Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Aron Guðmundsson skrifar 25. janúar 2025 13:32 Þeir Bjarni Fritzson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmenn Íslands í handbolta gerðu upp svekkjandi sex marka tap Íslands gegn Króatíu á HM í handbolta í hlaðvarpssætinu Besta sætið. Þar veltu þeir vöngum yfir því hvað betur hefði mátt fara í leik íslenska liðsins. Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir þetta slæma tap. Ísland mætir Argentínu á sunnudaginn og þarf að byrja á að vinna þann leik. Svo þarf að bíða og vonast eftir greiða frá annað hvort Slóveníu eða Grænhöfðaeyjum, að þau taki stig af Króatíu eða Egyptalandi. Aðspurðir hvað hefði verið hægt að gera betur í leiknum hefði Bjarni viljað sjá Viktor Gísla koma inn í markið aftur í fyrri hálfleik í stað Björgvin Páls Gústavssonar. „Hann spilar í tólf mínútur, er ekki með varið skot. Ég er 100% sammála skiptingunni en Björgvin Páll kemur inn og er að fá bolta í gegnum sig sem Viktor Gísli hefur ekki verið að hleypa inn. Mjög löng skot utan af velli. Björgvin er ekki kominn í takt á þessu móti, hefur spilað mjög lítið. Það er eitt.“ „Annað er náttúrulega að breyta vörninni. Þetta var bara ekki að ganga. Við hefðum mátt gera það miklu fyrr og ég er ekkert viss um að við höfum gert það því þegar Einar Þorsteinn kemur inn erum við eiginlega enn í 6-0 vörn. Hann kemur upp jú en ég var ekki einu sinni viss hvort hann væri að koma upp í 5-1 vörn. –“ Ásgeir Örn beindi sjónum sínum einnig að varnarleik liðsins og mögulegum breytingum þar. „Þú færð á þig tuttugu mörk í einum hálfleik, ert búinn að fá á þig tólf eftir fimmtán mínútum. Þú veist að vörnin þín míglekur. Hefðirðu þá ekki mögulega átt að breyta einhverju til að geta sparkað þessu í gang því þú hafðir engu að tapa þá.“ Eftir skýringar séu hins vegar auðveldar í þessum efnum. „Ég skil strákana 100% samt og það hvernig þeir gerðu þetta,“ bætir Ásgeir við. „Það bara gekk andskotinn ekkert upp. Þeir voru alveg að reyna eitthvað. Það sem hefur gengið upp hingað til bara gekk alls ekki gegn Króötunum.“ HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Handbolti Besta sætið Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir þetta slæma tap. Ísland mætir Argentínu á sunnudaginn og þarf að byrja á að vinna þann leik. Svo þarf að bíða og vonast eftir greiða frá annað hvort Slóveníu eða Grænhöfðaeyjum, að þau taki stig af Króatíu eða Egyptalandi. Aðspurðir hvað hefði verið hægt að gera betur í leiknum hefði Bjarni viljað sjá Viktor Gísla koma inn í markið aftur í fyrri hálfleik í stað Björgvin Páls Gústavssonar. „Hann spilar í tólf mínútur, er ekki með varið skot. Ég er 100% sammála skiptingunni en Björgvin Páll kemur inn og er að fá bolta í gegnum sig sem Viktor Gísli hefur ekki verið að hleypa inn. Mjög löng skot utan af velli. Björgvin er ekki kominn í takt á þessu móti, hefur spilað mjög lítið. Það er eitt.“ „Annað er náttúrulega að breyta vörninni. Þetta var bara ekki að ganga. Við hefðum mátt gera það miklu fyrr og ég er ekkert viss um að við höfum gert það því þegar Einar Þorsteinn kemur inn erum við eiginlega enn í 6-0 vörn. Hann kemur upp jú en ég var ekki einu sinni viss hvort hann væri að koma upp í 5-1 vörn. –“ Ásgeir Örn beindi sjónum sínum einnig að varnarleik liðsins og mögulegum breytingum þar. „Þú færð á þig tuttugu mörk í einum hálfleik, ert búinn að fá á þig tólf eftir fimmtán mínútum. Þú veist að vörnin þín míglekur. Hefðirðu þá ekki mögulega átt að breyta einhverju til að geta sparkað þessu í gang því þú hafðir engu að tapa þá.“ Eftir skýringar séu hins vegar auðveldar í þessum efnum. „Ég skil strákana 100% samt og það hvernig þeir gerðu þetta,“ bætir Ásgeir við. „Það bara gekk andskotinn ekkert upp. Þeir voru alveg að reyna eitthvað. Það sem hefur gengið upp hingað til bara gekk alls ekki gegn Króötunum.“
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Handbolti Besta sætið Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira