Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2025 11:26 Dómarar hafa sent inn kæru til KKÍ vegna hrópa sem heyrðust frá áhorfendum í leik KFG og Breiðabliks á laugardag. Skjáskot/veo Í yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeild KFG eru rasísk ummæli stuðningsmanns liðsins fordæmd, og harmað að þau skuli skyggja á starf félagsins. Eins og fram kom í morgun var dómari í leik KFG gegn Breiðabliki, í 1. deild karla í Garðabæ á laugardag, beittur kynþáttaníði. Heyra má á upptöku þegar áhorfandi kallar: „Ertu of skáeygður til að sjá þetta.“ Dómarar leiksins, þeir Einar Valur Gunnarsson og Federick Alfred U Capellan, hafa nú lagt fram kæru samkvæmt frétt mbl.is og beinist kæran að KFG, Knattspyrnufélagi Garðabæjar, sem umsjónaraðila leiksins. Í yfirlýsingunni frá körfuknattleiksdeild KFG segir meðal annars: „Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins.“ „Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu,“ og eru dómarar leiksins beðnir afsökunar. Málið er nú komið inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands og má búast við að aganefnd sambandsins skeri úr um það hverjar afleiðingar þess verða fyrir KFG. Yfirlýsing frá KFG Síðastliðinn laugardag mættust grannliðin KFG og Breiðablik í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var hin besta skemmtun, mikill hraði og vel tekist á innan vallar. Körfuknattleiksdeild KFG var stofnuð til að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á að þroskast og reyna sig í krefjandi keppni, taka skrefið fram á við og ná íþróttalegum markmiðum sínum. Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins. Rasísku ummæli stuðningsmanns KFG hafa skyggt á umræðuna eftir leikinn og þá gleði sem fylgdi ágætis frammistöðu liðsins innan vallar. Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu. Við biðjum dómara leiksins, þá Federick Alfred U Capellan og Einar Val Gunnarsson afsökunar fyrir hönd félagsins. Fyrir hönd KFGSnorri Örn Arnaldsson, formaður kkd. KFGSindri Rósenkranz Sævarsson, formaður aðalstjórnar KFG Körfubolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Eins og fram kom í morgun var dómari í leik KFG gegn Breiðabliki, í 1. deild karla í Garðabæ á laugardag, beittur kynþáttaníði. Heyra má á upptöku þegar áhorfandi kallar: „Ertu of skáeygður til að sjá þetta.“ Dómarar leiksins, þeir Einar Valur Gunnarsson og Federick Alfred U Capellan, hafa nú lagt fram kæru samkvæmt frétt mbl.is og beinist kæran að KFG, Knattspyrnufélagi Garðabæjar, sem umsjónaraðila leiksins. Í yfirlýsingunni frá körfuknattleiksdeild KFG segir meðal annars: „Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins.“ „Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu,“ og eru dómarar leiksins beðnir afsökunar. Málið er nú komið inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands og má búast við að aganefnd sambandsins skeri úr um það hverjar afleiðingar þess verða fyrir KFG. Yfirlýsing frá KFG Síðastliðinn laugardag mættust grannliðin KFG og Breiðablik í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var hin besta skemmtun, mikill hraði og vel tekist á innan vallar. Körfuknattleiksdeild KFG var stofnuð til að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri á að þroskast og reyna sig í krefjandi keppni, taka skrefið fram á við og ná íþróttalegum markmiðum sínum. Við sem förum fyrir félaginu gerum miklar kröfur til okkar leikmanna, þjálfara og þeirra sem að félaginu koma. Það er því gríðarleg vonbrigði fyrir okkur sem að félaginu koma að stuðningsmaður KFG skuli láta rasísk ummæli falla í garð dómara, og skyggi þannig á það mikilvæga starf sem fram fer innan félagsins. Rasísku ummæli stuðningsmanns KFG hafa skyggt á umræðuna eftir leikinn og þá gleði sem fylgdi ágætis frammistöðu liðsins innan vallar. Aðdragandi þessara ummæla skiptir engu máli, enda verður að gera þá sjálfsögðu kröfu á stuðningsmenn íþróttaliða að sýna háttvísi í sinni framkomu. Það skal engum vafa undirorpið að KFG fordæmir þessa orðræðu. Við biðjum dómara leiksins, þá Federick Alfred U Capellan og Einar Val Gunnarsson afsökunar fyrir hönd félagsins. Fyrir hönd KFGSnorri Örn Arnaldsson, formaður kkd. KFGSindri Rósenkranz Sævarsson, formaður aðalstjórnar KFG
Körfubolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira