„Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 5. desember 2024 22:04 Rúnar Ingi Erlingsson tók við karlaliði Njarðvíkur fyrir tímabilið. vísir/diego Njarðvík vann gríðarlega sterkan og góðan 94-87 heimasigur gegn Grindavík í kvöld þegar liðin mættust í IceMar-höllinni í níundu umferð Bónus deild karla í kvöld. Þjálfari liðsins var sáttur í leikslok. „Ég er búin að vera horfa á körfubolta frá því ég var þriggja ára gamall og ég veit ekki hversu oft Grindavík hefur verið að koma með svona fjórða leikhluta endurkomu. Ég sé bara fyrir mér Pál Axel, Gulla Eyjólfs og einhverjar kempur vera að raða niður þristum þegar kemur að fjórða leikhluta. Við vissum að það kæmi og ekki gott að missa Shabazz útaf en bara ekkert smá stoltur af mínum mönnum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn í kvöld. Það hefur verið nefnt áður að andlega hliðin og „hausinn“ hafi átt það til að vera til vandræða í liði Njarðvíkur og má því segja að stórt skref hafi verið tekið með sigrinum í kvöld. „Ég er búin að punda svolítið á tvo leikmenn hérna eftir ÍR leikinn þar sem að þeir misstu bara trú á sínum hæfileikum í seinni hálfleik, það eru Mario Matasovic og Veigar Páll. Þeir eiga hérna stærstu körfuna, þeir stigu upp þegar á þurfti og ég er bara ógeðslega ánægður með þá,“ sagði Rúnar Ingi. „Munurinn er hvort að við ætlum að vera beygðir og brotnir útaf því að þeir eru að fá trú á þessu eða hvort að við ætlum að svara þessu og trúa því að við ætlum að sækja tvö stig á heimavelli og við gerðum það.“ Grindavík náði að minnka muninn niður í eitt stig undir lok leiks og voru með boltann í sínum höndum. Rúnar Ingi viðurkennir að það hafi farið um sig þá. „Já, ég væri að ljúga af þér annars. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ég er alveg rennandi sveittur og þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og ekkert smá gaman að sjá svona marga í nýja húsinu okkar, finna orkuna og stemninguna. Við spiluðum frábæran varnarleik á löngum köflum í dag og við náðum að treysta á það hérna í lokin með góðu stoppi og svöruðum með góðu skoti af endalínunni. Það var nóg til að sækja sigur og fráköstuðum við líka undir lokin.“ Þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu hæðina á Njarðvík þá voru það heimamenn sem tóku frákastabaráttuna. „Við erum með eitt besta frákastalið í deildinni og höfum verið það. Ég var brjálaður með svona litla brauðmola í fyrri hálfleiknum því við vorum að spila frábæra vörn. Vorum að gefa sjö stig eftir sóknarfráköst í stað þess að klára varnarstöðuna. Ég er með alvöru turna inni í teig og svo er frákast frá Isiah [Coddon] þar sem hann er kominn upp á fjórðu hæð og þetta var bara virkilega góð liðs frammistaða.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
„Ég er búin að vera horfa á körfubolta frá því ég var þriggja ára gamall og ég veit ekki hversu oft Grindavík hefur verið að koma með svona fjórða leikhluta endurkomu. Ég sé bara fyrir mér Pál Axel, Gulla Eyjólfs og einhverjar kempur vera að raða niður þristum þegar kemur að fjórða leikhluta. Við vissum að það kæmi og ekki gott að missa Shabazz útaf en bara ekkert smá stoltur af mínum mönnum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigurinn í kvöld. Það hefur verið nefnt áður að andlega hliðin og „hausinn“ hafi átt það til að vera til vandræða í liði Njarðvíkur og má því segja að stórt skref hafi verið tekið með sigrinum í kvöld. „Ég er búin að punda svolítið á tvo leikmenn hérna eftir ÍR leikinn þar sem að þeir misstu bara trú á sínum hæfileikum í seinni hálfleik, það eru Mario Matasovic og Veigar Páll. Þeir eiga hérna stærstu körfuna, þeir stigu upp þegar á þurfti og ég er bara ógeðslega ánægður með þá,“ sagði Rúnar Ingi. „Munurinn er hvort að við ætlum að vera beygðir og brotnir útaf því að þeir eru að fá trú á þessu eða hvort að við ætlum að svara þessu og trúa því að við ætlum að sækja tvö stig á heimavelli og við gerðum það.“ Grindavík náði að minnka muninn niður í eitt stig undir lok leiks og voru með boltann í sínum höndum. Rúnar Ingi viðurkennir að það hafi farið um sig þá. „Já, ég væri að ljúga af þér annars. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Ég er alveg rennandi sveittur og þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og ekkert smá gaman að sjá svona marga í nýja húsinu okkar, finna orkuna og stemninguna. Við spiluðum frábæran varnarleik á löngum köflum í dag og við náðum að treysta á það hérna í lokin með góðu stoppi og svöruðum með góðu skoti af endalínunni. Það var nóg til að sækja sigur og fráköstuðum við líka undir lokin.“ Þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu hæðina á Njarðvík þá voru það heimamenn sem tóku frákastabaráttuna. „Við erum með eitt besta frákastalið í deildinni og höfum verið það. Ég var brjálaður með svona litla brauðmola í fyrri hálfleiknum því við vorum að spila frábæra vörn. Vorum að gefa sjö stig eftir sóknarfráköst í stað þess að klára varnarstöðuna. Ég er með alvöru turna inni í teig og svo er frákast frá Isiah [Coddon] þar sem hann er kominn upp á fjórðu hæð og þetta var bara virkilega góð liðs frammistaða.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira