Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir, Magnús Hilmar Helgason og Vignir Steinþór Halldórsson skrifa 25. nóvember 2024 11:22 Á síðustu árum hefur orðið algjör breyting í kynningu og aðsókn að iðnnámi á Íslandi. Með iðnnámi opnast fjölmargar dyr hvort heldur sem er inn í atvinnulífið eða í áframhaldandi nám og þau tækifæri sem það gefur eru eftirsótt. Með samstarfi Samtaka iðnaðarins og stjórnvalda hafa tækifærin verið kynnt og kerfislægum hindrunum verið rutt úr vegi. Skólarnir sjálfir hafa einnig lagt mikið af mörkum til þess að laða til sín nemendur. Þetta hefur stóraukið aðsókn að iðnnámi og fært Ísland nær öðrum löndum í þeim efnum. Næsta ríkisstjórn þarf að halda áfram þessu góða starfi og tryggja það að hægt verði að taka við fleiri nemendum svo fleirum standi þessi tækifæri til boða. Þetta eru áskoranir sem bíða úrlausnar. Stóraukinn áhugi á iðnnámi Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk nýverið Íslensku menntaverðlaunin fyrir sitt framlag til samstarf við grunnskólana í Fjarðarbyggð en með því hefur aðsókn að iðnnámi stóraukist. Mörg fleiri dæmi eru um spennandi þróun í skólastarfi sem vekur áhuga nemenda. Aðsókn að iðnnámi hefur vaxið verulega undanfarin ár, sem er í senn fagnaðarefni og áskorun. Á fimm árum hefur útskrifuðum úr iðnnámi fjölgað um 70%. Á síðasta ári sóttu 2.460 einstaklingar um iðnnám en skortur á fjármagni og húsnæði hefur leitt til þess að allt að 1.000 umsóknum er hafnað árlega. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst þegar horft er til þess að það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkaðinn. Skortur á iðnmenntuðum – dragbítur á atvinnulífið Í flestum greinum iðnmenntunar skortir fagfólk á vinnumarkað. Nýlegar greiningar Samtaka iðnaðarins sýna að 800 rafvirkja og 360 pípara vantar á næstu fimm árum til að mæta vexti í byggingariðnaði og orkuskiptum, svo dæmi séu tekin. Það er útilokað að menntakerfið geti annað þessari eftirspurn nema eitthvað breytist. Þetta misræmi milli framboðs og eftirspurnar dregur úr möguleikum atvinnulífsins til vaxtar og nýsköpunar og dregur úr getu til að byggja upp samfélagið í takt við þarfir. Fjármagna þarf námið Ísland er eftirbátur annarra OECD-ríkja þegar kemur að fjármagni til iðnmenntunar. Aðeins 7% útgjalda til menntamála fara til iðnnáms hér á landi, samanborið við 10% á Norðurlöndum. Það er ánægjulegt að sjá stjórnvöld taka skref í rétta átt með áformum um stækkun verknámsskóla um land allt og nýju húsnæði fyrir Tækniskólann. Hins vegar er ljóst að það þarf aukið fjármagn til skólanna svo hægt sé að kenna fleiri nemendum. Tryggjum réttindi iðnmenntaðra Það er ekki nóg að fjölga nemaplássum og byggja nýtt húsnæði – gæta þarf að gæðum námsins og tryggja réttindi sem fylgja löggildingu iðngreina. Það eru skrýtin skilaboð stjórnvalda að hvetja einstaklinga til að fara í iðnnám og sækja sér réttindi en láta það svo óátalið að réttindalausir starfi við sömu iðn. Stjórnvöld þurfa að efla eftirlit með starfsemi réttindalausra til að tryggja öryggi og fagmennsku. Hljóð og mynd verða að fara saman. Horfum fram á veginn Iðnmenntun er ein undirstaða velferðar og framfara. Næsta ríkisstjórn þarf að fylgja eftir góðu starfi undanfarinna ára og taka frumkvæði í því að fjármagna iðnnámið betur, fjölga nemaplássum og efla eftirlit með réttindalausum. Það var ánægjulegt að sjá það á kosningafundi Samtaka iðnaðarins nýverið að allir flokkar deila þessari sýn. Með samstilltu átaki getum við tryggt að næsta kynslóð iðnmenntaðra verði betur undirbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Útgáfa hvalveiðileyfa er samfélagslegt mein Micah Garen skrifar Skoðun Stórhættulegt fordæmi að viðurkenna ekki úrslit kosninga Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Hvaðan koma skoðanir okkar? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Er hægt að kaupa aukakíóin í burtu? Elísabet Reynisdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun I Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Versta útihátíð í heimi Kjartan Þór Ingason skrifar Skoðun Nýsköpun í heilbrigðistækni skilar ávinningi Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru konur betri en karlar? Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Dýraverndin til Flokks fólksins Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar Skoðun Við þökkum traustið Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar í öryggis- og varnarmálum Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hagsmunamál okkar allra í stjórnarsáttmálann Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið algjör breyting í kynningu og aðsókn að iðnnámi á Íslandi. Með iðnnámi opnast fjölmargar dyr hvort heldur sem er inn í atvinnulífið eða í áframhaldandi nám og þau tækifæri sem það gefur eru eftirsótt. Með samstarfi Samtaka iðnaðarins og stjórnvalda hafa tækifærin verið kynnt og kerfislægum hindrunum verið rutt úr vegi. Skólarnir sjálfir hafa einnig lagt mikið af mörkum til þess að laða til sín nemendur. Þetta hefur stóraukið aðsókn að iðnnámi og fært Ísland nær öðrum löndum í þeim efnum. Næsta ríkisstjórn þarf að halda áfram þessu góða starfi og tryggja það að hægt verði að taka við fleiri nemendum svo fleirum standi þessi tækifæri til boða. Þetta eru áskoranir sem bíða úrlausnar. Stóraukinn áhugi á iðnnámi Verkmenntaskólinn á Austurlandi fékk nýverið Íslensku menntaverðlaunin fyrir sitt framlag til samstarf við grunnskólana í Fjarðarbyggð en með því hefur aðsókn að iðnnámi stóraukist. Mörg fleiri dæmi eru um spennandi þróun í skólastarfi sem vekur áhuga nemenda. Aðsókn að iðnnámi hefur vaxið verulega undanfarin ár, sem er í senn fagnaðarefni og áskorun. Á fimm árum hefur útskrifuðum úr iðnnámi fjölgað um 70%. Á síðasta ári sóttu 2.460 einstaklingar um iðnnám en skortur á fjármagni og húsnæði hefur leitt til þess að allt að 1.000 umsóknum er hafnað árlega. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst þegar horft er til þess að það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkaðinn. Skortur á iðnmenntuðum – dragbítur á atvinnulífið Í flestum greinum iðnmenntunar skortir fagfólk á vinnumarkað. Nýlegar greiningar Samtaka iðnaðarins sýna að 800 rafvirkja og 360 pípara vantar á næstu fimm árum til að mæta vexti í byggingariðnaði og orkuskiptum, svo dæmi séu tekin. Það er útilokað að menntakerfið geti annað þessari eftirspurn nema eitthvað breytist. Þetta misræmi milli framboðs og eftirspurnar dregur úr möguleikum atvinnulífsins til vaxtar og nýsköpunar og dregur úr getu til að byggja upp samfélagið í takt við þarfir. Fjármagna þarf námið Ísland er eftirbátur annarra OECD-ríkja þegar kemur að fjármagni til iðnmenntunar. Aðeins 7% útgjalda til menntamála fara til iðnnáms hér á landi, samanborið við 10% á Norðurlöndum. Það er ánægjulegt að sjá stjórnvöld taka skref í rétta átt með áformum um stækkun verknámsskóla um land allt og nýju húsnæði fyrir Tækniskólann. Hins vegar er ljóst að það þarf aukið fjármagn til skólanna svo hægt sé að kenna fleiri nemendum. Tryggjum réttindi iðnmenntaðra Það er ekki nóg að fjölga nemaplássum og byggja nýtt húsnæði – gæta þarf að gæðum námsins og tryggja réttindi sem fylgja löggildingu iðngreina. Það eru skrýtin skilaboð stjórnvalda að hvetja einstaklinga til að fara í iðnnám og sækja sér réttindi en láta það svo óátalið að réttindalausir starfi við sömu iðn. Stjórnvöld þurfa að efla eftirlit með starfsemi réttindalausra til að tryggja öryggi og fagmennsku. Hljóð og mynd verða að fara saman. Horfum fram á veginn Iðnmenntun er ein undirstaða velferðar og framfara. Næsta ríkisstjórn þarf að fylgja eftir góðu starfi undanfarinna ára og taka frumkvæði í því að fjármagna iðnnámið betur, fjölga nemaplássum og efla eftirlit með réttindalausum. Það var ánægjulegt að sjá það á kosningafundi Samtaka iðnaðarins nýverið að allir flokkar deila þessari sýn. Með samstilltu átaki getum við tryggt að næsta kynslóð iðnmenntaðra verði betur undirbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundar sitja í stjórn Samtaka iðnaðarins.
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar
Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar
Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun