Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2024 22:22 Steeve Ho You Fat var að spila sinn síðasta leik fyrir Hauka í kvöld. vísir / anton „Ég vildi spila síðasta leikinn því hann var mjög mikilvægur fyrir liðið, og mig líka, þetta er í fyrsta sinn sem ég spila utan Frakklands. Við byrjuðum tímabilið illa þannig að það var mikilvægt fyrir mig að enda á góðum nótum og það skiptir mig miklu máli að hafa skilað öðrum sigri áður en ég fer frá liðinu,“ sagði Steeve Ho You Fat, sem lék sinn síðasta leik fyrir Hauka í 96-93 sigri gegn ÍR í kvöld. Hann vonar þó að þetta hafi ekki verið hans síðasti leikur á Íslandi. „Ég vil vera áfram hérna [á Íslandi]. Þannig að ef einhverju liði vantar stóran mann þá er ég liðtækur. En núna fer ég heim [til Frakklands], svo mun ég sjá til eftir jól hvað gerist. Félagaskiptamarkaðurinn verður opinn allan janúar þannig að það kemur bara í ljós hvað gerist. Ég er 36 ára en er að vonast til að geta hjálpað einhverju liði með minni reynslu og skemmt mér á vellinum. Ég er ekki að flýta mér en er opinn fyrir öllu.“ Steeve sýndi það að minnsta kosti í kvöld að hann getur spilað vel í efstu deild. Hann spilaði 36 mínútur í sigri Hauka og endaði leikinn með 19 stig á góðri skotnýtingu, auk sjö frákasta og tveggja stoðsendinga. „Já ég get enn spilað, þess vegna langaði mig að ferðast aðeins um. Ég bý yfir mikilli reynslu sem getur nýst liðum vel og er ennþá orkumikill inni á vellinum. Þetta var góð reynsla fyrir mig [að fara til Hauka], svo sjáum við bara hvað gerist næst.“ „Ég veit að Haukar eru að reyna að hjálpa mér að finna nýtt lið og ég er að skoða hvað er í boði. Ég á líka nokkra vini hérna, sem eru að spila í Tindastól og Álftanesi. Við erum bara að virkja tengslanetið og skoða markaðinn, sjá hvort einhver sýni áhuga. Ef eitthvað lið þarf á kröftum mínum að halda fer ég þangað, ef ekki fer ég eitthvað annað,“ sagði Steeve að lokum. Ef eitthvað lið ákveður að kalla leikmanninn til síns liðs mun Steeve þó vera í leikbanni fyrstu tvo leikina. Hann var dæmdur í bann fyrr í kvöld, sem undirritaður vissi ekki af þegar viðtalið var tekið, fyrir háttsemi sína í bikarleik gegn Breiðablik á dögunum. Bónus-deild karla Haukar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Sjá meira
„Ég vil vera áfram hérna [á Íslandi]. Þannig að ef einhverju liði vantar stóran mann þá er ég liðtækur. En núna fer ég heim [til Frakklands], svo mun ég sjá til eftir jól hvað gerist. Félagaskiptamarkaðurinn verður opinn allan janúar þannig að það kemur bara í ljós hvað gerist. Ég er 36 ára en er að vonast til að geta hjálpað einhverju liði með minni reynslu og skemmt mér á vellinum. Ég er ekki að flýta mér en er opinn fyrir öllu.“ Steeve sýndi það að minnsta kosti í kvöld að hann getur spilað vel í efstu deild. Hann spilaði 36 mínútur í sigri Hauka og endaði leikinn með 19 stig á góðri skotnýtingu, auk sjö frákasta og tveggja stoðsendinga. „Já ég get enn spilað, þess vegna langaði mig að ferðast aðeins um. Ég bý yfir mikilli reynslu sem getur nýst liðum vel og er ennþá orkumikill inni á vellinum. Þetta var góð reynsla fyrir mig [að fara til Hauka], svo sjáum við bara hvað gerist næst.“ „Ég veit að Haukar eru að reyna að hjálpa mér að finna nýtt lið og ég er að skoða hvað er í boði. Ég á líka nokkra vini hérna, sem eru að spila í Tindastól og Álftanesi. Við erum bara að virkja tengslanetið og skoða markaðinn, sjá hvort einhver sýni áhuga. Ef eitthvað lið þarf á kröftum mínum að halda fer ég þangað, ef ekki fer ég eitthvað annað,“ sagði Steeve að lokum. Ef eitthvað lið ákveður að kalla leikmanninn til síns liðs mun Steeve þó vera í leikbanni fyrstu tvo leikina. Hann var dæmdur í bann fyrr í kvöld, sem undirritaður vissi ekki af þegar viðtalið var tekið, fyrir háttsemi sína í bikarleik gegn Breiðablik á dögunum.
Bónus-deild karla Haukar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Sjá meira