„Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2025 23:15 Dominykas Milka var erfiður viðureignar fyrir David Okeke í leik Álftaness og Njarðvíkur. vísir / diego Hinn margreyndi Dominykas Milka var til umræðu í þættinum Bónus Körfuboltakvöld í gærkvöldi en hann átti góðan leik þegar Njarðvík vann Álftanes í Bónus-deildinni á fimmtudag. Njarðvík vann góðan útisigur á Álftnesingum í Bónus-deild karla í körfubolta á fimmtudag. Í þættinum Bónus Körfuboltakvöld fóru þeir Stefán Árni Pálsson, Hermann Hauksson og Jón Halldór Eðvaldsson yfir sigur Njarðvíkinga og tóku frammistöðu Dominykas Milka sérstaklega fyrir. „Njarðvík gjörsamlega ruslaði baráttunni inni í teig. Þeir vinna frákastabaráttuna með tuttugu fráköstum,“ sagði Stefán Árni og Hermann tók undir. „13-2 í sóknarfráköstum er eitt og sér óboðlegt. Það er ekki eins og Álftanes sé með eitthvað lágvaxið lið og litla kalla inni í teig,“ sagði Hermann og sagði þessa tölfræði hafa komið sér á óvart. Dominykas Milka skoraði 23 stig í leiknum og tók þar að auki 10 fráköst. Jón Halldór Eðvaldsson var ánægður með Milka í liði Njarðvíkur. „Hann er búinn að vera ógeðslega flottur fyrir þetta Njarðvíkurlið og fengið endurnýjun lífdaga. Hann var ekki góður fyrir Keflavík síðasta tímabilið þar, hverju sem það er um að kenna. Hvort það var hann sjálfur eða eitthvað annað,“ sagði Jón Halldór. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld: Nýtt líf Dominykas Milka „Hann lítur út fyrir að vera geggjaður varnarlega sem hann er svo sannarlega ekki. Þetta er bara „coaching brilliance“ fyrir mér,“ bætti Jón Halldór við og vísar þar til Rúnars Inga Erlingssonar þjálfara Njarðvíkur. Alla umræðu þeirra félaga um Milka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar má meðal annars heyra skemmtilega sögu Jóns Halldórs um það þegar Jonni sá um að semja við Milka fyrir hönd Keflavíkur á sínum tíma. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Njarðvík vann góðan útisigur á Álftnesingum í Bónus-deild karla í körfubolta á fimmtudag. Í þættinum Bónus Körfuboltakvöld fóru þeir Stefán Árni Pálsson, Hermann Hauksson og Jón Halldór Eðvaldsson yfir sigur Njarðvíkinga og tóku frammistöðu Dominykas Milka sérstaklega fyrir. „Njarðvík gjörsamlega ruslaði baráttunni inni í teig. Þeir vinna frákastabaráttuna með tuttugu fráköstum,“ sagði Stefán Árni og Hermann tók undir. „13-2 í sóknarfráköstum er eitt og sér óboðlegt. Það er ekki eins og Álftanes sé með eitthvað lágvaxið lið og litla kalla inni í teig,“ sagði Hermann og sagði þessa tölfræði hafa komið sér á óvart. Dominykas Milka skoraði 23 stig í leiknum og tók þar að auki 10 fráköst. Jón Halldór Eðvaldsson var ánægður með Milka í liði Njarðvíkur. „Hann er búinn að vera ógeðslega flottur fyrir þetta Njarðvíkurlið og fengið endurnýjun lífdaga. Hann var ekki góður fyrir Keflavík síðasta tímabilið þar, hverju sem það er um að kenna. Hvort það var hann sjálfur eða eitthvað annað,“ sagði Jón Halldór. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld: Nýtt líf Dominykas Milka „Hann lítur út fyrir að vera geggjaður varnarlega sem hann er svo sannarlega ekki. Þetta er bara „coaching brilliance“ fyrir mér,“ bætti Jón Halldór við og vísar þar til Rúnars Inga Erlingssonar þjálfara Njarðvíkur. Alla umræðu þeirra félaga um Milka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Þar má meðal annars heyra skemmtilega sögu Jóns Halldórs um það þegar Jonni sá um að semja við Milka fyrir hönd Keflavíkur á sínum tíma.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira