Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar 6. desember 2024 10:00 Heilbrigðistækni er ekki aðeins tæki til að leysa vandamál – hún er leið til að bæta líf fólks. Ljóst er að tæknin er einn lykilþátta í því að ná árangri í heilbrigðismálum, t.a.m. með betri nýtingu gagna, aukinni sjálfvirkni og svo með gervigreind í mjög náinni framtíð. Um er að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að styrkja heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Farsæl Saga: Tækni aðlöguð að íslensku heilbrigðiskerfi Ísland hefur verið í mjög framarlega meðal þjóða þegar kemur að heilbrigðistækni. Helix hefur þróað lausnir fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í rúm þrjátíu ár og náð markverðum árangri í uppbyggingu á tæknilegum innviðum. Á hverju ári eru um 2 milljónir tímabókana sem fara í gegnum Sögukerfið, 80.000 sendingar inn til Sjúkratrygginga Íslands, 1.6 milljónir skilaboða send í gegnum Heilsuveru og 2.5 milljónir lyfseðla, ásamt því að daglegir notendur eru fleiri en 10.000. Hvergi annars staðar er að finna sambærilega jafn heildstæða hugbúnaðarlausn og Sögu sjúkraskrákerfið. Lausnin hefur verið þróuð frá grunni í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og notendur með íslenskt heilbrigðiskerfi í huga og er því sérsniðin að íslenskum aðstæðum. Ísland er á einstökum stað með samtengda sjúkraskrá fyrir heila þjóð sem gefur tækifæri til að standa fremst á heimsvísu varðandi hraða innleiðingu á nýjum og öflugum tæknilausnum. Þess vegna er Saga sjúkraskrá opið kerfi þar sem fjölmörg sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki, stofnanir og fyrirtæki hafa tengt inn sínar lausnir. Frekari framfarir í heilbrigðistækni felast í þróun og innleiðingu nýrra lausna. Ávinningurinn er skýr Það skiptir því miklu máli að Ísland haldi rétt á spöðunum næstu ár til að geta boðið stöðugt betri heilbrigðisþjónustu sem gagnast almenningi hér á landi. Í aðdraganda kosninganna heyrðist hjá flestum flokkum vilji til að leggja mun meiri áherslu á heilbrigðistækni enda liggja þar ótal tækifæri til að auka skilvirkni en um leið árangur og þjónustu við almenning. Við hjá Helix fögnum þessum áherslum stjórnmálaflokkanna. Reynslan hefur sýnt okkur að ávinningurinn af fjárfestingu í heilbrigðistækni er skýr fyrir íslenskt samfélag. Öflug heilbrigðistækni hefur stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn og áframhaldandi styrking þeirra innviða er lykillinn að enn sterkara heilbrigðiskerfi hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stafræn þróun Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðistækni er ekki aðeins tæki til að leysa vandamál – hún er leið til að bæta líf fólks. Ljóst er að tæknin er einn lykilþátta í því að ná árangri í heilbrigðismálum, t.a.m. með betri nýtingu gagna, aukinni sjálfvirkni og svo með gervigreind í mjög náinni framtíð. Um er að ræða eitt stærsta tækifæri Íslands til að styrkja heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Farsæl Saga: Tækni aðlöguð að íslensku heilbrigðiskerfi Ísland hefur verið í mjög framarlega meðal þjóða þegar kemur að heilbrigðistækni. Helix hefur þróað lausnir fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í rúm þrjátíu ár og náð markverðum árangri í uppbyggingu á tæknilegum innviðum. Á hverju ári eru um 2 milljónir tímabókana sem fara í gegnum Sögukerfið, 80.000 sendingar inn til Sjúkratrygginga Íslands, 1.6 milljónir skilaboða send í gegnum Heilsuveru og 2.5 milljónir lyfseðla, ásamt því að daglegir notendur eru fleiri en 10.000. Hvergi annars staðar er að finna sambærilega jafn heildstæða hugbúnaðarlausn og Sögu sjúkraskrákerfið. Lausnin hefur verið þróuð frá grunni í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og notendur með íslenskt heilbrigðiskerfi í huga og er því sérsniðin að íslenskum aðstæðum. Ísland er á einstökum stað með samtengda sjúkraskrá fyrir heila þjóð sem gefur tækifæri til að standa fremst á heimsvísu varðandi hraða innleiðingu á nýjum og öflugum tæknilausnum. Þess vegna er Saga sjúkraskrá opið kerfi þar sem fjölmörg sprotafyrirtæki og nýsköpunarfyrirtæki, stofnanir og fyrirtæki hafa tengt inn sínar lausnir. Frekari framfarir í heilbrigðistækni felast í þróun og innleiðingu nýrra lausna. Ávinningurinn er skýr Það skiptir því miklu máli að Ísland haldi rétt á spöðunum næstu ár til að geta boðið stöðugt betri heilbrigðisþjónustu sem gagnast almenningi hér á landi. Í aðdraganda kosninganna heyrðist hjá flestum flokkum vilji til að leggja mun meiri áherslu á heilbrigðistækni enda liggja þar ótal tækifæri til að auka skilvirkni en um leið árangur og þjónustu við almenning. Við hjá Helix fögnum þessum áherslum stjórnmálaflokkanna. Reynslan hefur sýnt okkur að ávinningurinn af fjárfestingu í heilbrigðistækni er skýr fyrir íslenskt samfélag. Öflug heilbrigðistækni hefur stuðlað að bættri heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn og áframhaldandi styrking þeirra innviða er lykillinn að enn sterkara heilbrigðiskerfi hér á landi. Höfundur er framkvæmdastjóri Helix.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar