Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2024 10:31 Magnús Stefánsson og hans menn í ÍBV eru komnir áfram í Powerade-bikarnum eftir sigur á tveimur dómstigum. vísir/Diego Í dag, rúmum mánuði eftir umdeildan bikarleik Hauka og ÍBV, er orðið endanlega ljóst að Eyjamenn fá dæmdan 10-0 sigur í leiknum og spila því gegn FH í 8-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Þettta er niðurstaðan eftir dóm Áfrýjunardómstóls HSÍ sem Vísir hefur undir höndum. Haukar unnu leikinn 37-29, 17. nóvember en Eyjamenn kröfðust 10-0 sigurs vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Fulltrúar beggja liða mættu á svokallaðan „tæknifund“ með eftirlitsmanni leiksins, sem Haukar segja að hafi hafist seinna en ella vegna þess að eftirlitsmaður hafi mætt seint auk þess sem fulltrúi ÍBV hafi vikið af fundinum um tíma, áður en eftirlitsmaður mætti. Allir voru þó mættir rétt rúmum klukkutíma fyrir leik og voru leikskýrslur slegnar tímanlega inn í „HB ritara“, tölvukerfið sem notað er til að fylla út skýrslur. Illa gekk hins vegar að prenta út skýrslu til yfirferðar. Þegar það hafðist var minna en klukkutími til leiks. Fulltrúi Hauka tók þá eftir því að nafn Helga Marinós Kristóferssonar var á skýrslunni en þar átti Andri Fannar Elísson að vera í hans stað. Fulltrúi Hauka breytti því skýrslunni en eftirlitsmaður HSÍ sagðist þá þurfa að geta þess í skýrslu um leikinn. ÍBV ákvað í kjölfarið að kæra framkvæmd leiksins og dæmdi dómstóll HSÍ Eyjamönnum í hag í síðasta mánuði. Haukar áfrýjuðu þeim dómi til Áfrýjunardómstóls HSÍ sem nú hefur komist að sömu niðurstöðu og segir meðal annars: „...Gögn bera þó með sér að skýrslunni var breytt þegar innan við 60 mínútur voru til leiks, eða eftir að tímamark til breytinga var liðið. Að þeirri niðurstöðu fenginni þjóna vangaveltur um hvort breyting hafi verið samþykkt af stefnda hér fyri rdómi (kæranda fyrir dómstóli HSÍ), eftirlismaður fallist á eða gert athugasemd við breytingu, engum tilgangi. Reglan er fortakslaus og breyting verður ekki gerð á leikskýrslu síðustu 60 mínútur fyrir leik.“ Ljóst er að Haukar eru afar óánægðir með niðurstöðuna eins og fram kom í máli Andra Más Ólafssonar, formanns handknattleiksdeildar Hauka, við Vísi eftir að dómur Dómstóls HSÍ var birtur 27. nóvember. „Þetta er mjög sérstakt. Maður veltir fyrir sér hvert við séum komin sem hreyfing ef að þetta á að vera niðurstaðan. Ég hefði haldið að maður myndi vilja vinna leikinn á parketinu en ekki á einhverjum tæknilegum tiktúrum eða öðru,“ sagði Andri og fullyrti að ýmislegt sem fram kæmi í dómnum væri ekki sannleikanum samkvæmt. Þrjú lið eru komin áfram í undanúrslit Powerade-bikars karla, eftir leiki í vikunni, en það eru Stjarnan, Afturelding og Fram. Óvíst er hvenær leikur ÍBV og FH verður spilaður en honum var frestað vegna óvissunnar um dóminn. Sá leikur mun fara fram í Vestmannaeyjum. Undanúrslitin eru svo 26. febrúar. Powerade-bikarinn Handbolti Haukar ÍBV Tengdar fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV Mótanefnd HSÍ hefur frestað leik ÍBV og FH í átta liða úrslitum Powerade bikars karla í handbolta vegna þess að enn er ekki komin niðurstaða í kærumál Hauka og ÍBV. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn fer fram en það gæti ekki verið fyrr en í febrúar. 12. desember 2024 15:21 Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, er allt annað en sáttur með að Haukum hafi verið dæmdur ósigur gegn ÍBV í bikarkeppni karla í handbolta. Hann segir að venja sé að betra liðið fari áfram og að Haukar muni áfrýja. 28. nóvember 2024 08:32 Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ „Ég býst bara við að þessu verði vísað frá, þar sem þetta er algjörlega tilhæfulaust,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, um kæru ÍBV gegn félaginu eftir leik liðanna í Powerade-bikar karla. 24. nóvember 2024 14:02 ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku. 24. nóvember 2024 11:44 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Þettta er niðurstaðan eftir dóm Áfrýjunardómstóls HSÍ sem Vísir hefur undir höndum. Haukar unnu leikinn 37-29, 17. nóvember en Eyjamenn kröfðust 10-0 sigurs vegna brots Hauka á nýrri reglu, sem fast hefur verið fylgt eftir, um að ekki megi breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik. Fulltrúar beggja liða mættu á svokallaðan „tæknifund“ með eftirlitsmanni leiksins, sem Haukar segja að hafi hafist seinna en ella vegna þess að eftirlitsmaður hafi mætt seint auk þess sem fulltrúi ÍBV hafi vikið af fundinum um tíma, áður en eftirlitsmaður mætti. Allir voru þó mættir rétt rúmum klukkutíma fyrir leik og voru leikskýrslur slegnar tímanlega inn í „HB ritara“, tölvukerfið sem notað er til að fylla út skýrslur. Illa gekk hins vegar að prenta út skýrslu til yfirferðar. Þegar það hafðist var minna en klukkutími til leiks. Fulltrúi Hauka tók þá eftir því að nafn Helga Marinós Kristóferssonar var á skýrslunni en þar átti Andri Fannar Elísson að vera í hans stað. Fulltrúi Hauka breytti því skýrslunni en eftirlitsmaður HSÍ sagðist þá þurfa að geta þess í skýrslu um leikinn. ÍBV ákvað í kjölfarið að kæra framkvæmd leiksins og dæmdi dómstóll HSÍ Eyjamönnum í hag í síðasta mánuði. Haukar áfrýjuðu þeim dómi til Áfrýjunardómstóls HSÍ sem nú hefur komist að sömu niðurstöðu og segir meðal annars: „...Gögn bera þó með sér að skýrslunni var breytt þegar innan við 60 mínútur voru til leiks, eða eftir að tímamark til breytinga var liðið. Að þeirri niðurstöðu fenginni þjóna vangaveltur um hvort breyting hafi verið samþykkt af stefnda hér fyri rdómi (kæranda fyrir dómstóli HSÍ), eftirlismaður fallist á eða gert athugasemd við breytingu, engum tilgangi. Reglan er fortakslaus og breyting verður ekki gerð á leikskýrslu síðustu 60 mínútur fyrir leik.“ Ljóst er að Haukar eru afar óánægðir með niðurstöðuna eins og fram kom í máli Andra Más Ólafssonar, formanns handknattleiksdeildar Hauka, við Vísi eftir að dómur Dómstóls HSÍ var birtur 27. nóvember. „Þetta er mjög sérstakt. Maður veltir fyrir sér hvert við séum komin sem hreyfing ef að þetta á að vera niðurstaðan. Ég hefði haldið að maður myndi vilja vinna leikinn á parketinu en ekki á einhverjum tæknilegum tiktúrum eða öðru,“ sagði Andri og fullyrti að ýmislegt sem fram kæmi í dómnum væri ekki sannleikanum samkvæmt. Þrjú lið eru komin áfram í undanúrslit Powerade-bikars karla, eftir leiki í vikunni, en það eru Stjarnan, Afturelding og Fram. Óvíst er hvenær leikur ÍBV og FH verður spilaður en honum var frestað vegna óvissunnar um dóminn. Sá leikur mun fara fram í Vestmannaeyjum. Undanúrslitin eru svo 26. febrúar.
Powerade-bikarinn Handbolti Haukar ÍBV Tengdar fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV Mótanefnd HSÍ hefur frestað leik ÍBV og FH í átta liða úrslitum Powerade bikars karla í handbolta vegna þess að enn er ekki komin niðurstaða í kærumál Hauka og ÍBV. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn fer fram en það gæti ekki verið fyrr en í febrúar. 12. desember 2024 15:21 Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, er allt annað en sáttur með að Haukum hafi verið dæmdur ósigur gegn ÍBV í bikarkeppni karla í handbolta. Hann segir að venja sé að betra liðið fari áfram og að Haukar muni áfrýja. 28. nóvember 2024 08:32 Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ „Ég býst bara við að þessu verði vísað frá, þar sem þetta er algjörlega tilhæfulaust,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, um kæru ÍBV gegn félaginu eftir leik liðanna í Powerade-bikar karla. 24. nóvember 2024 14:02 ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku. 24. nóvember 2024 11:44 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV Mótanefnd HSÍ hefur frestað leik ÍBV og FH í átta liða úrslitum Powerade bikars karla í handbolta vegna þess að enn er ekki komin niðurstaða í kærumál Hauka og ÍBV. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn fer fram en það gæti ekki verið fyrr en í febrúar. 12. desember 2024 15:21
Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, er allt annað en sáttur með að Haukum hafi verið dæmdur ósigur gegn ÍBV í bikarkeppni karla í handbolta. Hann segir að venja sé að betra liðið fari áfram og að Haukar muni áfrýja. 28. nóvember 2024 08:32
Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ „Ég býst bara við að þessu verði vísað frá, þar sem þetta er algjörlega tilhæfulaust,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, um kæru ÍBV gegn félaginu eftir leik liðanna í Powerade-bikar karla. 24. nóvember 2024 14:02
ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Eyjamenn bíða nú eftir niðurstöðu Dómstóls HSÍ eftir að hafa kært Hauka fyrir að nota ólöglegan leikmann, í leik liðanna í Powerade-bikar karla í handbolta fyrir viku. 24. nóvember 2024 11:44