Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir, Magnús Hilmar Helgason og Vignir Steinþór Halldórsson skrifa 25. nóvember 2024 11:22 Á síðustu árum hefur orðið algjör breyting í kynningu og aðsókn að iðnnámi á Íslandi. Með iðnnámi opnast fjölmargar dyr hvort heldur sem er inn í atvinnulífið eða í áframhaldandi nám og þau tækifæri sem það gefur eru eftirsótt. Með samstarfi Samtaka iðnaðarins og stjórnvalda hafa tækifærin verið kynnt og kerfislægum hindrunum verið rutt úr vegi. Skólarnir sjálfir hafa einnig lagt mikið af mörkum til þess að laða til sín nemendur. Þetta hefur stóraukið aðsókn að iðnnámi og fært Ísland nær öðrum löndum í þeim efnum. Næsta ríkisstjórn þarf að halda áfram þessu góða starfi og tryggja það að hægt verði að taka við fleiri nemendum svo fleirum standi þessi tækifæri til boða. Þetta eru áskoranir sem bíða úrlausnar. Stóraukinn áhugi á iðnnámi Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk nýverið Íslensku menntaverðlaunin fyrir sitt framlag til samstarf við grunnskólana í Fjarðarbyggð en með því hefur aðsókn að iðnnámi stóraukist. Mörg fleiri dæmi eru um spennandi þróun í skólastarfi sem vekur áhuga nemenda. Aðsókn að iðnnámi hefur vaxið verulega undanfarin ár, sem er í senn fagnaðarefni og áskorun. Á fimm árum hefur útskrifuðum úr iðnnámi fjölgað um 70%. Á síðasta ári sóttu 2.460 einstaklingar um iðnnám en skortur á fjármagni og húsnæði hefur leitt til þess að allt að 1.000 umsóknum er hafnað árlega. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst þegar horft er til þess að það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkaðinn. Skortur á iðnmenntuðum – dragbítur á atvinnulífið Í flestum greinum iðnmenntunar skortir fagfólk á vinnumarkað. Nýlegar greiningar Samtaka iðnaðarins sýna að 800 rafvirkja og 360 pípara vantar á næstu fimm árum til að mæta vexti í byggingariðnaði og orkuskiptum, svo dæmi séu tekin. Það er útilokað að menntakerfið geti annað þessari eftirspurn nema eitthvað breytist. Þetta misræmi milli framboðs og eftirspurnar dregur úr möguleikum atvinnulífsins til vaxtar og nýsköpunar og dregur úr getu til að byggja upp samfélagið í takt við þarfir. Fjármagna þarf námið Ísland er eftirbátur annarra OECD-ríkja þegar kemur að fjármagni til iðnmenntunar. Aðeins 7% útgjalda til menntamála fara til iðnnáms hér á landi, samanborið við 10% á Norðurlöndum. Það er ánægjulegt að sjá stjórnvöld taka skref í rétta átt með áformum um stækkun verknámsskóla um land allt og nýju húsnæði fyrir Tækniskólann. Hins vegar er ljóst að það þarf aukið fjármagn til skólanna svo hægt sé að kenna fleiri nemendum. Tryggjum réttindi iðnmenntaðra Það er ekki nóg að fjölga nemaplássum og byggja nýtt húsnæði – gæta þarf að gæðum námsins og tryggja réttindi sem fylgja löggildingu iðngreina. Það eru skrýtin skilaboð stjórnvalda að hvetja einstaklinga til að fara í iðnnám og sækja sér réttindi en láta það svo óátalið að réttindalausir starfi við sömu iðn. Stjórnvöld þurfa að efla eftirlit með starfsemi réttindalausra til að tryggja öryggi og fagmennsku. Hljóð og mynd verða að fara saman. Horfum fram á veginn Iðnmenntun er ein undirstaða velferðar og framfara. Næsta ríkisstjórn þarf að fylgja eftir góðu starfi undanfarinna ára og taka frumkvæði í því að fjármagna iðnnámið betur, fjölga nemaplássum og efla eftirlit með réttindalausum. Það var ánægjulegt að sjá það á kosningafundi Samtaka iðnaðarins nýverið að allir flokkar deila þessari sýn. Með samstilltu átaki getum við tryggt að næsta kynslóð iðnmenntaðra verði betur undirbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið algjör breyting í kynningu og aðsókn að iðnnámi á Íslandi. Með iðnnámi opnast fjölmargar dyr hvort heldur sem er inn í atvinnulífið eða í áframhaldandi nám og þau tækifæri sem það gefur eru eftirsótt. Með samstarfi Samtaka iðnaðarins og stjórnvalda hafa tækifærin verið kynnt og kerfislægum hindrunum verið rutt úr vegi. Skólarnir sjálfir hafa einnig lagt mikið af mörkum til þess að laða til sín nemendur. Þetta hefur stóraukið aðsókn að iðnnámi og fært Ísland nær öðrum löndum í þeim efnum. Næsta ríkisstjórn þarf að halda áfram þessu góða starfi og tryggja það að hægt verði að taka við fleiri nemendum svo fleirum standi þessi tækifæri til boða. Þetta eru áskoranir sem bíða úrlausnar. Stóraukinn áhugi á iðnnámi Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk nýverið Íslensku menntaverðlaunin fyrir sitt framlag til samstarf við grunnskólana í Fjarðarbyggð en með því hefur aðsókn að iðnnámi stóraukist. Mörg fleiri dæmi eru um spennandi þróun í skólastarfi sem vekur áhuga nemenda. Aðsókn að iðnnámi hefur vaxið verulega undanfarin ár, sem er í senn fagnaðarefni og áskorun. Á fimm árum hefur útskrifuðum úr iðnnámi fjölgað um 70%. Á síðasta ári sóttu 2.460 einstaklingar um iðnnám en skortur á fjármagni og húsnæði hefur leitt til þess að allt að 1.000 umsóknum er hafnað árlega. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst þegar horft er til þess að það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkaðinn. Skortur á iðnmenntuðum – dragbítur á atvinnulífið Í flestum greinum iðnmenntunar skortir fagfólk á vinnumarkað. Nýlegar greiningar Samtaka iðnaðarins sýna að 800 rafvirkja og 360 pípara vantar á næstu fimm árum til að mæta vexti í byggingariðnaði og orkuskiptum, svo dæmi séu tekin. Það er útilokað að menntakerfið geti annað þessari eftirspurn nema eitthvað breytist. Þetta misræmi milli framboðs og eftirspurnar dregur úr möguleikum atvinnulífsins til vaxtar og nýsköpunar og dregur úr getu til að byggja upp samfélagið í takt við þarfir. Fjármagna þarf námið Ísland er eftirbátur annarra OECD-ríkja þegar kemur að fjármagni til iðnmenntunar. Aðeins 7% útgjalda til menntamála fara til iðnnáms hér á landi, samanborið við 10% á Norðurlöndum. Það er ánægjulegt að sjá stjórnvöld taka skref í rétta átt með áformum um stækkun verknámsskóla um land allt og nýju húsnæði fyrir Tækniskólann. Hins vegar er ljóst að það þarf aukið fjármagn til skólanna svo hægt sé að kenna fleiri nemendum. Tryggjum réttindi iðnmenntaðra Það er ekki nóg að fjölga nemaplássum og byggja nýtt húsnæði – gæta þarf að gæðum námsins og tryggja réttindi sem fylgja löggildingu iðngreina. Það eru skrýtin skilaboð stjórnvalda að hvetja einstaklinga til að fara í iðnnám og sækja sér réttindi en láta það svo óátalið að réttindalausir starfi við sömu iðn. Stjórnvöld þurfa að efla eftirlit með starfsemi réttindalausra til að tryggja öryggi og fagmennsku. Hljóð og mynd verða að fara saman. Horfum fram á veginn Iðnmenntun er ein undirstaða velferðar og framfara. Næsta ríkisstjórn þarf að fylgja eftir góðu starfi undanfarinna ára og taka frumkvæði í því að fjármagna iðnnámið betur, fjölga nemaplássum og efla eftirlit með réttindalausum. Það var ánægjulegt að sjá það á kosningafundi Samtaka iðnaðarins nýverið að allir flokkar deila þessari sýn. Með samstilltu átaki getum við tryggt að næsta kynslóð iðnmenntaðra verði betur undirbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun