem það fær ekki í heilbrigðiskerfinu. Félagið er með ýmsa jafningjastuðningshópa. Liðagigtarhópur var stofnaður nýlega á Facebook fyrir félaga í Gigtarfélaginu. Jafningjastuðningshópar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í stuðningi við fólk með gigtarsjúkdóma. Það er ómetanlegt að geta talað við fólk í sömu stöðu sem skilur nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum. Yfirleitt gengur meðferð fólks vel og getur verið ómetanlegt að læra af þeim sem eru komnir lengra í ferlinu og fá þannig nýja von og kraft til að berjast fyrir betri heilsu og vera virkur í eigin meðferð. Fyrsti fundur liðagigtarhópsins er sunnudaginn 2. febrúar og er hægt að finna upplýsingar um stað og stund á Facebooksíðu og heimasíðu Gigtarfélagsins. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk hugsar um gigt þá sér það oft fyrir sér gráhært fólk komið af miðjum aldri sem kvartar undan verkjum og stirðleika í liðum. Það er hins vegar ekki sú mynd sem við sjáum í Gigtarfélagi Íslands. Sannleikurinn er sá að liðagigt getur lagst á fólk á öllum aldri, jafnvel ungabörn. Margvíslegar tegundir liðagigtar eru til og sumar geta haft áhrif á unga einstaklinga jafnt sem eldri. En hvað er liðagigt, hverjir eru orsakavaldarnir, og hvernig er hægt að draga úr áhrifum hennar? Hvað er liðagigt? Liðagigt er samheiti yfir fjölda sjúkdóma sem valda bólgu og verkjum í liðum. Algengasta tegundin er slitgigt, sem stafar af niðurbroti brjósks í liðum. Aðrar algengar tegundir eru Iktsýki sem er í raun sjálfsofnæmissjúkdómur sem veldur bólgu í liðum, sóraliðagigt og þvagsýrugigt sem orsakast af þvagsýrukristöllum í liðum. Einkenni liðagigtar Liðagigt getur birst á mismunandi hátt eftir tegund hennar, en helstu einkenni eru: Verkir og bólga í liðum Stirðleiki, sérstaklega á morgnana Minnkuð hreyfigeta Þreyta og almenn vanlíðan Rauðir og heitir liðir Ef þessi einkenni koma fram, þá er mælt með að leita til læknis. Ef fólk er með verki er best að fara til heimilislæknis og til að fá greiningu á vandamálinu og tilvísun til gigtarlæknis ef grunur er um gigt. Snemmgreining er mikilvæg og því er skiptir miklu máli að fresta því ekki að fara til læknis. Hvað er hægt að gera? Lífsstíll hefur mikla þýðingu fyrir heilsu liða. Hér eru nokkrar leiðir til að draga úr líkum á liðagigt og létta á einkennum: Hreyfing: Regluleg hreyfing með litlu álagi á liði, eins og sund, hjólreiðar og yoga getur stutt við liðheilsu. Hollt mataræði: Mataræði sem er ríkt af omega-3 fitusýrum, andoxunarefnum og D-vítamíni getur minnkað bólgu. Forðast reykingar: Reykingar geta aukið líkur á iktsýki og gert einkenni verri. Líkamsþyngd: Offita eykur álag á liði, sérstaklega í hnjám, ökklum og mjöðmum. Niðurstaða Enginn er "of ungur" til að fá liðagigt, og mikilvægt er að vera vakandi fyrir einkennum, sama á hvaða aldri þú ert. Með réttum forvörnum og heilbrigðum lífsstíl er hægt að draga verulega úr áhrifum sjúkdómsins og lifa virku og betra lífi. Gigtarfélag Íslands býður upp á stuðning við fólk sem greinist með gigtarsjúkdóma, sem það fær ekki í heilbrigðiskerfinu. Félagið er með ýmsa jafningjastuðningshópa. Liðagigtarhópur var stofnaður nýlega á Facebook fyrir félaga í Gigtarfélaginu. Jafningjastuðningshópar gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í stuðningi við fólk með gigtarsjúkdóma. Það er ómetanlegt að geta talað við fólk í sömu stöðu sem skilur nákvæmlega hvað þú ert að ganga í gegnum. Yfirleitt gengur meðferð fólks vel og getur verið ómetanlegt að læra af þeim sem eru komnir lengra í ferlinu og fá þannig nýja von og kraft til að berjast fyrir betri heilsu og vera virkur í eigin meðferð. Fyrsti fundur liðagigtarhópsins er sunnudaginn 2. febrúar og er hægt að finna upplýsingar um stað og stund á Facebooksíðu og heimasíðu Gigtarfélagsins. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar