„Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2024 12:03 Haukar og ÍBV hafa marga hildina háð í gegnum árin og nýfallinn dómur er ólíklegur til þess að auka vinskap á milli félaganna. vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara algjör þvæla. En fyrst að menn vilja fara þessa leið þá getum við haldið áfram að eyða tíma í þessa vitleysu,“ segir Andri Már Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, eftir að félaginu var dæmt 10-0 tap gegn ÍBV. Liðin mættust í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta, á Ásvöllum, og unnu Haukar sannfærandi stórsigur, 37-29. Samkvæmt dómi Dómstóls HSÍ voru Haukar hins vegar með ólöglegan leikmann. Samkvæmt nýlegum reglum má ekki breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik en það gerði fulltrúi Hauka á svokölluðum tæknifundi fyrir leikinn. Málið er þó ekki svo einfalt en Haukar hafa í sinni málsvörn bent á að það hafi dregist að hefja tæknifundinn, þar sem eftirlitsmaður HSÍ og fulltrúi ÍBV hafi mætt seint. Þó að tekist hafi að slá inn leikskýrslu í tölvu tímanlega, eða 62-63 mínútum fyrir leik, þá gafst ekki tími til að prenta út skýrsluna til yfirferðar vegna vandræða með prentara á Ásvöllum. Fulltrúi Hauka hafi svo gert eina breytingu, skömmu eftir að frestinum til þess lauk, eftir að hafa séð útprentuðu skýrsluna. Eftirlitsmaður lét hann þá vita að þess yrði getið í skýrslu um leikinn og nú hefur þetta orðið til þess að Haukar eru úr leik í bikarnum. „Löngu hætt að koma manni á óvart hvað kemur þaðan“ „Þetta er mjög sérstakt. Maður veltir fyrir sér hvert við séum komin sem hreyfing ef að þetta á að vera niðurstaðan. Ég hefði haldið að maður myndi vilja vinna leikinn á parketinu en ekki á einhverjum tæknilegum tiktúrum eða öðru,“ segir Andri í samtali við íþróttadeild og er vægast sagt ósáttur við dóminn: „Það er ýmislegt sem að kemur þarna fram sem er ekki einu sinni sannleikanum samkvæmt, þannig að það má búast við því að þessu verði áfrýjað.“ Haukar hafa þrjá daga til þess að áfrýja dómnum. Haukar og Eyjamenn hafa lengi eldað grátt silfur saman og segir Andri þá ákvörðun ÍBV að leggja fram kæru ekki óvænta: „Það kemur okkur svo sem ekki á óvart. Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi, því miður. Það er löngu hætt að koma manni á óvart hvað kemur þaðan.“ Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið er í hádeginu í dag, í 8-liða úrslit. Haukar ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Liðin mættust í 16-liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta, á Ásvöllum, og unnu Haukar sannfærandi stórsigur, 37-29. Samkvæmt dómi Dómstóls HSÍ voru Haukar hins vegar með ólöglegan leikmann. Samkvæmt nýlegum reglum má ekki breyta leikskýrslu innan við 60 mínútum fyrir leik en það gerði fulltrúi Hauka á svokölluðum tæknifundi fyrir leikinn. Málið er þó ekki svo einfalt en Haukar hafa í sinni málsvörn bent á að það hafi dregist að hefja tæknifundinn, þar sem eftirlitsmaður HSÍ og fulltrúi ÍBV hafi mætt seint. Þó að tekist hafi að slá inn leikskýrslu í tölvu tímanlega, eða 62-63 mínútum fyrir leik, þá gafst ekki tími til að prenta út skýrsluna til yfirferðar vegna vandræða með prentara á Ásvöllum. Fulltrúi Hauka hafi svo gert eina breytingu, skömmu eftir að frestinum til þess lauk, eftir að hafa séð útprentuðu skýrsluna. Eftirlitsmaður lét hann þá vita að þess yrði getið í skýrslu um leikinn og nú hefur þetta orðið til þess að Haukar eru úr leik í bikarnum. „Löngu hætt að koma manni á óvart hvað kemur þaðan“ „Þetta er mjög sérstakt. Maður veltir fyrir sér hvert við séum komin sem hreyfing ef að þetta á að vera niðurstaðan. Ég hefði haldið að maður myndi vilja vinna leikinn á parketinu en ekki á einhverjum tæknilegum tiktúrum eða öðru,“ segir Andri í samtali við íþróttadeild og er vægast sagt ósáttur við dóminn: „Það er ýmislegt sem að kemur þarna fram sem er ekki einu sinni sannleikanum samkvæmt, þannig að það má búast við því að þessu verði áfrýjað.“ Haukar hafa þrjá daga til þess að áfrýja dómnum. Haukar og Eyjamenn hafa lengi eldað grátt silfur saman og segir Andri þá ákvörðun ÍBV að leggja fram kæru ekki óvænta: „Það kemur okkur svo sem ekki á óvart. Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi, því miður. Það er löngu hætt að koma manni á óvart hvað kemur þaðan.“ Áætlað er að næsta umferð í bikarnum verði spiluð 17. og 18. desember. Dregið er í hádeginu í dag, í 8-liða úrslit.
Haukar ÍBV Powerade-bikarinn Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita