Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Íþróttadeild Vísis skrifar 16. janúar 2025 21:46 Orri Freyr Þorkelsson fær spaðafimmu frá aldursforseta liðsins, Björgvini Páli Gústavssyni. vísir/Vilhelm Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. Íslendingar tóku strax völdin, komust í 8-2 og leiddu með tíu mörkum í hálfleik, 18-8. Strákarnir okkar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu mest fjórtán marka forskoti. Eftir það kom smá losarabragur á íslenska liðið og Grænhöfðaeyjar skoruðu fimm mörk í röð. Okkar menn stigu þá aftur á bensíngjöfina og unnu á endanum þrettán marka sigur, 34-21. Íslensku hornamennirnir höfðu úr miklu að moða í leiknum og skoruðu samtals tuttugu mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu og vörnin var lengst af gríðarlega sterk. Byrjunarliðið stóð fyrir sínu en mönnunum sem komu inn af bekknum gekk misvel að setja mark sitt á leikinn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Grænhöfðaeyjum: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (11 varin skot - 37:53 mín.) Var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann tók átta af þeim ellefu skotum sem hann varði í leiknum. Endaði með fimmtíu prósent hlutfallsmarkvörslu sem er ekki hægt að kvarta yfir. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 5 (8/3 mörk - 30:05 mín.) Glansaði í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti. Spilaði allan fyrri hálfleik og skoraði þá sex mörk. Bætti svo tveimur vítamörkum við í seinni hálfleik og endaði markahæstur á vellinum. Sýndi gríðarlega öryggi í færunum sínum. Geislar af sjálfstrausti og er að spila frábærlega um þessar mundir. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk - 36:09 mín.) Gríðarlega öflugur í miðri vörninni og stöðvaði ófáar sóknir Grænhöfðeyinga. Stal boltanum í þrígang. Klikkaði á fyrstu þremur skotunum sínum en skoraði úr næstu þremur og gaf fjórar stoðsendingar. Flottur leikur hjá Selfyssingnum. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 34:14 mín.) Mjög sterkur í vörninni og átti stóran þátt í því að Ísland fékk aðeins 21 mark á sig. Stýrði sókninni vel, skoraði tvö mörk og gaf sex stoðsendingar. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 40:35 mín.) Hefur oft farið meira fyrir Viggó en hann skilaði skínandi góðri frammistöðu. Varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Seltirningurinn gerði sitt lítið að hverju í sókninni. Hann skoraði þrjú mörk, gaf sex stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 4 (5/1 mörk - 28:51 mín.) Var í markakeppni við Orra í fyrri hálfleik og skoraði þá fimm mörk. Klikkaði á einu víti og einu skoti til en skilaði sínu. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 4 (1 mark - 48:21 mín.) Stýrði vörninni og var grjótharður í baráttunni við líkamlega sterka leikmenn Grænhöfðaeyja. Fékk ekki úr miklu að moða í sókninni. Spilaði mest íslensku leikmannanna í leiknum. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 2 (3 varin skot - 19:37 mín.) Kom inn á þegar um tuttugu mínútur voru eftir, á versta kafla íslenska liðsins í leiknum. Varði aðeins þrjú skot af þeim þrettán sem hann fékk á sig en gaf tvær stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 19:38 mín.) Magdeburgar-maðurinn sýndi ekki sparihliðarnar í kvöld. Komst aldrei í neinn takt við leikinn og tapaði boltanum fjórum sinnum. Verður að nýtast íslenska liðinu betur en hann gerði í þessum leik. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 2 (0 mörk - 11:20 mín.) Klikkaði á eina skotinu sem hann tók og fékk svo rauða spjaldið fyrir afar klaufalegt brot. Fékk einnig rautt spjald í fyrri leiknum gegn Svíum. Verður að vera skynsamari í sínum aðgerðum og beisla keppnisskapið betur. Við þurfum á Elliða að halda. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 10:36 mín.) Fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti og nýtti þær ágætlega. Skoraði tvö glæsileg mörk með þrumuskotum. Náði svo sex stoppum í vörninni. Getur reynst íslenska liðinu mjög dýrmætur í framhaldinu. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 24:37 mín.) Spilaði megnið af seinni hálfleiknum en gerði engar rósir. Klikkaði á tveimur skotum og fékk tvær brottvísanir. Teitur verður að gera betur þegar hann fær tækifæri. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3 (4 mörk - 27:34 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn og komst vel frá sínu. Skoraði einu sinni í autt markið, einu sinni úr hraðaupphlaupi, einu sinni af línu og einu sinni úr vinstra horninu. Virðist vera kominn aðeins í skuggann af Orra. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (3 mörk - 29:48 mín.) Skipti við Óðin í hálfleik. Klúðraði fyrsta skotinu sínu en skoraði úr næstu þremur. Fínt dagsverk hjá Sigvalda. Sveinn Jóhannsson, línumaður - 2 (0 mörk - 5:51 mín.) Virkaði hálf týndur þær fáu mínútur sem hann fékk. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi/vinstri skytta - 3 (1 mark - 15:42 mín.) Kom frekar seint inn á og lék aðeins síðasta fjórðung leiksins. Skoraði eitt mark og opnaði vel fyrir samherja sína. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari - 4 Íslenska liðið lék mjög vel í kvöld og fyrir utan 5-0 kaflann um miðjan seinni hálfleik hlýtur Snorri að vera að mestu sáttur með frammistöðu íslenska liðsins. Vörnin var mjög sterk öflug, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Íslendingar skoruðu tólf mörk úr hraðaupphlaupum. Snorri hefði ef til vill getað látið Þorstein og Hauk fá fleiri mínútur og hann á enn eftir að fá það besta út úr Gísla. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Íslendingar tóku strax völdin, komust í 8-2 og leiddu með tíu mörkum í hálfleik, 18-8. Strákarnir okkar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og náðu mest fjórtán marka forskoti. Eftir það kom smá losarabragur á íslenska liðið og Grænhöfðaeyjar skoruðu fimm mörk í röð. Okkar menn stigu þá aftur á bensíngjöfina og unnu á endanum þrettán marka sigur, 34-21. Íslensku hornamennirnir höfðu úr miklu að moða í leiknum og skoruðu samtals tuttugu mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu og vörnin var lengst af gríðarlega sterk. Byrjunarliðið stóð fyrir sínu en mönnunum sem komu inn af bekknum gekk misvel að setja mark sitt á leikinn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Grænhöfðaeyjum: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 5 (11 varin skot - 37:53 mín.) Var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann tók átta af þeim ellefu skotum sem hann varði í leiknum. Endaði með fimmtíu prósent hlutfallsmarkvörslu sem er ekki hægt að kvarta yfir. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 5 (8/3 mörk - 30:05 mín.) Glansaði í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti. Spilaði allan fyrri hálfleik og skoraði þá sex mörk. Bætti svo tveimur vítamörkum við í seinni hálfleik og endaði markahæstur á vellinum. Sýndi gríðarlega öryggi í færunum sínum. Geislar af sjálfstrausti og er að spila frábærlega um þessar mundir. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk - 36:09 mín.) Gríðarlega öflugur í miðri vörninni og stöðvaði ófáar sóknir Grænhöfðeyinga. Stal boltanum í þrígang. Klikkaði á fyrstu þremur skotunum sínum en skoraði úr næstu þremur og gaf fjórar stoðsendingar. Flottur leikur hjá Selfyssingnum. Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 34:14 mín.) Mjög sterkur í vörninni og átti stóran þátt í því að Ísland fékk aðeins 21 mark á sig. Stýrði sókninni vel, skoraði tvö mörk og gaf sex stoðsendingar. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 40:35 mín.) Hefur oft farið meira fyrir Viggó en hann skilaði skínandi góðri frammistöðu. Varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Seltirningurinn gerði sitt lítið að hverju í sókninni. Hann skoraði þrjú mörk, gaf sex stoðsendingar og fiskaði tvö víti. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 4 (5/1 mörk - 28:51 mín.) Var í markakeppni við Orra í fyrri hálfleik og skoraði þá fimm mörk. Klikkaði á einu víti og einu skoti til en skilaði sínu. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 4 (1 mark - 48:21 mín.) Stýrði vörninni og var grjótharður í baráttunni við líkamlega sterka leikmenn Grænhöfðaeyja. Fékk ekki úr miklu að moða í sókninni. Spilaði mest íslensku leikmannanna í leiknum. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 2 (3 varin skot - 19:37 mín.) Kom inn á þegar um tuttugu mínútur voru eftir, á versta kafla íslenska liðsins í leiknum. Varði aðeins þrjú skot af þeim þrettán sem hann fékk á sig en gaf tvær stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 19:38 mín.) Magdeburgar-maðurinn sýndi ekki sparihliðarnar í kvöld. Komst aldrei í neinn takt við leikinn og tapaði boltanum fjórum sinnum. Verður að nýtast íslenska liðinu betur en hann gerði í þessum leik. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 2 (0 mörk - 11:20 mín.) Klikkaði á eina skotinu sem hann tók og fékk svo rauða spjaldið fyrir afar klaufalegt brot. Fékk einnig rautt spjald í fyrri leiknum gegn Svíum. Verður að vera skynsamari í sínum aðgerðum og beisla keppnisskapið betur. Við þurfum á Elliða að halda. Þorsteinn Leó Gunnarsson, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 10:36 mín.) Fékk sínar fyrstu mínútur á stórmóti og nýtti þær ágætlega. Skoraði tvö glæsileg mörk með þrumuskotum. Náði svo sex stoppum í vörninni. Getur reynst íslenska liðinu mjög dýrmætur í framhaldinu. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 2 (1 mark - 24:37 mín.) Spilaði megnið af seinni hálfleiknum en gerði engar rósir. Klikkaði á tveimur skotum og fékk tvær brottvísanir. Teitur verður að gera betur þegar hann fær tækifæri. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3 (4 mörk - 27:34 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn og komst vel frá sínu. Skoraði einu sinni í autt markið, einu sinni úr hraðaupphlaupi, einu sinni af línu og einu sinni úr vinstra horninu. Virðist vera kominn aðeins í skuggann af Orra. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (3 mörk - 29:48 mín.) Skipti við Óðin í hálfleik. Klúðraði fyrsta skotinu sínu en skoraði úr næstu þremur. Fínt dagsverk hjá Sigvalda. Sveinn Jóhannsson, línumaður - 2 (0 mörk - 5:51 mín.) Virkaði hálf týndur þær fáu mínútur sem hann fékk. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi/vinstri skytta - 3 (1 mark - 15:42 mín.) Kom frekar seint inn á og lék aðeins síðasta fjórðung leiksins. Skoraði eitt mark og opnaði vel fyrir samherja sína. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari - 4 Íslenska liðið lék mjög vel í kvöld og fyrir utan 5-0 kaflann um miðjan seinni hálfleik hlýtur Snorri að vera að mestu sáttur með frammistöðu íslenska liðsins. Vörnin var mjög sterk öflug, sérstaklega í fyrri hálfleik, og Íslendingar skoruðu tólf mörk úr hraðaupphlaupum. Snorri hefði ef til vill getað látið Þorstein og Hauk fá fleiri mínútur og hann á enn eftir að fá það besta út úr Gísla. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira