„Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 21:56 Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha fékk pabbaknús eftir fyrsta leik sinn á stórmóti í kvöld, gegn Íslandi í Zagreb. VÍSIR/VILHELM „Maður er ennþá að ná að jarðtengja sig aðeins. Maður er dálítið hátt uppi núna, eftir fyrsta leik á HM, en þetta er gott fyrir reynsluna,“ sagði Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem afrekaði það að spila á móti Íslandi á HM í handbolta í kvöld. Hafsteinn var kallaður inn í landsliðshóp Grænhöfðaeyja rétt fyrir mótið, eftir að hafa verið í stærri æfingahópi liðsins en svo verið sendur heim. Gróttumaðurinn, sem er uppalinn hjá Fjölni en á pabba frá Grænhöfðaeyjum, spilaði ekki mikið í kvöld en kom við sögu undir lokin: „Já, ég var búinn að hita upp tvisvar sinnum og aðstoðardómarinn var búinn að segja mér að setjast niður tvisvar sinnum. Maður var orðinn dálítið pirraður og þreyttur á þessu. Ég fékk lokamínúturnar en það hefði verið gaman að koma fyrr inn á,“ sagði Hafsteinn við Henry Birgi Gunnarsson í Zagreb í kvöld. Klippa: Hafsteinn Óli eftir leikinn við Ísland Hafsteini var vel fagnað af Íslendingum á áhorfendapöllunum í kvöld, þó að hann væri að spila á móti Íslandi: „Það voru grjótharðir Íslendingar þarna og gaman að heyra í þeim. Það er mjög skemmtilegt að fá að upplifa þetta og sérstaklega á móti Íslandi, og finna þennan stuðning sem stúkan gaf manni,“ sagði Hafsteinn, áður en hann hélt inn í klefa að hlusta á ræðu portúgalska þjálfarans Jorge Rito: „Hann er ekki ennþá búinn að ræða við okkur, þannig að það kemur í ljós hvað hann segir. Við byrjuðum leikinn hræðilega, misstum boltann og Íslendingar ógeðslega fljótir fram. Við vorum komnir tíu mörkum undir á 0,1. Það var dálítið leiðinlegt og hann tekur örugglega hörkuræðu á okkur núna. Hann gerði það alla vega í hálfleik,“ sagði Hafsteinn léttur. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46 „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Hafsteinn var kallaður inn í landsliðshóp Grænhöfðaeyja rétt fyrir mótið, eftir að hafa verið í stærri æfingahópi liðsins en svo verið sendur heim. Gróttumaðurinn, sem er uppalinn hjá Fjölni en á pabba frá Grænhöfðaeyjum, spilaði ekki mikið í kvöld en kom við sögu undir lokin: „Já, ég var búinn að hita upp tvisvar sinnum og aðstoðardómarinn var búinn að segja mér að setjast niður tvisvar sinnum. Maður var orðinn dálítið pirraður og þreyttur á þessu. Ég fékk lokamínúturnar en það hefði verið gaman að koma fyrr inn á,“ sagði Hafsteinn við Henry Birgi Gunnarsson í Zagreb í kvöld. Klippa: Hafsteinn Óli eftir leikinn við Ísland Hafsteini var vel fagnað af Íslendingum á áhorfendapöllunum í kvöld, þó að hann væri að spila á móti Íslandi: „Það voru grjótharðir Íslendingar þarna og gaman að heyra í þeim. Það er mjög skemmtilegt að fá að upplifa þetta og sérstaklega á móti Íslandi, og finna þennan stuðning sem stúkan gaf manni,“ sagði Hafsteinn, áður en hann hélt inn í klefa að hlusta á ræðu portúgalska þjálfarans Jorge Rito: „Hann er ekki ennþá búinn að ræða við okkur, þannig að það kemur í ljós hvað hann segir. Við byrjuðum leikinn hræðilega, misstum boltann og Íslendingar ógeðslega fljótir fram. Við vorum komnir tíu mörkum undir á 0,1. Það var dálítið leiðinlegt og hann tekur örugglega hörkuræðu á okkur núna. Hann gerði það alla vega í hálfleik,“ sagði Hafsteinn léttur.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46 „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32
Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46
„Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25
„Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19
Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50