Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar 27. nóvember 2024 17:21 Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir stórum vandamálum og þau snerta okkur öll. Fólk húkir á biðlistum, stjórnun er óskilvirk og kerfið er oftar en ekki of flókið fyrir þá sem þurfa að treysta á það. Fyrir einstakling eins og mig,með ADHD, virðist kerfið oft ekki fært um að veita þá þjónustu sem ég þarf á að halda. Þvert á móti standa í vegi fyrir henni. ADHD gerir að verkum að ég þarf skýra, einfalda ferla og stuðning í að halda utan um margþætt atriði. En þegar ég þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda, mætti ég hindrunum sem voru margar hverjar tilkomnar vegna skipulagslegrar óreiðu. Þetta er því miður ekki aðeins mín saga heldur þetta er reynsla margra sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda á hverjum degi. Það hafa ekki allir sterkt bakland, ég er einn af þeim heppnu sem fékk stuðning frá vinum og vandamönnum. Ég get verið ákveðinn og kemst áfram á þrjósku. Margir sem eru að berjast við andleg veikindi hafa ekki sama sjálfstraust og stuðning og ég, þess vegna þurfum við heilbrigðiskerfi sem tekur á móti fólki og þjónustar það af samkennd, umburðalyndi og kærleik. Viðreisn hefur sett fram stefnu sem leggur áherslu á bæði aðgerðir og nýsköpun í þágu heilbrigðiskerfisins. Það er ekki nóg að dæla meiri peningum í kerfið án þess að sjá til þess að þeir nýtist betur. Við þurfum að tryggja að skipulag sé þannig úr garði gert að einstaklingar fái þjónustu við hæfi, á réttum tíma, án þess að þvælast í óþarflega flóknum ferlum. Ég hef persónulega upplifað það að einföldun í þjónustu myndi bæta líf mitt til muna og ég veit að það sama á við um aðra sem búa við flókið ástand eins og ADHD eða aðra heilsubresti. Að sjálfsögðu þarf að leggja áherslu á að fjölga starfsfólki en það eitt og sér er ekki nóg. Það verður að innleiða nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Viðreisn leggur áherslu á að kerfið verði skilvirkara með því að nýta tæknilausnir, opna fyrir aukna fjölbreytni í þjónustu og auðvelda aðgang að upplýsingum. Þetta eru lausnir sem ekki bara létta á kerfinu, heldur auka lífsgæði þeirra sem nýta sér það. Þegar ég horfi til framtíðar vil ég sjá heilbrigðiskerfi sem vinnur með fólki, ekki á móti því. Viðreisn sýnir að hægt er að fara nýjar leiðir – leiðir sem byggja á betri meðferð fjármuna, nútímavæðingu og mannúðlegri nálgun. Við eigum ekki að sætta okkur við gamaldags kerfi sem þjónar ekki lengur þörfum samfélagsins. Þess vegna ætla ég að kjósa Viðreisn! Fyrir heilbrigðiskerfi sem virkar fyrir okkur öll! Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er markþjálfi og einstaklingur með ADHD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál ADHD Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar stendur frammi fyrir stórum vandamálum og þau snerta okkur öll. Fólk húkir á biðlistum, stjórnun er óskilvirk og kerfið er oftar en ekki of flókið fyrir þá sem þurfa að treysta á það. Fyrir einstakling eins og mig,með ADHD, virðist kerfið oft ekki fært um að veita þá þjónustu sem ég þarf á að halda. Þvert á móti standa í vegi fyrir henni. ADHD gerir að verkum að ég þarf skýra, einfalda ferla og stuðning í að halda utan um margþætt atriði. En þegar ég þurfti á heilbrigðisþjónustu að halda, mætti ég hindrunum sem voru margar hverjar tilkomnar vegna skipulagslegrar óreiðu. Þetta er því miður ekki aðeins mín saga heldur þetta er reynsla margra sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda á hverjum degi. Það hafa ekki allir sterkt bakland, ég er einn af þeim heppnu sem fékk stuðning frá vinum og vandamönnum. Ég get verið ákveðinn og kemst áfram á þrjósku. Margir sem eru að berjast við andleg veikindi hafa ekki sama sjálfstraust og stuðning og ég, þess vegna þurfum við heilbrigðiskerfi sem tekur á móti fólki og þjónustar það af samkennd, umburðalyndi og kærleik. Viðreisn hefur sett fram stefnu sem leggur áherslu á bæði aðgerðir og nýsköpun í þágu heilbrigðiskerfisins. Það er ekki nóg að dæla meiri peningum í kerfið án þess að sjá til þess að þeir nýtist betur. Við þurfum að tryggja að skipulag sé þannig úr garði gert að einstaklingar fái þjónustu við hæfi, á réttum tíma, án þess að þvælast í óþarflega flóknum ferlum. Ég hef persónulega upplifað það að einföldun í þjónustu myndi bæta líf mitt til muna og ég veit að það sama á við um aðra sem búa við flókið ástand eins og ADHD eða aðra heilsubresti. Að sjálfsögðu þarf að leggja áherslu á að fjölga starfsfólki en það eitt og sér er ekki nóg. Það verður að innleiða nýjar leiðir til að leysa gömul vandamál. Viðreisn leggur áherslu á að kerfið verði skilvirkara með því að nýta tæknilausnir, opna fyrir aukna fjölbreytni í þjónustu og auðvelda aðgang að upplýsingum. Þetta eru lausnir sem ekki bara létta á kerfinu, heldur auka lífsgæði þeirra sem nýta sér það. Þegar ég horfi til framtíðar vil ég sjá heilbrigðiskerfi sem vinnur með fólki, ekki á móti því. Viðreisn sýnir að hægt er að fara nýjar leiðir – leiðir sem byggja á betri meðferð fjármuna, nútímavæðingu og mannúðlegri nálgun. Við eigum ekki að sætta okkur við gamaldags kerfi sem þjónar ekki lengur þörfum samfélagsins. Þess vegna ætla ég að kjósa Viðreisn! Fyrir heilbrigðiskerfi sem virkar fyrir okkur öll! Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er markþjálfi og einstaklingur með ADHD.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun