Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar 5. janúar 2025 12:01 Ég hef í spjalli við ýmsa orðið þess áskynja að sumir trúa lyginni sem haldið hefur verið að fólki árum saman um „áframhald“ aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þannig hefur fólk í Viðreisn, Samfylkingu og aðrir með sambærilega siðferðisvitund hamrað á því að hægt sé að setjast niður í einhverskonar óformlegt kaffispjall við ESB í þeim tilgangi að komast að því „hvað sé í boði“ fyrir Ísland ef landið gengi í sambandið. Þegar þeir svo neyðast í rökræður um hvernig þessu er í raun háttað vísa þeir einatt í að Norðmenn hafi einmitt gert þetta áður. Á sama hátt og að fullyrðingin um „áframhald“ viðræðna er blekking, þá er það líka fals að halda því fram að Ísland geti fetað sömu slóð og Noregur á sínum tíma þar sem ESB breytti inngönguferli umsóknarríkja eftir seinni höfnun Noregs yfir í aðlögunarferli þar sem hvert umsóknarríki aðlagi lög, reglur og stofnanaumhverfi viðkomandi lands að kröfum ESB samhliða viðræðunum. Þannig verði umsóknarríkið búið að innleiða öll lög, allar reglur og allar aðrar kröfur sambandsins í lok viðræðnanna. Í þessu ljósi er önnur kosning almennings á þeim tímapunkti sýndarmennska og blekking. Íslendingar voru svo ólánsamir að fá yfir sig ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 sem sótti um aðild að Evrópusambandinu. Það gerði hún eftir stærstu kosningasvik Íslandssögunnar sem formaður Vinstri grænna, Steingrímur Jóhann Sigfússon, á „heiðurinn“ að. Hann lofaði ítrekað í aðdraganda kosninga að VG myndi aldrei taka þátt í að sækja um aðild að ESB kæmust þeir í ríkisstjórn. Út á þessi loforð fékk hann mjög mörg atkvæði fólks sem annars hefði aldrei kosið flokk hans, en kjósendur voru varla komnir út úr kjörklefanum þegar hnífasettið stóð í baki þeirra. Aðildarviðræður Íslendinga reyndust (eins og margir vissu) vera aðlögunarviðræður og á þeim tíma sem þær stóðu yfir véluðu ráðherrar og embættismenn um umbreytingu Íslands á þeim sviðum sem hverju sinni voru í umræðuferli. Aðlögunarferlið rak svo í rogastans þegar að því kom að gefa eftir stjórn sjávarauðlinda Íslands til skrifstofumanna í Brussel. Auðvitað vissu allir að það væri ein slæmra afleiðinga inngöngu í sambandið, en á þessum tímapunkti hættu blekkingar stjórnarliða að virka og Ísland slapp með skrekkinn þegar aðlögunarumsóknin var sett á ís. Næsta ríkisstjórn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stýrði tók svo að sér að loka endanlega fyrir blekkingaleik fyrri stjórnvalda með afgerandi hætti sem Evrópusambandið átti ekki annars kost en að taka undir. Í ljósi ofanritaðs má öllum vera ljóst að Ísland er ekki umsóknarríki um aðild að ESB. Þannig afhjúpast blekkingarleikur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um að kosið skuli um áframhald viðræðna við sambandið því ekki er hægt að taka upp þráðinn á því sem ekki er til staðar. Það er ekki heldur hægt að kjósa um að „kíkja í pakkann“, heldur þyrfti að sækja að nýju um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem er allt annar hlutur. Þá er með öllu óvíst að aðildarríki ESB kæri sig um aðra slíka umsókn vitandi það að hvorki ríkisstjórn Íslands, Alþingi eða íslenskur almenningur er samstíga um inngöngu. Í raun eru Íslendingar mótfallnir því að binda trúss sitt frekar en orðið er við ríkjasamband ESB vitandi að hagsmunir Íslendinga yrðu þar fyrir borð bornir, en í ljósi þess að mannfjöldi ríkjanna ræður valdahlutföllunum og í ESB eru um 500 milljónir manns á meðan Íslendingar eru innan við 400 þúsund. Íslendingar ættu að einbeita sér að þeim málum sem lagfæra þarf hér innanlands fremur en að steypa þjóðinni í uppnám næstu árin með umræðum um aðildarumsókn að ESB og öllum þeim gífurlega kostnaði sem slíkri umsókn myndi fylgja. Íslendingar eru stolt sjálfstæð þjóð sem þarf ekki að láta segja sér fyrir verkum og verandi utan ríkjabandalags Evrópusambandsins erum við þjóð meðal þjóða og höfum okkar eigin rödd. Höldum áfram að vera sjálfstæð fullvalda þjóð. Áfram Ísland. Höfundur er stoltur Íslendingur og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Högni Elfar Gylfason Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef í spjalli við ýmsa orðið þess áskynja að sumir trúa lyginni sem haldið hefur verið að fólki árum saman um „áframhald“ aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þannig hefur fólk í Viðreisn, Samfylkingu og aðrir með sambærilega siðferðisvitund hamrað á því að hægt sé að setjast niður í einhverskonar óformlegt kaffispjall við ESB í þeim tilgangi að komast að því „hvað sé í boði“ fyrir Ísland ef landið gengi í sambandið. Þegar þeir svo neyðast í rökræður um hvernig þessu er í raun háttað vísa þeir einatt í að Norðmenn hafi einmitt gert þetta áður. Á sama hátt og að fullyrðingin um „áframhald“ viðræðna er blekking, þá er það líka fals að halda því fram að Ísland geti fetað sömu slóð og Noregur á sínum tíma þar sem ESB breytti inngönguferli umsóknarríkja eftir seinni höfnun Noregs yfir í aðlögunarferli þar sem hvert umsóknarríki aðlagi lög, reglur og stofnanaumhverfi viðkomandi lands að kröfum ESB samhliða viðræðunum. Þannig verði umsóknarríkið búið að innleiða öll lög, allar reglur og allar aðrar kröfur sambandsins í lok viðræðnanna. Í þessu ljósi er önnur kosning almennings á þeim tímapunkti sýndarmennska og blekking. Íslendingar voru svo ólánsamir að fá yfir sig ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 sem sótti um aðild að Evrópusambandinu. Það gerði hún eftir stærstu kosningasvik Íslandssögunnar sem formaður Vinstri grænna, Steingrímur Jóhann Sigfússon, á „heiðurinn“ að. Hann lofaði ítrekað í aðdraganda kosninga að VG myndi aldrei taka þátt í að sækja um aðild að ESB kæmust þeir í ríkisstjórn. Út á þessi loforð fékk hann mjög mörg atkvæði fólks sem annars hefði aldrei kosið flokk hans, en kjósendur voru varla komnir út úr kjörklefanum þegar hnífasettið stóð í baki þeirra. Aðildarviðræður Íslendinga reyndust (eins og margir vissu) vera aðlögunarviðræður og á þeim tíma sem þær stóðu yfir véluðu ráðherrar og embættismenn um umbreytingu Íslands á þeim sviðum sem hverju sinni voru í umræðuferli. Aðlögunarferlið rak svo í rogastans þegar að því kom að gefa eftir stjórn sjávarauðlinda Íslands til skrifstofumanna í Brussel. Auðvitað vissu allir að það væri ein slæmra afleiðinga inngöngu í sambandið, en á þessum tímapunkti hættu blekkingar stjórnarliða að virka og Ísland slapp með skrekkinn þegar aðlögunarumsóknin var sett á ís. Næsta ríkisstjórn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stýrði tók svo að sér að loka endanlega fyrir blekkingaleik fyrri stjórnvalda með afgerandi hætti sem Evrópusambandið átti ekki annars kost en að taka undir. Í ljósi ofanritaðs má öllum vera ljóst að Ísland er ekki umsóknarríki um aðild að ESB. Þannig afhjúpast blekkingarleikur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um að kosið skuli um áframhald viðræðna við sambandið því ekki er hægt að taka upp þráðinn á því sem ekki er til staðar. Það er ekki heldur hægt að kjósa um að „kíkja í pakkann“, heldur þyrfti að sækja að nýju um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem er allt annar hlutur. Þá er með öllu óvíst að aðildarríki ESB kæri sig um aðra slíka umsókn vitandi það að hvorki ríkisstjórn Íslands, Alþingi eða íslenskur almenningur er samstíga um inngöngu. Í raun eru Íslendingar mótfallnir því að binda trúss sitt frekar en orðið er við ríkjasamband ESB vitandi að hagsmunir Íslendinga yrðu þar fyrir borð bornir, en í ljósi þess að mannfjöldi ríkjanna ræður valdahlutföllunum og í ESB eru um 500 milljónir manns á meðan Íslendingar eru innan við 400 þúsund. Íslendingar ættu að einbeita sér að þeim málum sem lagfæra þarf hér innanlands fremur en að steypa þjóðinni í uppnám næstu árin með umræðum um aðildarumsókn að ESB og öllum þeim gífurlega kostnaði sem slíkri umsókn myndi fylgja. Íslendingar eru stolt sjálfstæð þjóð sem þarf ekki að láta segja sér fyrir verkum og verandi utan ríkjabandalags Evrópusambandsins erum við þjóð meðal þjóða og höfum okkar eigin rödd. Höldum áfram að vera sjálfstæð fullvalda þjóð. Áfram Ísland. Höfundur er stoltur Íslendingur og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar