Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 27. nóvember 2024 09:41 Núna þegar jólin eru handan við hornið er tími til kominn að gera óskalista. Vinstri flokkarnir virðast einnig vera komnir í jólaskapið, enda óskalistinn þeirra nær endalaus og óþjáll. Sá flokkur sem stendur sig hvað best í þessum efnum er enginn annar en Samfylkingin en þeirra óskalisti er jafn stór og hann er óraunhæfur. Það fer ekki á milli mála að þau eiga skilið snemmbúna kartöflu í skóinn enda er sindakladdin langur. Þau sem muna eftir vinstristjórninni 2009 til 2013 hafa í það minnsta 148 ástæður til þess að skila kartöflu í skó Samfylkingarinnar. En ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki rauð jól. Ef Íslendingar kjósa yfir sig aðra vinstristjórn þá verða ekki bara jólin rauð heldur líka bankabókin. Það var nefnilega þannig að í harðindunum á alþingi árið 2009 til 2013 voru a.m.k. 148 skattahækkanir samþykktar, margar hverjar hannaðar sérstaklega til þess að níðast á gömlum konum og duglegu fólki enda Grýla og Leppalúði við völd í þá daga. Skattalækkanir í skóinn Minn óskalisti er ekki langur en hann er nákvæmur. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn hrinda sinni skattaáætlun í framkvæmd. Ég vil sjá stimpilgjöld af húsnæðiskaupum felld niður. Ég vil sjá skattaafslátt upp á 150.000 kr. fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Ég vil að fólk geti greitt niður húsnæðislánið sitt hraðar. En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einmitt að hækka fjárhæðamörk ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislánin. Ég vil líka sjá frítekjumark fjármagnstekna hækkað í 500.000 kr. og frítekjumark erfðafjárskatts í 20.000.000 kr. En þá segir rauða forystan: „En Franklín, þið hafið hækkað skatta“. Mitt svar er einfalt: „Ég er með 300 milljarða af ástæðum fyrir því að þið séuð að bulla“. Það er nefnilega þannig að ég hlusta á fólk sem lætur verkin tala og Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega gert það með því að lækka skattbyrði Íslendinga um 300 milljarða króna frá árinu 2013. Það er staðreynd! Það er nefnilega þannig að þegar að óskalistinn er byggður á raunhæfum markmiðum sem eiga sér stað í raunheimum, en ekki í Dag-draumaheimum, þá náum við ótrúlegum árangri. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Núna þegar jólin eru handan við hornið er tími til kominn að gera óskalista. Vinstri flokkarnir virðast einnig vera komnir í jólaskapið, enda óskalistinn þeirra nær endalaus og óþjáll. Sá flokkur sem stendur sig hvað best í þessum efnum er enginn annar en Samfylkingin en þeirra óskalisti er jafn stór og hann er óraunhæfur. Það fer ekki á milli mála að þau eiga skilið snemmbúna kartöflu í skóinn enda er sindakladdin langur. Þau sem muna eftir vinstristjórninni 2009 til 2013 hafa í það minnsta 148 ástæður til þess að skila kartöflu í skó Samfylkingarinnar. En ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki rauð jól. Ef Íslendingar kjósa yfir sig aðra vinstristjórn þá verða ekki bara jólin rauð heldur líka bankabókin. Það var nefnilega þannig að í harðindunum á alþingi árið 2009 til 2013 voru a.m.k. 148 skattahækkanir samþykktar, margar hverjar hannaðar sérstaklega til þess að níðast á gömlum konum og duglegu fólki enda Grýla og Leppalúði við völd í þá daga. Skattalækkanir í skóinn Minn óskalisti er ekki langur en hann er nákvæmur. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinn hrinda sinni skattaáætlun í framkvæmd. Ég vil sjá stimpilgjöld af húsnæðiskaupum felld niður. Ég vil sjá skattaafslátt upp á 150.000 kr. fyrir hvert barn undir þriggja ára aldri. Ég vil að fólk geti greitt niður húsnæðislánið sitt hraðar. En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar einmitt að hækka fjárhæðamörk ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á húsnæðislánin. Ég vil líka sjá frítekjumark fjármagnstekna hækkað í 500.000 kr. og frítekjumark erfðafjárskatts í 20.000.000 kr. En þá segir rauða forystan: „En Franklín, þið hafið hækkað skatta“. Mitt svar er einfalt: „Ég er með 300 milljarða af ástæðum fyrir því að þið séuð að bulla“. Það er nefnilega þannig að ég hlusta á fólk sem lætur verkin tala og Sjálfstæðisflokkurinn hefur svo sannarlega gert það með því að lækka skattbyrði Íslendinga um 300 milljarða króna frá árinu 2013. Það er staðreynd! Það er nefnilega þannig að þegar að óskalistinn er byggður á raunhæfum markmiðum sem eiga sér stað í raunheimum, en ekki í Dag-draumaheimum, þá náum við ótrúlegum árangri. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun