Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 27. nóvember 2024 15:11 Flest börn sem komin eru á ákveðinn aldur eru á samfélagsmiðlum í gegnum símana sína. Mörg eru á samfélagsmiðlum marga tíma á sólarhring. Stór hópur barna geta ekki hugsað sér að skilja við símann nema kannski í örstutta stund og fengju þau að ráða myndu þau aldrei skilja við hann. Í gegnum samfélagsmiðla eru börn í samskiptum við aðra krakka, þau meðtaka alls konar skilaboð og deila sömuleiðis bæði texta og myndum. „Lækin“ skipta börn máli. „Lækin“ stýra jafnvel líðan barns frá mínútu til mínútu. Samfélagsmiðlar hafa gríðarlegt aðdráttarafl og láta fráhvarfseinkenni fljótt á sér kræla ef barn og sími eru lengi aðskilin. Þá myndast jafnvel pirringur, óþreyja og ergelsi. Samhliða aukinni notkun barna á samfélagsmiðlum hafa annars konar samskipti þurft undan að láta og margt sem áður þótti eftirsóknarvert og jafnvel skemmtilegt þykir nú ekki jafn spennandi, jafnvel leiðinlegt og grámyglulegt. Fái barn að gefa sig alfarið að samfélagsmiðlum og netinu má telja líklegt að eitthvað annað í lífi barnsins þurfi undan að láta. Verðum að setja mörk En þetta er sá raunveruleiki sem við búum við í dag og hann þurfum við að „tækla“ eins vel og hægt er með hagsmuni barna að leiðarljósi. Meðal þess sem foreldrar þurfa að beita sér fyrir er að ungt barn hafi ekki óheftan aðgang að neti án nokkurs eftirlits. Netið er eins og stórborg sem bæði býður upp á skemmtanir, fræðslu en einnig miklar hættur. Setja þarf takmörk á skjátíma barna, setja þak sem hæfir aldri og þroska barns. Best er ef hægt er að setja reglur í sátt og samlyndi við barnið. Þetta er mikilvægt því rannsóknir hafa ítrekað staðfest að andlegri líðan barna hefur hrakað og svefntími þeirra minnkað, m.a. vegna mikillar skjánotkunar. Óhófleg skjánotkun, jafnvel á annan tug klukkutíma á sólarhring, hefur eðlilega áhrif á annað í lífi barnsins s.s. námsáhuga og skólaástundun. Flokkur fólksins, bæði í borgarstjórn og á Alþingi, vill leyfa börnum að njóta fullrar einbeitingar í grunnskólum. Það næst einungis ef síminn er skilinn eftir utan skóla. Flokkur fólksins vill sjá stjórnvöld axla ábyrgð í þessu máli og gefa út tilmæli um samræmdar reglur. Það myndi létta á stjórnendum, foreldrum og auðvelda alla framkvæmd. Síminn og samfélagsmiðlar eru aldrei besti vinurinn Á sama tíma og við viljum leyfa börnum í samræmi við aldur þeirra og þroska að njóta tækni og nýsköpunar og sækja sér fræðslu sem víðast þurfum við einnig að gæta öryggis þeirra á netinu og á samfélagsmiðlum. Það þarf að kenna þeim að flokka upplýsingar og vera varkár, t.d. ekki trúa og treysta öllum sem setja sig í samband við þau. Umfram allt þarf að brýna fyrir þeim að senda aldrei neikvæð, vafasöm skilaboð eða myndir af sér sem þau vilja ekki að komi fyrir augu almennings. Við þurfum jafnframt að ræða við börnin um að símanotkun og samskipti á netinu geta aldrei komið í staðinn fyrir vin, persónuleg samskipti eða nánd. Börnum sem finnst þau eigi marga góða vini á netinu upplifa sig engu að síður oft einmana og einangruð og finna til kvíða og þunglyndis. Flokkur fólksins var stofnaður til að taka utan um börnin Flokkur fólksins hefur látið að sér kveða í þessum málum. Við skiljum að þetta er nýr og breyttur veruleiki sem við þurfum að læra á og aðlagast. Nú líður að kosningum til Alþingis. Flokkur fólksins, komist hann til áhrifa mun ávallt setja velferð barna í forgang. Flokkurinn var stofnaður til að taka utan um börn og barnafjölskyldur og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Flokkurinn hefur aldrei þau ár sem hann hefur verið á Alþingi vikið frá þessu markmiði sínu. Sama má segja um Flokk fólksins í borgarstjórn. Oddviti hans í borgarstjórn sem einnig er sálfræðingur með áratuga reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum er nú jafnframt frambjóðandi og skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík suður í komandi Alþingiskosningum. Flokkur fólksins er með reynslu og raunverulegar lausnir byggðar á réttlæti og sanngirni. Góðar stundir Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi Flokks fólksins í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Símanotkun barna Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Flest börn sem komin eru á ákveðinn aldur eru á samfélagsmiðlum í gegnum símana sína. Mörg eru á samfélagsmiðlum marga tíma á sólarhring. Stór hópur barna geta ekki hugsað sér að skilja við símann nema kannski í örstutta stund og fengju þau að ráða myndu þau aldrei skilja við hann. Í gegnum samfélagsmiðla eru börn í samskiptum við aðra krakka, þau meðtaka alls konar skilaboð og deila sömuleiðis bæði texta og myndum. „Lækin“ skipta börn máli. „Lækin“ stýra jafnvel líðan barns frá mínútu til mínútu. Samfélagsmiðlar hafa gríðarlegt aðdráttarafl og láta fráhvarfseinkenni fljótt á sér kræla ef barn og sími eru lengi aðskilin. Þá myndast jafnvel pirringur, óþreyja og ergelsi. Samhliða aukinni notkun barna á samfélagsmiðlum hafa annars konar samskipti þurft undan að láta og margt sem áður þótti eftirsóknarvert og jafnvel skemmtilegt þykir nú ekki jafn spennandi, jafnvel leiðinlegt og grámyglulegt. Fái barn að gefa sig alfarið að samfélagsmiðlum og netinu má telja líklegt að eitthvað annað í lífi barnsins þurfi undan að láta. Verðum að setja mörk En þetta er sá raunveruleiki sem við búum við í dag og hann þurfum við að „tækla“ eins vel og hægt er með hagsmuni barna að leiðarljósi. Meðal þess sem foreldrar þurfa að beita sér fyrir er að ungt barn hafi ekki óheftan aðgang að neti án nokkurs eftirlits. Netið er eins og stórborg sem bæði býður upp á skemmtanir, fræðslu en einnig miklar hættur. Setja þarf takmörk á skjátíma barna, setja þak sem hæfir aldri og þroska barns. Best er ef hægt er að setja reglur í sátt og samlyndi við barnið. Þetta er mikilvægt því rannsóknir hafa ítrekað staðfest að andlegri líðan barna hefur hrakað og svefntími þeirra minnkað, m.a. vegna mikillar skjánotkunar. Óhófleg skjánotkun, jafnvel á annan tug klukkutíma á sólarhring, hefur eðlilega áhrif á annað í lífi barnsins s.s. námsáhuga og skólaástundun. Flokkur fólksins, bæði í borgarstjórn og á Alþingi, vill leyfa börnum að njóta fullrar einbeitingar í grunnskólum. Það næst einungis ef síminn er skilinn eftir utan skóla. Flokkur fólksins vill sjá stjórnvöld axla ábyrgð í þessu máli og gefa út tilmæli um samræmdar reglur. Það myndi létta á stjórnendum, foreldrum og auðvelda alla framkvæmd. Síminn og samfélagsmiðlar eru aldrei besti vinurinn Á sama tíma og við viljum leyfa börnum í samræmi við aldur þeirra og þroska að njóta tækni og nýsköpunar og sækja sér fræðslu sem víðast þurfum við einnig að gæta öryggis þeirra á netinu og á samfélagsmiðlum. Það þarf að kenna þeim að flokka upplýsingar og vera varkár, t.d. ekki trúa og treysta öllum sem setja sig í samband við þau. Umfram allt þarf að brýna fyrir þeim að senda aldrei neikvæð, vafasöm skilaboð eða myndir af sér sem þau vilja ekki að komi fyrir augu almennings. Við þurfum jafnframt að ræða við börnin um að símanotkun og samskipti á netinu geta aldrei komið í staðinn fyrir vin, persónuleg samskipti eða nánd. Börnum sem finnst þau eigi marga góða vini á netinu upplifa sig engu að síður oft einmana og einangruð og finna til kvíða og þunglyndis. Flokkur fólksins var stofnaður til að taka utan um börnin Flokkur fólksins hefur látið að sér kveða í þessum málum. Við skiljum að þetta er nýr og breyttur veruleiki sem við þurfum að læra á og aðlagast. Nú líður að kosningum til Alþingis. Flokkur fólksins, komist hann til áhrifa mun ávallt setja velferð barna í forgang. Flokkurinn var stofnaður til að taka utan um börn og barnafjölskyldur og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Flokkurinn hefur aldrei þau ár sem hann hefur verið á Alþingi vikið frá þessu markmiði sínu. Sama má segja um Flokk fólksins í borgarstjórn. Oddviti hans í borgarstjórn sem einnig er sálfræðingur með áratuga reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum er nú jafnframt frambjóðandi og skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík suður í komandi Alþingiskosningum. Flokkur fólksins er með reynslu og raunverulegar lausnir byggðar á réttlæti og sanngirni. Góðar stundir Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi Flokks fólksins í komandi Alþingiskosningum.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar