Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 27. nóvember 2024 09:41 Núna þegar jólin eru handan við hornið er tími til kominn að gera óskalista. Vinstri flokkarnir virðast einnig vera komnir í jólaskapið, enda óskalistinn þeirra nær endalaus og óþjáll. Sá flokkur sem stendur sig hvað best í þessum efnum er enginn annar en Samfylkingin en þeirra óskalisti er jafn stór og hann er óraunhæfur. Það fer ekki á milli mála að þau eiga skilið snemmbúna kartöflu í skóinn enda er sindakladdin langur. Þau sem muna eftir vinstristjórninni 2009 til 2013 hafa í það minnsta 148 ástæður til þess að skila kartöflu í skó Samfylkingarinnar. En ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki rauð jól. Ef Íslendingar kjósa yfir sig aðra vinstristjórn þá verða ekki bara jólin rauð heldur líka bankabókin. Það var nefnilega þannig að í harðindunum á alþingi árið 2009 til 2013 voru a.m.k. 148 skattahækkanir samþykktar, margar hverjar hannaðar sérstaklega til þess að níðast á gömlum konum og duglegu fólki enda Grýla og Leppalúði við völd í þá daga. Skattalækkanir í skóinn Minn óskalisti er ekki langur en hann er nákvæmur. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn hrinda sinni skattaáætlun í framkvæmd. Ég vil sjá stimpilgjöld af húsnæðiskaupum felld niður. Ég vil sjá skattaafslátt upp á 150.000 kr. fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Ég vil að fólk geti greitt niður húsnæðislánið sitt hraðar. En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einmitt að hækka fjárhæðamörk ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislánin. Ég vil líka sjá frítekjumark fjármagnstekna hækkað í 500.000 kr. og frítekjumark erfðafjárskatts í 20.000.000 kr. En þá segir rauða forystan: „En Franklín, þið hafið hækkað skatta“. Mitt svar er einfalt: „Ég er með 300 milljarða af ástæðum fyrir því að þið séuð að bulla“. Það er nefnilega þannig að ég hlusta á fólk sem lætur verkin tala og Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega gert það með því að lækka skattbyrði Íslendinga um 300 milljarða króna frá árinu 2013. Það er staðreynd! Það er nefnilega þannig að þegar að óskalistinn er byggður á raunhæfum markmiðum sem eiga sér stað í raunheimum, en ekki í Dag-draumaheimum, þá náum við ótrúlegum árangri. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Núna þegar jólin eru handan við hornið er tími til kominn að gera óskalista. Vinstri flokkarnir virðast einnig vera komnir í jólaskapið, enda óskalistinn þeirra nær endalaus og óþjáll. Sá flokkur sem stendur sig hvað best í þessum efnum er enginn annar en Samfylkingin en þeirra óskalisti er jafn stór og hann er óraunhæfur. Það fer ekki á milli mála að þau eiga skilið snemmbúna kartöflu í skóinn enda er sindakladdin langur. Þau sem muna eftir vinstristjórninni 2009 til 2013 hafa í það minnsta 148 ástæður til þess að skila kartöflu í skó Samfylkingarinnar. En ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki rauð jól. Ef Íslendingar kjósa yfir sig aðra vinstristjórn þá verða ekki bara jólin rauð heldur líka bankabókin. Það var nefnilega þannig að í harðindunum á alþingi árið 2009 til 2013 voru a.m.k. 148 skattahækkanir samþykktar, margar hverjar hannaðar sérstaklega til þess að níðast á gömlum konum og duglegu fólki enda Grýla og Leppalúði við völd í þá daga. Skattalækkanir í skóinn Minn óskalisti er ekki langur en hann er nákvæmur. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn hrinda sinni skattaáætlun í framkvæmd. Ég vil sjá stimpilgjöld af húsnæðiskaupum felld niður. Ég vil sjá skattaafslátt upp á 150.000 kr. fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Ég vil að fólk geti greitt niður húsnæðislánið sitt hraðar. En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einmitt að hækka fjárhæðamörk ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislánin. Ég vil líka sjá frítekjumark fjármagnstekna hækkað í 500.000 kr. og frítekjumark erfðafjárskatts í 20.000.000 kr. En þá segir rauða forystan: „En Franklín, þið hafið hækkað skatta“. Mitt svar er einfalt: „Ég er með 300 milljarða af ástæðum fyrir því að þið séuð að bulla“. Það er nefnilega þannig að ég hlusta á fólk sem lætur verkin tala og Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega gert það með því að lækka skattbyrði Íslendinga um 300 milljarða króna frá árinu 2013. Það er staðreynd! Það er nefnilega þannig að þegar að óskalistinn er byggður á raunhæfum markmiðum sem eiga sér stað í raunheimum, en ekki í Dag-draumaheimum, þá náum við ótrúlegum árangri. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun