Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 20:31 Fjárfesting í tækni í heilbrigðiskerfinu leiðir til betri heilsu, aukinnar skilvirkni og sparnaðar, sem skilar sér í lægri kostnaði og betri nýtingu fjármuna. Miðflokkurinn vill sjá að sjúkrahúsin verði efld verulega meðal annars með nútíma tækjabúnaði, ásamt því að standa vörð um aðgengi íbúa landsins að góðri heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi tel ég mikilvægt að efla til dæmis rafræna miðlæga sjúkraskrá til að tryggja samhæfðar upplýsingar á milli stofnana. Það myndi auðvelda sérfræðingum aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjúklinga á skilvirkan og öruggan hátt. Tækni gæti svo einnig hjálpað við að safna greina og mæla heilsufarsgögn. Ég myndi einnig vilja sjá að gervigreind væri notuð í auknum mæli fyrir myndgreiningu, s.s. í röntgenmyndum, segulómun eða öðrum myndgreiningartækjum, og greina sjúkdóma fyrr og með meiri nákvæmni. Þá væri hægt að skipuleggja með auknum hætti viðveru sjúklinga, reikna út meðferðartíma, og bæta samskipti en ég sé líka fyrir mér að hægt væri að meta betur bæði sjúklinga- og starfsánægju, eitthvað sem aðrar þjóðir hafa gert í áratugi. Það er mikilvægt að minnast þess að því mikilvægari sem heilbrigðisgögnin eru, því mikilvægara er að tryggja öryggi og friðhelgi gagnanna. Fjárfesting í öflugum öryggiskerfum og tækni til að vernda gögn gegn netárásum er grundvallaratriði þegar við ræðum aukna tækni í heilbrigðiskerfinu. Aukin samvinna milli einkaaðila og opinberra stofnana Ég vil sjá aukna samvinnu milli einkaaðila, t.d. hugbúnaðarhúsa, sprotafyrirtækja og heilbrigðisstofnana, þannig að nýjar tæknilausnir séu þróaðar og prófaðar á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, slíkt gæti nýst innanlands sem og utanlands sem nýsköpun. Samvinna getur stuðlað að hraðari innleiðingu nýrrar tækni og aðlögun að breyttum þörfum í heilbrigðiskerfinu. Í heildina er mikilvægt að nýta tæknina til að bæta aðgengi, árangur og öryggi í heilbrigðiskerfinu. Við þurfum fleiri frumkvöðla og tæknitröll í heilbrigðiskerfið. Setjum x við M á kjördag, við viljum efla heilbrigðiskerfið! Áfram Ísland! Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Fjárfesting í tækni í heilbrigðiskerfinu leiðir til betri heilsu, aukinnar skilvirkni og sparnaðar, sem skilar sér í lægri kostnaði og betri nýtingu fjármuna. Miðflokkurinn vill sjá að sjúkrahúsin verði efld verulega meðal annars með nútíma tækjabúnaði, ásamt því að standa vörð um aðgengi íbúa landsins að góðri heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi tel ég mikilvægt að efla til dæmis rafræna miðlæga sjúkraskrá til að tryggja samhæfðar upplýsingar á milli stofnana. Það myndi auðvelda sérfræðingum aðgang að mikilvægum upplýsingum um sjúklinga á skilvirkan og öruggan hátt. Tækni gæti svo einnig hjálpað við að safna greina og mæla heilsufarsgögn. Ég myndi einnig vilja sjá að gervigreind væri notuð í auknum mæli fyrir myndgreiningu, s.s. í röntgenmyndum, segulómun eða öðrum myndgreiningartækjum, og greina sjúkdóma fyrr og með meiri nákvæmni. Þá væri hægt að skipuleggja með auknum hætti viðveru sjúklinga, reikna út meðferðartíma, og bæta samskipti en ég sé líka fyrir mér að hægt væri að meta betur bæði sjúklinga- og starfsánægju, eitthvað sem aðrar þjóðir hafa gert í áratugi. Það er mikilvægt að minnast þess að því mikilvægari sem heilbrigðisgögnin eru, því mikilvægara er að tryggja öryggi og friðhelgi gagnanna. Fjárfesting í öflugum öryggiskerfum og tækni til að vernda gögn gegn netárásum er grundvallaratriði þegar við ræðum aukna tækni í heilbrigðiskerfinu. Aukin samvinna milli einkaaðila og opinberra stofnana Ég vil sjá aukna samvinnu milli einkaaðila, t.d. hugbúnaðarhúsa, sprotafyrirtækja og heilbrigðisstofnana, þannig að nýjar tæknilausnir séu þróaðar og prófaðar á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, slíkt gæti nýst innanlands sem og utanlands sem nýsköpun. Samvinna getur stuðlað að hraðari innleiðingu nýrrar tækni og aðlögun að breyttum þörfum í heilbrigðiskerfinu. Í heildina er mikilvægt að nýta tæknina til að bæta aðgengi, árangur og öryggi í heilbrigðiskerfinu. Við þurfum fleiri frumkvöðla og tæknitröll í heilbrigðiskerfið. Setjum x við M á kjördag, við viljum efla heilbrigðiskerfið! Áfram Ísland! Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar