Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar 21. janúar 2025 14:03 Þann 15. janúar 2025 birtist frétt á Vísi þess efnis að Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál manns sem Héraðsdómur Norðurlands sakfelldi fyrir samræði við barn undir 15 ára aldri. Landsréttur þyngdi þann dóm og komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða nauðgun. Umræddur kynferðisafbrotamaður og lögmaður hans sendu beiðni um áfrýjun niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar með þeim rökum ,,að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum.” Sú beiðni var samþykkt. Samkvæmt lögum getur barn undir 15 ára aldri ekki veitt fullorðnum samþykki sitt. Af hverju er þörf á að taka það fyrir hjá dómstólum? Af hverju erum við með lög ef þetta er túlkunaratriði eftir allt saman? Þann 16. september 2022 lagði Gísli Rafn Ólafsson fram frumvarp sem átti að auka réttarvernd barna í kynferðisbrotamálum. Hann endurtók þá tillögu aftur þann 18. september 2023. Í bæði skiptin fékk frumvarpið því miður dræmar undirtektir og lagðist Héraðssaksóknari meðal annars gegn því. Þeir sem brjóta gegn börnum hafa nú þegar rými til þess og í ljósi þess að ekki var vilji til þess að þrengja þann ramma er mikilvægt að við gefum þeim ekki enn meira eftir. Umræðan um réttarkerfið okkar og skort á fjármagni hefur verið viðvarandi í langan tíma og ákæruvaldið þarf, vegna fjárskorts, að velja hvaða mál fara fyrir dóm. Í kynferðisbrotamálum eru 50-60% mála felld niður samkvæmt tölfræði Ríkissaksóknara frá árunum 2016-2021. Brotaþolar njóta ekki þeirra réttinda að hafa ákvörðunarvald í sínum eigin málum, á meðan kynferðisafbrotamenn geta óskað eftir áfrýjun ef þeim hugnast ekki niðurstaðan. Þannig geta þeir sóað fjármagni í fjársveltu kerfi og heimtað áheyrn dómstóla, jafnvel þó að það fari gegn lögum landsins. Það hefði verið fordæmi ef Hæstiréttur hefði hafnað þessari fáránlegu beiðni og sent þannig skýr skilaboð þess efnis að það er ekki í lagi að fullorðið fólk hafi samræði við eða nauðgi börnum. Höfundur situr í stjórn Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/153/35/?ltg=153&mnr=35 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/131/?ltg=154&mnr=131 https://heimildin.is/grein/17027/ https://www.visir.is/g/20252675300d/haesti-rettur-sker-ur-um-hvort-sam-raedi-vid-barn-se-naudgun https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6feQMjf4LK5mijYLbMfsgh/5694cb145d709a22b8d64dae321707a0/Skyrsla-starfshops-RS-um-malmedferdartima-kynferdisbrota-25.-agust-2022.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Þann 15. janúar 2025 birtist frétt á Vísi þess efnis að Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál manns sem Héraðsdómur Norðurlands sakfelldi fyrir samræði við barn undir 15 ára aldri. Landsréttur þyngdi þann dóm og komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða nauðgun. Umræddur kynferðisafbrotamaður og lögmaður hans sendu beiðni um áfrýjun niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar með þeim rökum ,,að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum.” Sú beiðni var samþykkt. Samkvæmt lögum getur barn undir 15 ára aldri ekki veitt fullorðnum samþykki sitt. Af hverju er þörf á að taka það fyrir hjá dómstólum? Af hverju erum við með lög ef þetta er túlkunaratriði eftir allt saman? Þann 16. september 2022 lagði Gísli Rafn Ólafsson fram frumvarp sem átti að auka réttarvernd barna í kynferðisbrotamálum. Hann endurtók þá tillögu aftur þann 18. september 2023. Í bæði skiptin fékk frumvarpið því miður dræmar undirtektir og lagðist Héraðssaksóknari meðal annars gegn því. Þeir sem brjóta gegn börnum hafa nú þegar rými til þess og í ljósi þess að ekki var vilji til þess að þrengja þann ramma er mikilvægt að við gefum þeim ekki enn meira eftir. Umræðan um réttarkerfið okkar og skort á fjármagni hefur verið viðvarandi í langan tíma og ákæruvaldið þarf, vegna fjárskorts, að velja hvaða mál fara fyrir dóm. Í kynferðisbrotamálum eru 50-60% mála felld niður samkvæmt tölfræði Ríkissaksóknara frá árunum 2016-2021. Brotaþolar njóta ekki þeirra réttinda að hafa ákvörðunarvald í sínum eigin málum, á meðan kynferðisafbrotamenn geta óskað eftir áfrýjun ef þeim hugnast ekki niðurstaðan. Þannig geta þeir sóað fjármagni í fjársveltu kerfi og heimtað áheyrn dómstóla, jafnvel þó að það fari gegn lögum landsins. Það hefði verið fordæmi ef Hæstiréttur hefði hafnað þessari fáránlegu beiðni og sent þannig skýr skilaboð þess efnis að það er ekki í lagi að fullorðið fólk hafi samræði við eða nauðgi börnum. Höfundur situr í stjórn Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/153/35/?ltg=153&mnr=35 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/131/?ltg=154&mnr=131 https://heimildin.is/grein/17027/ https://www.visir.is/g/20252675300d/haesti-rettur-sker-ur-um-hvort-sam-raedi-vid-barn-se-naudgun https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6feQMjf4LK5mijYLbMfsgh/5694cb145d709a22b8d64dae321707a0/Skyrsla-starfshops-RS-um-malmedferdartima-kynferdisbrota-25.-agust-2022.pdf
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar