Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar 18. desember 2024 08:00 UN Women á Íslandi fagnar í dag að 35 ár eru liðin frá stofnun samtakanna hér á Íslandi. Í 35 ár hefur UN Women á Íslandi unnið að því að fræða almenning um stöðu kvenna og stúlkna um allan heim og afla fjár til verkefna UN Women á heimsvísu. Á tímamótum sem þessum er tilefni til að líta yfir farinn veg og rifja upp áfangasigra samtakanna. Saga UN Women á Íslandi hófst árið 1989 þegar nokkrar hugsjónakonur tóku sig saman og stofnuðu landsnefnd UNIFEM á Íslandi. Tíu einstaklingar mættu á stofnfundinn þar sem kosið var í fimm manna stjórn og Sæunn Andrésdóttir kjörin fyrsti formaður landsnefndarinnar. Konurnar sem skipuðu stjórnina lögðu á sig ómælda vinnu til að kynna starfsemi UNIFEM fyrir stjórnvöldum og almenningi, allt í sjálfboðavinnu og samhliða fullri vinnu annars staðar. Fyrstu árin einkenndust af takmörkuðum áhuga og skilningi á málefninu, en á þessum tíma var lítið rætt um þróunarmál á Íslandi og enn síður hugað að jafnréttissjónarmiðum í því samhengi. Með árunum jókst þó áhugi hjá stjórnvöldum, einkageiranum og almenningi fyrir starfi landsnefndar UNIFEM og var það þrotlausri vinnu stjórnar UNIFEM að þakka. Tímamót þegar UN Women var sett á fót Árið 2006 urðu svo tímamót í sögu UNIFEM á Íslandi þegar hægt var að ráða fyrstu starfskonu landsnefndarinnar í fullt starf. Annar stór og mikilvægur áfangi í sögu landsnefndarinnar varð árið 2010 þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ákváðu að sameina UNIFEM-sjóðinn nokkrum smærri rannsóknarstofnunum um kynjajafnrétti innan Sameinuðu þjóðanna. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, var sett á fót og er enn í dag eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem starfar alfarið í þágu kvenna og jafnréttis. Með stofnun UN Women sýndu aðildarríki SÞ í verki hve mikilvæg jafnréttismál eru fyrir framþróun heimsins alls, því það er löngu orðið ljóst að án jafnréttis verður ekki mögulegt að uppfylla önnur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland skásta land í heimi í jafnréttismálum UN Women á Íslandi er ein þrettán starfandi landsnefnda UN Women. Landsnefndirnar eru skráðar sem frjáls félagasamtök og eru ekki reknar í hagnaðarskyni. Helsta hlutverk þeirra er að styðja við verkefni UN Women á heimsvísu með fjáröflun og vitundarvakningu. Átta ár í röð hefur UN Women á Íslandi sent hæstu kjarnaframlög allra landsnefnda UN Women til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi, kallaðir Ljósberar, eru stærstu bakhjarlar samtakanna og eru framlög þeirra ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi geta sent út hæstu kjarnaframlögin ár eftir ár. Að auki stendur UN Women á Íslandi reglulega fyrir fjáröflunum sem eru eyrnamerktar ákveðnum verkefnum eða landssvæðum. Þar má nefna hina árlegu FO-herferð sem hefur frá upphafi safnað hátt í 120 milljónum í verkefni UN Women sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Getum við orðið fyrst í heimi? Verkefni UN Women á heimsvísu er mörg og margþætt en hafa öll sama markmið – að vinna að framgangi jafnréttis og efla konur og stúlkur um allan heim. Þetta er gert með ýmsum leiðum, m.a. í samvinnu og samtali við stjórnvöld ríkja til að þrýsta á lagabreytingar, með því að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð á tímum hamfara og átaka og með fjárstuðningi við kvenrekin félagasamtök, til dæmis í Afganistan. Jafnrétti hefur aldrei fengist án óeigingjarnar baráttu kvenna og bakhjarla þeirra. Og það mun aldrei nást nema öll leggi sín lóð á vogarskálarnar. Á 35 ára afmæli UN Women á Íslandi hvetja samtökin ný stjórnvöld til þess að einsetja sér að verða fyrsta ríki heims til að ná jafnrétti og halda áfram að vera fánaberi jafnréttis á alþjóðavettvangi. Næsta kynslóð Íslendinga gæti þar með orðið fyrsta kynslóðin í mannkynssögunni sem elst upp við kynjajöfnuð. Með þeim hætti getur litla Ísland sannarlega skráð sig í sögubækurnar – en það gerist ekki án fjármagns og samtakamáttar. Við þökkum öllum okkar bakhjörlum; stjórnvöldum, fyrirtækjum og einstaklingum, ómetanlegt samstarf og stuðning í gegnum árin og hlökkum til að halda áfram að breyta heiminum til hins betra fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
UN Women á Íslandi fagnar í dag að 35 ár eru liðin frá stofnun samtakanna hér á Íslandi. Í 35 ár hefur UN Women á Íslandi unnið að því að fræða almenning um stöðu kvenna og stúlkna um allan heim og afla fjár til verkefna UN Women á heimsvísu. Á tímamótum sem þessum er tilefni til að líta yfir farinn veg og rifja upp áfangasigra samtakanna. Saga UN Women á Íslandi hófst árið 1989 þegar nokkrar hugsjónakonur tóku sig saman og stofnuðu landsnefnd UNIFEM á Íslandi. Tíu einstaklingar mættu á stofnfundinn þar sem kosið var í fimm manna stjórn og Sæunn Andrésdóttir kjörin fyrsti formaður landsnefndarinnar. Konurnar sem skipuðu stjórnina lögðu á sig ómælda vinnu til að kynna starfsemi UNIFEM fyrir stjórnvöldum og almenningi, allt í sjálfboðavinnu og samhliða fullri vinnu annars staðar. Fyrstu árin einkenndust af takmörkuðum áhuga og skilningi á málefninu, en á þessum tíma var lítið rætt um þróunarmál á Íslandi og enn síður hugað að jafnréttissjónarmiðum í því samhengi. Með árunum jókst þó áhugi hjá stjórnvöldum, einkageiranum og almenningi fyrir starfi landsnefndar UNIFEM og var það þrotlausri vinnu stjórnar UNIFEM að þakka. Tímamót þegar UN Women var sett á fót Árið 2006 urðu svo tímamót í sögu UNIFEM á Íslandi þegar hægt var að ráða fyrstu starfskonu landsnefndarinnar í fullt starf. Annar stór og mikilvægur áfangi í sögu landsnefndarinnar varð árið 2010 þegar aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ákváðu að sameina UNIFEM-sjóðinn nokkrum smærri rannsóknarstofnunum um kynjajafnrétti innan Sameinuðu þjóðanna. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, var sett á fót og er enn í dag eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem starfar alfarið í þágu kvenna og jafnréttis. Með stofnun UN Women sýndu aðildarríki SÞ í verki hve mikilvæg jafnréttismál eru fyrir framþróun heimsins alls, því það er löngu orðið ljóst að án jafnréttis verður ekki mögulegt að uppfylla önnur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland skásta land í heimi í jafnréttismálum UN Women á Íslandi er ein þrettán starfandi landsnefnda UN Women. Landsnefndirnar eru skráðar sem frjáls félagasamtök og eru ekki reknar í hagnaðarskyni. Helsta hlutverk þeirra er að styðja við verkefni UN Women á heimsvísu með fjáröflun og vitundarvakningu. Átta ár í röð hefur UN Women á Íslandi sent hæstu kjarnaframlög allra landsnefnda UN Women til verkefna UN Women, óháð höfðatölu. Mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi, kallaðir Ljósberar, eru stærstu bakhjarlar samtakanna og eru framlög þeirra ástæðan fyrir því að UN Women á Íslandi geta sent út hæstu kjarnaframlögin ár eftir ár. Að auki stendur UN Women á Íslandi reglulega fyrir fjáröflunum sem eru eyrnamerktar ákveðnum verkefnum eða landssvæðum. Þar má nefna hina árlegu FO-herferð sem hefur frá upphafi safnað hátt í 120 milljónum í verkefni UN Women sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Getum við orðið fyrst í heimi? Verkefni UN Women á heimsvísu er mörg og margþætt en hafa öll sama markmið – að vinna að framgangi jafnréttis og efla konur og stúlkur um allan heim. Þetta er gert með ýmsum leiðum, m.a. í samvinnu og samtali við stjórnvöld ríkja til að þrýsta á lagabreytingar, með því að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð á tímum hamfara og átaka og með fjárstuðningi við kvenrekin félagasamtök, til dæmis í Afganistan. Jafnrétti hefur aldrei fengist án óeigingjarnar baráttu kvenna og bakhjarla þeirra. Og það mun aldrei nást nema öll leggi sín lóð á vogarskálarnar. Á 35 ára afmæli UN Women á Íslandi hvetja samtökin ný stjórnvöld til þess að einsetja sér að verða fyrsta ríki heims til að ná jafnrétti og halda áfram að vera fánaberi jafnréttis á alþjóðavettvangi. Næsta kynslóð Íslendinga gæti þar með orðið fyrsta kynslóðin í mannkynssögunni sem elst upp við kynjajöfnuð. Með þeim hætti getur litla Ísland sannarlega skráð sig í sögubækurnar – en það gerist ekki án fjármagns og samtakamáttar. Við þökkum öllum okkar bakhjörlum; stjórnvöldum, fyrirtækjum og einstaklingum, ómetanlegt samstarf og stuðning í gegnum árin og hlökkum til að halda áfram að breyta heiminum til hins betra fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun