Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2024 22:22 Steeve Ho You Fat var að spila sinn síðasta leik fyrir Hauka í kvöld. vísir / anton „Ég vildi spila síðasta leikinn því hann var mjög mikilvægur fyrir liðið, og mig líka, þetta er í fyrsta sinn sem ég spila utan Frakklands. Við byrjuðum tímabilið illa þannig að það var mikilvægt fyrir mig að enda á góðum nótum og það skiptir mig miklu máli að hafa skilað öðrum sigri áður en ég fer frá liðinu,“ sagði Steeve Ho You Fat, sem lék sinn síðasta leik fyrir Hauka í 96-93 sigri gegn ÍR í kvöld. Hann vonar þó að þetta hafi ekki verið hans síðasti leikur á Íslandi. „Ég vil vera áfram hérna [á Íslandi]. Þannig að ef einhverju liði vantar stóran mann þá er ég liðtækur. En núna fer ég heim [til Frakklands], svo mun ég sjá til eftir jól hvað gerist. Félagaskiptamarkaðurinn verður opinn allan janúar þannig að það kemur bara í ljós hvað gerist. Ég er 36 ára en er að vonast til að geta hjálpað einhverju liði með minni reynslu og skemmt mér á vellinum. Ég er ekki að flýta mér en er opinn fyrir öllu.“ Steeve sýndi það að minnsta kosti í kvöld að hann getur spilað vel í efstu deild. Hann spilaði 36 mínútur í sigri Hauka og endaði leikinn með 19 stig á góðri skotnýtingu, auk sjö frákasta og tveggja stoðsendinga. „Já ég get enn spilað, þess vegna langaði mig að ferðast aðeins um. Ég bý yfir mikilli reynslu sem getur nýst liðum vel og er ennþá orkumikill inni á vellinum. Þetta var góð reynsla fyrir mig [að fara til Hauka], svo sjáum við bara hvað gerist næst.“ „Ég veit að Haukar eru að reyna að hjálpa mér að finna nýtt lið og ég er að skoða hvað er í boði. Ég á líka nokkra vini hérna, sem eru að spila í Tindastól og Álftanesi. Við erum bara að virkja tengslanetið og skoða markaðinn, sjá hvort einhver sýni áhuga. Ef eitthvað lið þarf á kröftum mínum að halda fer ég þangað, ef ekki fer ég eitthvað annað,“ sagði Steeve að lokum. Ef eitthvað lið ákveður að kalla leikmanninn til síns liðs mun Steeve þó vera í leikbanni fyrstu tvo leikina. Hann var dæmdur í bann fyrr í kvöld, sem undirritaður vissi ekki af þegar viðtalið var tekið, fyrir háttsemi sína í bikarleik gegn Breiðablik á dögunum. Bónus-deild karla Haukar Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
„Ég vil vera áfram hérna [á Íslandi]. Þannig að ef einhverju liði vantar stóran mann þá er ég liðtækur. En núna fer ég heim [til Frakklands], svo mun ég sjá til eftir jól hvað gerist. Félagaskiptamarkaðurinn verður opinn allan janúar þannig að það kemur bara í ljós hvað gerist. Ég er 36 ára en er að vonast til að geta hjálpað einhverju liði með minni reynslu og skemmt mér á vellinum. Ég er ekki að flýta mér en er opinn fyrir öllu.“ Steeve sýndi það að minnsta kosti í kvöld að hann getur spilað vel í efstu deild. Hann spilaði 36 mínútur í sigri Hauka og endaði leikinn með 19 stig á góðri skotnýtingu, auk sjö frákasta og tveggja stoðsendinga. „Já ég get enn spilað, þess vegna langaði mig að ferðast aðeins um. Ég bý yfir mikilli reynslu sem getur nýst liðum vel og er ennþá orkumikill inni á vellinum. Þetta var góð reynsla fyrir mig [að fara til Hauka], svo sjáum við bara hvað gerist næst.“ „Ég veit að Haukar eru að reyna að hjálpa mér að finna nýtt lið og ég er að skoða hvað er í boði. Ég á líka nokkra vini hérna, sem eru að spila í Tindastól og Álftanesi. Við erum bara að virkja tengslanetið og skoða markaðinn, sjá hvort einhver sýni áhuga. Ef eitthvað lið þarf á kröftum mínum að halda fer ég þangað, ef ekki fer ég eitthvað annað,“ sagði Steeve að lokum. Ef eitthvað lið ákveður að kalla leikmanninn til síns liðs mun Steeve þó vera í leikbanni fyrstu tvo leikina. Hann var dæmdur í bann fyrr í kvöld, sem undirritaður vissi ekki af þegar viðtalið var tekið, fyrir háttsemi sína í bikarleik gegn Breiðablik á dögunum.
Bónus-deild karla Haukar Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira