Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 14:02 Haukar bíð þess að vita hvort þeir verði ekki örugglega með í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins í desember en dregið verður á miðvikudaginn. vísir/Anton „Ég býst bara við að þessu verði vísað frá, þar sem þetta er algjörlega tilhæfulaust,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, um kæru ÍBV gegn félaginu eftir leik liðanna í Powerade-bikar karla. Haukar unnu stórsigur í leiknum á Ásvöllum fyrir viku síðan en ÍBV kærði Hauka og vill meina að einn leikmanna Hauka hafi verið ólöglegur í leiknum, vegna breytingar á leikskýrslu innan við klukkutíma fyrir leik sem samkvæmt nýlegum reglum er ólögleg. „Í mínum huga er þetta algjör þvæla,“ segir Andri og bendir á að enginn hafi yfirgefið svokallaðan „tæknifund“ fyrir leik, þar sem fulltrúar liðanna fylltu út leikskýrslu ásamt eftirlitsdómara, fyrr en rétt leikskýrsla hafi verið staðfest. Snúist ekki um prentara heldur að menn hafi mætt seint Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að tæknifundur hafi hafist sjötíu mínútum fyrir leik og að fulltrúar beggja liða hafi staðfest skýrslur inn í „HB ritara“, kerfið sem heldur utan um skýrslur, 65 mínútum fyrir leik. Illa hafi hins vegar gengið að fá prentara til að prenta skýrsluna út til yfirferðar. Þegar prentun hafi tekist hafi fulltrúi Hauka séð að rangur leikmaður væri á skýrslu og breytt skýrslunni í HB ritara. „Eftirlitsmaður tók fram að tími til að breyta skýrslu væri liðinn og það yrði gerð athugasemd við það í skýrslu, starfsmaður ÍBV var upplýstur um það,“ segir í skýrslu eftirlitsmanns. Andri segir þessa lýsingu ekki standast. „Til þess að tæknifundur geti talist hafinn 70 mínútum fyrir leik þá þurfa allir að vera mættir,“ segir Andri. Eftirlitsmaður hafi mætt seint á fundinn og starfsmaður ÍBV þá verið búinn að víkja af fundinum og ekki mætt aftur fyrr en tveimur mínútum áður en frestur til að skila inn skýrslu rann út. „Málið snýst um hvort skýrslan hafi verið tilbúin þegar tæknifundinum var lokið, og hún var tilbúin þegar honum lauk,“ segir Andri en viðurkennir að það hafi vissulega verið innan við klukkutíma fyrir leik. „Ástæðan hafði mjög lítið með tæknimál að gera. Aðalástæðan var að starfsmaður ÍBV var ekki á staðnum fyrr en 62 mínútum fyrir leik. Ef eitthvað var að skýrslunni höfðum við engin tækifæri til að laga það,“ segir Andri. Hvað ef Herjólfi seinkar? Andri segir að þó að dæmi séu um að leikmenn hafi ekkigetað spilað, vegna þess að breytingar á leikskýrslu séu ekki leyfðar innan við klukkutíma fyrir leik, þá séu einnig mörg dæmi um að breytingar hafi verið leyfðar. Það hafi til að mynda gerst í leikjum ÍBV án þess að Eyjamenn gerðu nokkuð í því. „Þetta mál er búið að taka alveg nógu langan tíma. Á þetta þá að vera þannig að ef að Herjólfi seinkar og lið mætir 55 mínútum fyrir leik, að það sé ekki hægt að spila leikinn? Eða að menn geti dregið svona lappirnar við að mæta á tæknifund til að búa til svona stöðu?“ Eins og fyrr segir reiknar Andri með að Dómstóll HSÍ vísi málinu frá en vænta má niðurstöðu í þessari viku. Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Haukar unnu stórsigur í leiknum á Ásvöllum fyrir viku síðan en ÍBV kærði Hauka og vill meina að einn leikmanna Hauka hafi verið ólöglegur í leiknum, vegna breytingar á leikskýrslu innan við klukkutíma fyrir leik sem samkvæmt nýlegum reglum er ólögleg. „Í mínum huga er þetta algjör þvæla,“ segir Andri og bendir á að enginn hafi yfirgefið svokallaðan „tæknifund“ fyrir leik, þar sem fulltrúar liðanna fylltu út leikskýrslu ásamt eftirlitsdómara, fyrr en rétt leikskýrsla hafi verið staðfest. Snúist ekki um prentara heldur að menn hafi mætt seint Í skýrslu eftirlitsmanns leiksins, sem Vísir hefur undir höndum, segir að tæknifundur hafi hafist sjötíu mínútum fyrir leik og að fulltrúar beggja liða hafi staðfest skýrslur inn í „HB ritara“, kerfið sem heldur utan um skýrslur, 65 mínútum fyrir leik. Illa hafi hins vegar gengið að fá prentara til að prenta skýrsluna út til yfirferðar. Þegar prentun hafi tekist hafi fulltrúi Hauka séð að rangur leikmaður væri á skýrslu og breytt skýrslunni í HB ritara. „Eftirlitsmaður tók fram að tími til að breyta skýrslu væri liðinn og það yrði gerð athugasemd við það í skýrslu, starfsmaður ÍBV var upplýstur um það,“ segir í skýrslu eftirlitsmanns. Andri segir þessa lýsingu ekki standast. „Til þess að tæknifundur geti talist hafinn 70 mínútum fyrir leik þá þurfa allir að vera mættir,“ segir Andri. Eftirlitsmaður hafi mætt seint á fundinn og starfsmaður ÍBV þá verið búinn að víkja af fundinum og ekki mætt aftur fyrr en tveimur mínútum áður en frestur til að skila inn skýrslu rann út. „Málið snýst um hvort skýrslan hafi verið tilbúin þegar tæknifundinum var lokið, og hún var tilbúin þegar honum lauk,“ segir Andri en viðurkennir að það hafi vissulega verið innan við klukkutíma fyrir leik. „Ástæðan hafði mjög lítið með tæknimál að gera. Aðalástæðan var að starfsmaður ÍBV var ekki á staðnum fyrr en 62 mínútum fyrir leik. Ef eitthvað var að skýrslunni höfðum við engin tækifæri til að laga það,“ segir Andri. Hvað ef Herjólfi seinkar? Andri segir að þó að dæmi séu um að leikmenn hafi ekkigetað spilað, vegna þess að breytingar á leikskýrslu séu ekki leyfðar innan við klukkutíma fyrir leik, þá séu einnig mörg dæmi um að breytingar hafi verið leyfðar. Það hafi til að mynda gerst í leikjum ÍBV án þess að Eyjamenn gerðu nokkuð í því. „Þetta mál er búið að taka alveg nógu langan tíma. Á þetta þá að vera þannig að ef að Herjólfi seinkar og lið mætir 55 mínútum fyrir leik, að það sé ekki hægt að spila leikinn? Eða að menn geti dregið svona lappirnar við að mæta á tæknifund til að búa til svona stöðu?“ Eins og fyrr segir reiknar Andri með að Dómstóll HSÍ vísi málinu frá en vænta má niðurstöðu í þessari viku.
Powerade-bikarinn ÍBV Haukar Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti