Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 26. nóvember 2024 16:30 Íbúar í Reykjavík sitja alltof margir fastir í umferðaröngþveiti á leið til og frá vinnu og skóla. Jafnframt er íbúða- og lóðaskortur áberandi sem og ásælni borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar, í að fórna grænum svæðum í borginni fyrir skammvinnan gróða. Þessi staða skýrist alfarið af stefnu borgaryfirvalda í skipulags- og samgöngumálum. Ef ekki verður breytt um stefnu er morgunljóst að staðan mun versna stöðugt næstu árin með enn þyngri umferðarhnútum og íbúðaskorti. Við svo verður ekki búið. Uppfærsla á Samgöngusáttmála milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá því í ágúst sl. leysir engan veginn bráðavanda í skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík. Forsendur sáttmálans eru reistar á væntingum um óraunhæfa fjölgun farþega með almenningssamgöngum og áfram er haldið á þeirri lánlausu vegferð að þrengja að almennri bílaumferð. Er slíkt gert þrátt fyrir fögur loforð um annað. Ekkert í Samgöngusáttmálanum vekur vonir um að hann sé til þess gerður að greiða úr vandanum og hann mun sannarlega ekki skila íbúunum bættum almenningssamgöngum, svo mikið er víst. „Planið“ er að þrengja að bílaumferð með fækkun akreina, m.a. á Suðurlandsbraut og lokun ýmissa akreina í miðborginni. Skothúsvegi yfir Tjarnarbrú og Fríkirkjuvegi verður lokað fyrir almennri bílaumferð. Miklar breytingar verða við Hverfisgötu, Hlemm og víðar. Auk þess sem til stendur að koma á veggjöldum. Er þetta það sem kjósendur í Reykjavík vilja? Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, að undanskildu Seltjarnarnesi, eru tiltölulega ánægð með uppfærslu sáttmálans. Þau bera öll eitthvað úr bítum, svo sem betri tengingu við borgina með brú frá Kársnesi yfir á Vatnsmýrarsvæðið fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Þá verða bætur af framkvæmdum við Arnarnesveg og Reykjanesbraut. Þeir sem búa í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi verða hins vegar áfram fastir í sama umferðarvanda næstu árin og áratugi ef fram heldur sem horfir. Reykvíkingar sitja líka uppi með óleystan samgönguvanda í ófyrirsjáanlegri framtíð. Slíkt mun auðvitað einnig bitna á nágrannasveitarfélögunum. Það er ekki nóg að komast til Reykjavíkur með greiðum hætti, það þarf líka að komast um í borginni. Vandamál Reykvíkinga má rekja alveg til ársins 2010 þegar nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík til ársins 2030 var í undirbúningi en gengið var frá því formlega í nóvember 2013. Skipulagið felur í sér áherslu á ofurþéttingu byggðar. Í grundvallaratriðum ganga þessi ósköp út á að grænum svæðum er fórnað, lóðaverð og byggingakostnaður hækkar stöðugt og fólk og fyrirtæki hefja í framhaldinu að flýja höfuðborgina, rétt eins og gerst hefur í æ ríkari mæli að undanförnu. Naumur vinstri meirihlutinn í borginni er í andstöðu við heimilisbílinn. Það sést best á því að nýjar íbúðir seljast ekki þar sem með þeim fylgja engin bílastæði og ofurhækkanir á bílastæðagjöldum fæla fólk frá verslun og þjónustu í miðborginni. Arkítektar þessarar þéttingarstefnu, Dagur B. Eggertsson og Pawel Bartoszek, eru nú í framboði til Alþingis hér í kjördæminu. Dagur fyrir Samfylkinguna og Pawel fyrir Viðreisn. Ég hef notið þess trausts að sitja á Alþingi sem kjörinn fulltrúi Reykvíkinga. Ég mun, nú sem endranær, beita mér í hagsmunabaráttu fyrir íbúa kjördæmis míns líkt og þingmenn annara kjördæma gera. Það hefur komið mér á óvart í kosningabaráttunni nú hvað fulltrúar annarra flokka eru hissa á því að ég skuli beita mér í kjördæmamálum. Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Höfundur er ráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Borgarstjórn Umferð Mest lesið Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar í Reykjavík sitja alltof margir fastir í umferðaröngþveiti á leið til og frá vinnu og skóla. Jafnframt er íbúða- og lóðaskortur áberandi sem og ásælni borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar, í að fórna grænum svæðum í borginni fyrir skammvinnan gróða. Þessi staða skýrist alfarið af stefnu borgaryfirvalda í skipulags- og samgöngumálum. Ef ekki verður breytt um stefnu er morgunljóst að staðan mun versna stöðugt næstu árin með enn þyngri umferðarhnútum og íbúðaskorti. Við svo verður ekki búið. Uppfærsla á Samgöngusáttmála milli ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá því í ágúst sl. leysir engan veginn bráðavanda í skipulags- og samgöngumálum í Reykjavík. Forsendur sáttmálans eru reistar á væntingum um óraunhæfa fjölgun farþega með almenningssamgöngum og áfram er haldið á þeirri lánlausu vegferð að þrengja að almennri bílaumferð. Er slíkt gert þrátt fyrir fögur loforð um annað. Ekkert í Samgöngusáttmálanum vekur vonir um að hann sé til þess gerður að greiða úr vandanum og hann mun sannarlega ekki skila íbúunum bættum almenningssamgöngum, svo mikið er víst. „Planið“ er að þrengja að bílaumferð með fækkun akreina, m.a. á Suðurlandsbraut og lokun ýmissa akreina í miðborginni. Skothúsvegi yfir Tjarnarbrú og Fríkirkjuvegi verður lokað fyrir almennri bílaumferð. Miklar breytingar verða við Hverfisgötu, Hlemm og víðar. Auk þess sem til stendur að koma á veggjöldum. Er þetta það sem kjósendur í Reykjavík vilja? Nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, að undanskildu Seltjarnarnesi, eru tiltölulega ánægð með uppfærslu sáttmálans. Þau bera öll eitthvað úr bítum, svo sem betri tengingu við borgina með brú frá Kársnesi yfir á Vatnsmýrarsvæðið fyrir hjólandi, gangandi og Strætó. Þá verða bætur af framkvæmdum við Arnarnesveg og Reykjanesbraut. Þeir sem búa í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi verða hins vegar áfram fastir í sama umferðarvanda næstu árin og áratugi ef fram heldur sem horfir. Reykvíkingar sitja líka uppi með óleystan samgönguvanda í ófyrirsjáanlegri framtíð. Slíkt mun auðvitað einnig bitna á nágrannasveitarfélögunum. Það er ekki nóg að komast til Reykjavíkur með greiðum hætti, það þarf líka að komast um í borginni. Vandamál Reykvíkinga má rekja alveg til ársins 2010 þegar nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík til ársins 2030 var í undirbúningi en gengið var frá því formlega í nóvember 2013. Skipulagið felur í sér áherslu á ofurþéttingu byggðar. Í grundvallaratriðum ganga þessi ósköp út á að grænum svæðum er fórnað, lóðaverð og byggingakostnaður hækkar stöðugt og fólk og fyrirtæki hefja í framhaldinu að flýja höfuðborgina, rétt eins og gerst hefur í æ ríkari mæli að undanförnu. Naumur vinstri meirihlutinn í borginni er í andstöðu við heimilisbílinn. Það sést best á því að nýjar íbúðir seljast ekki þar sem með þeim fylgja engin bílastæði og ofurhækkanir á bílastæðagjöldum fæla fólk frá verslun og þjónustu í miðborginni. Arkítektar þessarar þéttingarstefnu, Dagur B. Eggertsson og Pawel Bartoszek, eru nú í framboði til Alþingis hér í kjördæminu. Dagur fyrir Samfylkinguna og Pawel fyrir Viðreisn. Ég hef notið þess trausts að sitja á Alþingi sem kjörinn fulltrúi Reykvíkinga. Ég mun, nú sem endranær, beita mér í hagsmunabaráttu fyrir íbúa kjördæmis míns líkt og þingmenn annara kjördæma gera. Það hefur komið mér á óvart í kosningabaráttunni nú hvað fulltrúar annarra flokka eru hissa á því að ég skuli beita mér í kjördæmamálum. Það er til umhugsunar fyrir kjósendur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Höfundur er ráðherra og oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun