Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar 27. nóvember 2024 10:31 Fyrir nokkru heimsótti ég framhaldsskóla til að ræða tengsl karla og jafnréttismála. Í samtali um vændiskaup og klámnotkun var mér kynnt hugtak sem ég hef ekki rekist á í umræðu síðan. Hugtakið er „rúnkviskubit“ og lýsir samviskubiti eftir notkun klámefnis þegar hið „leikna“ efni hefur falið í sér slíka niðurlægingu og ofbeldi að notandi getur ekki annað en skammast sín sem neytandi. Umræðan um áhrif kláms á hugmyndir okkar um kynlíf og samskipti í nánum samböndum þarf að fara fram - í dag fer hún ekki fram. Á sama tíma eiga Íslendingar mögulega heimsmet í klámnotkun. Í annarri heimsókn átti ég samtal við stráka um hugmyndir þeirra um ofbeldi og karlmennsku. Viðfangsefni sem varpar ljósi á ástæður þess að karlar eru yfirgnæfandi meirihluti gerenda í ofbeldismálum. Ræddum við meðal annars rannsóknir sem sýna að strákar og karlar finna til óöryggis þegar þeir eru á skemmtistöðum eða einir á ferð að nóttu. Tilfinning sem flestar konur kannast mun betur við. Eftir umræðuna kom strákur til mín sem átti vart orð til að lýsa hvers konar kjaftæði það væri að vera „hræddur á djamminu“. Til að sanna mál sitt sagði hann yfir hópinn „ég er ekki hræddur á djamminu, ég er alltaf með hníf!“ og rauk út. Óöryggið, hræðslan og þessi hugmynd um hvað sé eðlilegt eru sönnun þess að við þurfum að ræða hugmyndir karla og stráka um ofbeldi. Eitt einkenni erfiðrar umræðu í jafnréttismálum er að við kjósum oft að eiga ekki samtalið, eða að afturhaldsöfl gera lítið úr þeim sem það reyna. Umræða um hugmyndir karla um klám, vændi og ofbeldi þarf að fara fram – afleiðingar frekari þöggunar eru of dýrkeyptar. VG hefur á undanförnum árum náð verulegum árangri í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks. Árangurinn endurspeglast í lagabreytingum og stefnumótun sem hafa stuðlað að auknu jafnrétti og bættum réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Fæðingarorlof, jafnlaunavottun, lög um jafna meðferð, lög um kynrænt sjálfræði, lög um þungunarrof, ný jafnréttislög, aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Listinn er langur. Réttindi eru ekki gefin, þeirra er aflað og þeim er viðhaldið. Afturhaldsöfl munu alltaf reyna að taka réttindi af okkur – sérstaklega konum, líkt og nýleg þróun samfélagsumræðunnar sýnir. Þrátt fyrir árangur VG í jafnréttismálum er enn verk að vinna. VG hefur skuldbundið sig til að halda áfram að vinna að þessum málum í samstarfi við hinsegin samfélagið og önnur hagsmunasamtök. Engum er betur treystandi en VG til að leiða slíkt samtal og þrýsta á árangur í erfiðum viðfangsefnum jafnréttismála. Höfundur er félagsfræðingur, hefur starfað í Jafnréttismálum í 15 ár og skipar 5. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Frelsissviptir Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru heimsótti ég framhaldsskóla til að ræða tengsl karla og jafnréttismála. Í samtali um vændiskaup og klámnotkun var mér kynnt hugtak sem ég hef ekki rekist á í umræðu síðan. Hugtakið er „rúnkviskubit“ og lýsir samviskubiti eftir notkun klámefnis þegar hið „leikna“ efni hefur falið í sér slíka niðurlægingu og ofbeldi að notandi getur ekki annað en skammast sín sem neytandi. Umræðan um áhrif kláms á hugmyndir okkar um kynlíf og samskipti í nánum samböndum þarf að fara fram - í dag fer hún ekki fram. Á sama tíma eiga Íslendingar mögulega heimsmet í klámnotkun. Í annarri heimsókn átti ég samtal við stráka um hugmyndir þeirra um ofbeldi og karlmennsku. Viðfangsefni sem varpar ljósi á ástæður þess að karlar eru yfirgnæfandi meirihluti gerenda í ofbeldismálum. Ræddum við meðal annars rannsóknir sem sýna að strákar og karlar finna til óöryggis þegar þeir eru á skemmtistöðum eða einir á ferð að nóttu. Tilfinning sem flestar konur kannast mun betur við. Eftir umræðuna kom strákur til mín sem átti vart orð til að lýsa hvers konar kjaftæði það væri að vera „hræddur á djamminu“. Til að sanna mál sitt sagði hann yfir hópinn „ég er ekki hræddur á djamminu, ég er alltaf með hníf!“ og rauk út. Óöryggið, hræðslan og þessi hugmynd um hvað sé eðlilegt eru sönnun þess að við þurfum að ræða hugmyndir karla og stráka um ofbeldi. Eitt einkenni erfiðrar umræðu í jafnréttismálum er að við kjósum oft að eiga ekki samtalið, eða að afturhaldsöfl gera lítið úr þeim sem það reyna. Umræða um hugmyndir karla um klám, vændi og ofbeldi þarf að fara fram – afleiðingar frekari þöggunar eru of dýrkeyptar. VG hefur á undanförnum árum náð verulegum árangri í jafnréttismálum og málefnum hinsegin fólks. Árangurinn endurspeglast í lagabreytingum og stefnumótun sem hafa stuðlað að auknu jafnrétti og bættum réttindum hinsegin fólks á Íslandi. Fæðingarorlof, jafnlaunavottun, lög um jafna meðferð, lög um kynrænt sjálfræði, lög um þungunarrof, ný jafnréttislög, aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks. Listinn er langur. Réttindi eru ekki gefin, þeirra er aflað og þeim er viðhaldið. Afturhaldsöfl munu alltaf reyna að taka réttindi af okkur – sérstaklega konum, líkt og nýleg þróun samfélagsumræðunnar sýnir. Þrátt fyrir árangur VG í jafnréttismálum er enn verk að vinna. VG hefur skuldbundið sig til að halda áfram að vinna að þessum málum í samstarfi við hinsegin samfélagið og önnur hagsmunasamtök. Engum er betur treystandi en VG til að leiða slíkt samtal og þrýsta á árangur í erfiðum viðfangsefnum jafnréttismála. Höfundur er félagsfræðingur, hefur starfað í Jafnréttismálum í 15 ár og skipar 5. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun