Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar 5. desember 2024 20:03 Nýlegar kannanir og úrslit kosninganna sýna að stór hluti kjósenda er áfram um að skoða aðild að ESB. Hvort aðild að sambandinu geti e.t.v. aukið hagsæld með nýjum gjaldmiðli, minni verðbólgu og réttlátara samfélagi. Bent er m.a. á að árlegur kostnaður við það eitt að halda úti íslenskri krónu er a.m.k. 100 milljarðar – eða jafnmikið og allar vaxtagreiðslur ríkissjóðs. Greinar tengdar ESB umræðunni skiptast alla jafna nokkuð jafnt á milli þeirra sem vilja að almenningur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort ráðast skuli í viðræður - og hinna sem telja sig eiga að ráða. Taka skal fram að þeir sem skrifa gegn ESB aðild eru nokkuð áberandi erindrekar fyrirtækja eða samtaka sem njóta margvíslegra forréttinda og sérhagsmuna í okkar þjóðfélagi. Voru t.d. á réttum stað þegar sameiginlegum verðmætum þjóðarinnar var útdeilt til fáeina útvaldra – og hafa verið áskrifendur allar götur síðan. Beinast liggur við að nefna LÍÚ, Landsamband íslenskara útgerðarmanna eða SFS eins og þau samtök heita í dag. Þeirra helstu „stuðningsfulltrúar“ telja aðild að ESB allt til foráttu. Bent er m.a. á að við séum svo fámenn að við mættum okkur lítils gegn vörgunum í Brussel sem myndu sölsa undir sig fiskveiði auðlind þjóðarinnar. Og þar liggur hundurinn grafinn Greinarnar ganga m.ö.o. flestar út á að verja sérhagsmuni eigenda nokkurra stórútgerða á kostnað almennings í landinu. Látið er í veðri vaka að við inngöngu í ESB fylltist hér allt af erlendum skipum og fiskimiðin yrðu líkt og sviðin jörð. En allir sem til þekkja vita að það getur ekki gerst. Fyrir það fyrsta þá hafa engar erlendar útgerðir stundað veiðar hér við land síðastliðin 50 ár. Þær hafa þ.a.l. enga veiðireynslu og því um tómt mál að tala. Málflutningur um annað er fyrir löngu hættur að vera boðlegur - en brá þó fyrir í kosningabaráttunni. Taka skal fram að ef eigendur evrópskra útgerða hygðust koma hingað þá kæmu þeir alveg örugglega með flugi. Því frá 1994 eða síðastliðin 30 ár hefur sjóðum og hlutdeildarfélögum á öllu ESB svæðinu verið heimilt að fjárfesta í íslenskum útgerðum upp að 49.5%. En hvað ég best veit hefur enginn á öllum þeim tíma sem liðinn er fjárfest í „besta fiskveiðikerfi í heimi“. Ástæðan er líklega sú að stærsta bókfærða eign stórútgerðarinnar er það sem kallast „óefnislegar eignir“ - veiðiheimildirnar - sem ríkið úthlutar til eins árs í senn og myndar ekki eignarétt - eins og segir í fyrstu grein laga um fiskveiðikerfið. Það hefur m.ö.o ekki enn tekist að selja evrópskum fjárfestum veiðiheimildir í helstu sameign þjóðarinnar, þrátt fyrir að bæði forstjóri Brim ehf. og raunar fleiri hafa sagst vilja gera það. Fiskur undir steini Þegar grannt er skoðað er líklegra en ekki að evrópskir bankar eigi megnið af veðskuldum stórútgerðarinnar. Að veiðiheimildirnar séu m.ö.o. veðsettar erlendis því stórútgerðin nýtur þeirra forréttinda að geta fjármagnað sig á nálægt 2-3 % vöxtum sem hvorki minni útgerðum né öðrum fyrirtækjum hér heima stendur til boða. Þarna fara því saman hagsmunir stórútgerðarinnar sem einir njóta lágra evrópskra vaxtakjara og íslensku bankana sem óáreittir geta snýtt og skeint almenningi með krónunni. Undanfarin ár hefur mikil og glæsileg endurnýjun átt sér stað á íslenska stór-skipaflotanum. Flest skipanna hafa verið smíðuð innan landamerkja ESB, ýmist í Pólandi, Danmörku eða Spáni. Hefur stórútgerðin því til viðbótar einstökum vaxtakjörum líklega einnig notið góðs af styrkjakerfi sambandsins. Því þekkt er að ESB styrkir þarlendar skipasmíðastöðvar eða niðurgreiðir smíðakostnað umtalsvert. Með roði og beinum Ekki er annað að heyra á forkólfum LÍÚ/SFS en að evrópskar útgerðir sem ekki eru nú þegar farnar á hausinn, væru það alveg örugglega ef ekki væri fyrir öflugt styrkjakerfi sambandsins. Það hlýtur því að skjóta skökku við að íslenska stórútgerðin skuli á undanförnum árum hafa fjárfest í mörgum útgerðum innan ESB. Getur verið að íslenska stórútgerðin sé óbeint að þiggja fjármuni úr sjóðum sambandsins við kaup á evrópskum útgerðum? Eru evrópskar útgerðir í íslenskri eigu þá einnig að þiggja rekstrarstyrki úr sjóðum sambandsins? Mér telst til að íslenska stórútgerðin hafi nú þegar hreiðrað um sig í flestum ef ekki öllum þeim 7-8 ríkjum innan ESB sem einhverra hagsmuni hafa af fiskveiðum. Því til viðbótar hafa sumar þessar íslensk/evrópsku útgerðir verið að endurnýja skipastól sinn að undanförnu – líklega einnig í boði ESB. Til viðbótar öflugu styrkjakerfi sambandsins þarf einnig veiðiheimildir og því nauðsynlegt að hafa greiðan aðgang að The Common Fisheries Policy sem úthlutar ríkjakvótum líkt og veiðiheimildum hér heima. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur íslensku stórútgerðinni á stuttum tíma tekist að tryggja sér umtalsverðan hlut af veiðiheimildum sambandsins í Barentshafi og e.t.v. víðar. Engu að síður kyrja „hollvinir“ LÍÚ/SFS falska öfugmæla-sönginn um að íslenskum sjávarútvegi muni stafa mikil hætta af inngöngu í sambandið. Vísvitandi – vísindi Ef einhverjir skyldu hafa áhyggjur af orðspori og framtíð Hafrannsóknarstofnunar; að við yrðum t.d. krafin um að taka upp annað nýtingarkerfi, skal bent á að stjórnkerfi ESB, The Common Fisheries Policy styðst við samskonar nýtingarkerfi og Hafró. Því yrðu engar breytingar hjá okkur hvað varðar sóknarstýringu og ráðgjöf um heildarafla okkar helstu fiskstofna. Gildir þá einu hversu gáfulegar eða vitlausar þær eru. Því nær allar ákvarðanir eru nú þegar teknar við hringborðið hjá ICES Alþjóða hafrannsóknarráðinu í Kaupmannahöfn. Við erum m.ö.o. stofnfélagar að ICES og áttum t.d. um tíma forseta ráðsins og höfum lengst af átt okkar fulltrúa í ráðgjafaráði ICES. Fiskveiðiráðgjöfin og ákvarðanir um heildarafla var m.ö.o. framseld til Evrópu fyrir fjölmörgum árum og eru teknar í hópi fjölþjóða vísindamanna - sem allir koma úr sama klakinu. Það er ekki fyrr en að því ferli loknu sem okkar ráðherra sjávarútvegsmála er kynnt ráðgjöfin - og gert að samþykkja hana eins og við þekkjum. Hvað sem öllu líður þá frábýð ég mér ráðgjöf frá fáeinum einstaklingum sem einir geta fénýtt sameign þjóðarinnar í eigin hagsmunaskyni. Þá furða ég mig á þegjandi samþykki Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og annarra samtaka atvinnulífsins sem minna helst á mýs undir fjalaketti, þegar þau eiga öllum árum að efla efnahagslífið og skapa forsendur til framfara og bættra lífskjara. Að lokum má geta þess; að árið 2008 mat fulltrúi okkar í 12 manna Evrópunefnd forsætisráðuneytisins, að mjög auðvelt yrði að komast að samkomulagi við ESB hvað varðar sjávarútvegsmálin; það væri frekar spurningin um hvað gera ætti eftir hádegi þann daginn - eins og það var orðað. Höfundur er hafnarvörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nýlegar kannanir og úrslit kosninganna sýna að stór hluti kjósenda er áfram um að skoða aðild að ESB. Hvort aðild að sambandinu geti e.t.v. aukið hagsæld með nýjum gjaldmiðli, minni verðbólgu og réttlátara samfélagi. Bent er m.a. á að árlegur kostnaður við það eitt að halda úti íslenskri krónu er a.m.k. 100 milljarðar – eða jafnmikið og allar vaxtagreiðslur ríkissjóðs. Greinar tengdar ESB umræðunni skiptast alla jafna nokkuð jafnt á milli þeirra sem vilja að almenningur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort ráðast skuli í viðræður - og hinna sem telja sig eiga að ráða. Taka skal fram að þeir sem skrifa gegn ESB aðild eru nokkuð áberandi erindrekar fyrirtækja eða samtaka sem njóta margvíslegra forréttinda og sérhagsmuna í okkar þjóðfélagi. Voru t.d. á réttum stað þegar sameiginlegum verðmætum þjóðarinnar var útdeilt til fáeina útvaldra – og hafa verið áskrifendur allar götur síðan. Beinast liggur við að nefna LÍÚ, Landsamband íslenskara útgerðarmanna eða SFS eins og þau samtök heita í dag. Þeirra helstu „stuðningsfulltrúar“ telja aðild að ESB allt til foráttu. Bent er m.a. á að við séum svo fámenn að við mættum okkur lítils gegn vörgunum í Brussel sem myndu sölsa undir sig fiskveiði auðlind þjóðarinnar. Og þar liggur hundurinn grafinn Greinarnar ganga m.ö.o. flestar út á að verja sérhagsmuni eigenda nokkurra stórútgerða á kostnað almennings í landinu. Látið er í veðri vaka að við inngöngu í ESB fylltist hér allt af erlendum skipum og fiskimiðin yrðu líkt og sviðin jörð. En allir sem til þekkja vita að það getur ekki gerst. Fyrir það fyrsta þá hafa engar erlendar útgerðir stundað veiðar hér við land síðastliðin 50 ár. Þær hafa þ.a.l. enga veiðireynslu og því um tómt mál að tala. Málflutningur um annað er fyrir löngu hættur að vera boðlegur - en brá þó fyrir í kosningabaráttunni. Taka skal fram að ef eigendur evrópskra útgerða hygðust koma hingað þá kæmu þeir alveg örugglega með flugi. Því frá 1994 eða síðastliðin 30 ár hefur sjóðum og hlutdeildarfélögum á öllu ESB svæðinu verið heimilt að fjárfesta í íslenskum útgerðum upp að 49.5%. En hvað ég best veit hefur enginn á öllum þeim tíma sem liðinn er fjárfest í „besta fiskveiðikerfi í heimi“. Ástæðan er líklega sú að stærsta bókfærða eign stórútgerðarinnar er það sem kallast „óefnislegar eignir“ - veiðiheimildirnar - sem ríkið úthlutar til eins árs í senn og myndar ekki eignarétt - eins og segir í fyrstu grein laga um fiskveiðikerfið. Það hefur m.ö.o ekki enn tekist að selja evrópskum fjárfestum veiðiheimildir í helstu sameign þjóðarinnar, þrátt fyrir að bæði forstjóri Brim ehf. og raunar fleiri hafa sagst vilja gera það. Fiskur undir steini Þegar grannt er skoðað er líklegra en ekki að evrópskir bankar eigi megnið af veðskuldum stórútgerðarinnar. Að veiðiheimildirnar séu m.ö.o. veðsettar erlendis því stórútgerðin nýtur þeirra forréttinda að geta fjármagnað sig á nálægt 2-3 % vöxtum sem hvorki minni útgerðum né öðrum fyrirtækjum hér heima stendur til boða. Þarna fara því saman hagsmunir stórútgerðarinnar sem einir njóta lágra evrópskra vaxtakjara og íslensku bankana sem óáreittir geta snýtt og skeint almenningi með krónunni. Undanfarin ár hefur mikil og glæsileg endurnýjun átt sér stað á íslenska stór-skipaflotanum. Flest skipanna hafa verið smíðuð innan landamerkja ESB, ýmist í Pólandi, Danmörku eða Spáni. Hefur stórútgerðin því til viðbótar einstökum vaxtakjörum líklega einnig notið góðs af styrkjakerfi sambandsins. Því þekkt er að ESB styrkir þarlendar skipasmíðastöðvar eða niðurgreiðir smíðakostnað umtalsvert. Með roði og beinum Ekki er annað að heyra á forkólfum LÍÚ/SFS en að evrópskar útgerðir sem ekki eru nú þegar farnar á hausinn, væru það alveg örugglega ef ekki væri fyrir öflugt styrkjakerfi sambandsins. Það hlýtur því að skjóta skökku við að íslenska stórútgerðin skuli á undanförnum árum hafa fjárfest í mörgum útgerðum innan ESB. Getur verið að íslenska stórútgerðin sé óbeint að þiggja fjármuni úr sjóðum sambandsins við kaup á evrópskum útgerðum? Eru evrópskar útgerðir í íslenskri eigu þá einnig að þiggja rekstrarstyrki úr sjóðum sambandsins? Mér telst til að íslenska stórútgerðin hafi nú þegar hreiðrað um sig í flestum ef ekki öllum þeim 7-8 ríkjum innan ESB sem einhverra hagsmuni hafa af fiskveiðum. Því til viðbótar hafa sumar þessar íslensk/evrópsku útgerðir verið að endurnýja skipastól sinn að undanförnu – líklega einnig í boði ESB. Til viðbótar öflugu styrkjakerfi sambandsins þarf einnig veiðiheimildir og því nauðsynlegt að hafa greiðan aðgang að The Common Fisheries Policy sem úthlutar ríkjakvótum líkt og veiðiheimildum hér heima. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur íslensku stórútgerðinni á stuttum tíma tekist að tryggja sér umtalsverðan hlut af veiðiheimildum sambandsins í Barentshafi og e.t.v. víðar. Engu að síður kyrja „hollvinir“ LÍÚ/SFS falska öfugmæla-sönginn um að íslenskum sjávarútvegi muni stafa mikil hætta af inngöngu í sambandið. Vísvitandi – vísindi Ef einhverjir skyldu hafa áhyggjur af orðspori og framtíð Hafrannsóknarstofnunar; að við yrðum t.d. krafin um að taka upp annað nýtingarkerfi, skal bent á að stjórnkerfi ESB, The Common Fisheries Policy styðst við samskonar nýtingarkerfi og Hafró. Því yrðu engar breytingar hjá okkur hvað varðar sóknarstýringu og ráðgjöf um heildarafla okkar helstu fiskstofna. Gildir þá einu hversu gáfulegar eða vitlausar þær eru. Því nær allar ákvarðanir eru nú þegar teknar við hringborðið hjá ICES Alþjóða hafrannsóknarráðinu í Kaupmannahöfn. Við erum m.ö.o. stofnfélagar að ICES og áttum t.d. um tíma forseta ráðsins og höfum lengst af átt okkar fulltrúa í ráðgjafaráði ICES. Fiskveiðiráðgjöfin og ákvarðanir um heildarafla var m.ö.o. framseld til Evrópu fyrir fjölmörgum árum og eru teknar í hópi fjölþjóða vísindamanna - sem allir koma úr sama klakinu. Það er ekki fyrr en að því ferli loknu sem okkar ráðherra sjávarútvegsmála er kynnt ráðgjöfin - og gert að samþykkja hana eins og við þekkjum. Hvað sem öllu líður þá frábýð ég mér ráðgjöf frá fáeinum einstaklingum sem einir geta fénýtt sameign þjóðarinnar í eigin hagsmunaskyni. Þá furða ég mig á þegjandi samþykki Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs og annarra samtaka atvinnulífsins sem minna helst á mýs undir fjalaketti, þegar þau eiga öllum árum að efla efnahagslífið og skapa forsendur til framfara og bættra lífskjara. Að lokum má geta þess; að árið 2008 mat fulltrúi okkar í 12 manna Evrópunefnd forsætisráðuneytisins, að mjög auðvelt yrði að komast að samkomulagi við ESB hvað varðar sjávarútvegsmálin; það væri frekar spurningin um hvað gera ætti eftir hádegi þann daginn - eins og það var orðað. Höfundur er hafnarvörður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun