Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar 20. nóvember 2024 17:32 Foreldrar kannast eflaust margir við að vera inni í matvöruverslun þegar barn þeirra sér sælgæti sem það langar í. Þegar því er neitað um nammið verður allt vitlaust og barnið fer að stappa niður fótunum og öskra. Þegar börn verða mjög reið og eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar grípa þau oft til þess ráðs að stappa niður fótunum. Þetta er leið þeirra til að tjá sig og krefjast þess að á þau sé hlustað. Áður en ég ræði stappið frekar, förum þá fyrst úr matvöruversluninni og t.d. yfir til stríðshrjáðs lands og ímyndum okkur þessi orð barns. „Það er verið að sprengja heimilin okkar í loft upp, skólana okkar, við getum ekki gengið um óhult og okkur finnst lífi okkar stöðugt ógnað. Við upplifum stanslauan ótta á hverjum einasta degi, til viðbótar við sorg, eymd, stress og svefnvandamál.“ Þetta eru raunveruleg orð 15 ára stúlku í SOS barnaþorpi sem þurfti að rýma vegna viðvarandi vopnaðra átaka á svæðinu. Til hvers er Barnasáttmálinn? Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag, 20. nóvember 1989. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn heimsins þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Í 38. grein Barnasáttmálans segir m.a. að „börn eigi rétt á vernd í stríði.“ Samningurinn var nokkru síðar undirritaður af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna og að lokum lögfestur í heild sinni árið 2013. Á vef Stjórnarráðs Íslands segir orðrétt: „Barnasáttmálinn tryggir öllum börnum innan lögsögu aðildarríkisins öll þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum.“ Annað hvort er þetta innsláttarvilla eða þá að það þarf að taka þennan samning upp og undirrita hann aftur með nýrri dagsetningu. Staðreyndin er sú að meðal þeirra sem hafa fullgilt og lögfest þennan samning eru þjóðir sem standa í stríðsrekstri í dag með tilheyrandi þjáningu barna. Áætlað er að um 470 milljónir barna búi á átakasvæðum víðs vegar um heiminn og samkvæmt heimildum UNICEF hafa 43,3 milljónir barna neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðs og ofbeldis. Börn hafa fengið nóg! Amira, sem ég vitna í hér að ofan, er ein af þessum börnum sem fá nú stuðning frá jafnöldrum sínum víða að úr heiminum, Íslandi þar á meðal. Börn sem búa utan átakasvæða verða einnig fyrir áhrifum í gegnum fréttir, internetið og samfélagsmiðla. Þau heyra, upplifa hræðslu, reiði og sorg og upp vakna spurningar um eigið öryggi. Þessi börn hafa fengið nóg. SOS Barnaþorpin á Íslandi eru meðal 38 aðildarþjóða samtakanna sem kalla eftir aðgerðum til að tryggja vernd og öryggi barna í stríðshrjáðum löndum eins og þau eiga rétt á skv. Barnasáttmálanum. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til að láta rödd sína heyrast. Börn sameinast undir yfirskriftinni „Stappað fyrir friði“ (Stomping for peace) og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og að vopnuðum átökum linni. Ákall barnanna er krafa til þjóðarleiðtoga um frið og var frumflutt í erindi SOS Barnaþorpanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gærkvöld. Ákall barnanna var gert opinbert í tveimur myndböndum í dag á alþjóðlegum degi barnsins, afmælisdegi Barnasáttmálans, og láta þau engan ósnortinn. Stappað fyrir friði og Ákall barna til þjóðarleiðtoga Fulltrúar Íslands í umræddum myndböndum eru börn í Hofsstaðaskóla og Hlíðaskóla og ég vil nota tækifærið hér til að hvetja önnur börn hér á landi og foreldra þeirra eða kennara að taka þau sér til fyrirmyndar. Stappið fyrir friði og birtið af því myndbönd á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #StompingForPeace. 470 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum eiga það skilið. Börn hafa fengið nóg! Höfundur er upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Foreldrar kannast eflaust margir við að vera inni í matvöruverslun þegar barn þeirra sér sælgæti sem það langar í. Þegar því er neitað um nammið verður allt vitlaust og barnið fer að stappa niður fótunum og öskra. Þegar börn verða mjög reið og eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar grípa þau oft til þess ráðs að stappa niður fótunum. Þetta er leið þeirra til að tjá sig og krefjast þess að á þau sé hlustað. Áður en ég ræði stappið frekar, förum þá fyrst úr matvöruversluninni og t.d. yfir til stríðshrjáðs lands og ímyndum okkur þessi orð barns. „Það er verið að sprengja heimilin okkar í loft upp, skólana okkar, við getum ekki gengið um óhult og okkur finnst lífi okkar stöðugt ógnað. Við upplifum stanslauan ótta á hverjum einasta degi, til viðbótar við sorg, eymd, stress og svefnvandamál.“ Þetta eru raunveruleg orð 15 ára stúlku í SOS barnaþorpi sem þurfti að rýma vegna viðvarandi vopnaðra átaka á svæðinu. Til hvers er Barnasáttmálinn? Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag, 20. nóvember 1989. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn heimsins þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Í 38. grein Barnasáttmálans segir m.a. að „börn eigi rétt á vernd í stríði.“ Samningurinn var nokkru síðar undirritaður af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna og að lokum lögfestur í heild sinni árið 2013. Á vef Stjórnarráðs Íslands segir orðrétt: „Barnasáttmálinn tryggir öllum börnum innan lögsögu aðildarríkisins öll þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum.“ Annað hvort er þetta innsláttarvilla eða þá að það þarf að taka þennan samning upp og undirrita hann aftur með nýrri dagsetningu. Staðreyndin er sú að meðal þeirra sem hafa fullgilt og lögfest þennan samning eru þjóðir sem standa í stríðsrekstri í dag með tilheyrandi þjáningu barna. Áætlað er að um 470 milljónir barna búi á átakasvæðum víðs vegar um heiminn og samkvæmt heimildum UNICEF hafa 43,3 milljónir barna neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðs og ofbeldis. Börn hafa fengið nóg! Amira, sem ég vitna í hér að ofan, er ein af þessum börnum sem fá nú stuðning frá jafnöldrum sínum víða að úr heiminum, Íslandi þar á meðal. Börn sem búa utan átakasvæða verða einnig fyrir áhrifum í gegnum fréttir, internetið og samfélagsmiðla. Þau heyra, upplifa hræðslu, reiði og sorg og upp vakna spurningar um eigið öryggi. Þessi börn hafa fengið nóg. SOS Barnaþorpin á Íslandi eru meðal 38 aðildarþjóða samtakanna sem kalla eftir aðgerðum til að tryggja vernd og öryggi barna í stríðshrjáðum löndum eins og þau eiga rétt á skv. Barnasáttmálanum. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til að láta rödd sína heyrast. Börn sameinast undir yfirskriftinni „Stappað fyrir friði“ (Stomping for peace) og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og að vopnuðum átökum linni. Ákall barnanna er krafa til þjóðarleiðtoga um frið og var frumflutt í erindi SOS Barnaþorpanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gærkvöld. Ákall barnanna var gert opinbert í tveimur myndböndum í dag á alþjóðlegum degi barnsins, afmælisdegi Barnasáttmálans, og láta þau engan ósnortinn. Stappað fyrir friði og Ákall barna til þjóðarleiðtoga Fulltrúar Íslands í umræddum myndböndum eru börn í Hofsstaðaskóla og Hlíðaskóla og ég vil nota tækifærið hér til að hvetja önnur börn hér á landi og foreldra þeirra eða kennara að taka þau sér til fyrirmyndar. Stappið fyrir friði og birtið af því myndbönd á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #StompingForPeace. 470 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum eiga það skilið. Börn hafa fengið nóg! Höfundur er upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun