Tárvotur Nadal kvaddi: „Góð manneskja frá litlum bæ“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 09:32 Rafael Nadal þerrar tárin á kveðjustundinni í Málaga í gærkvöld. Getty/Clive Brunskill Spænska tennisgoðsögnin Rafa Nadal kvaddi með tár á hvarmi, og sömuleiðis mátti sjá tár í augum áhorfenda, eftir að hann spilaði sinn síðasta leik í gærkvöld. Nadal, sem vann 22 risamót á sínum frábæra ferli, tilkynnti í október að hann hygðist leggja tennisspaðann á hilluna. Á glæsilegum ferli settu meiðsli stórt strik í reikninginn síðustu misserin. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Hinn 38 ára gamli Nadal lauk 23 ára ferli sem atvinnumaður á því að spila með spænska landsliðinu í Davis Cup, á heimavelli í Málaga. Hann endaði á tapi gegn Botic van de Zandschulp frá Hollandi í 8-liða úrslitum, 6-4 og 6-4. „Hringnum er þar með lokað“ „Ég tapaði fyrsta leiknum mínum á Davis Cup og núna þeim síðasta. Hringnum er þar með lokað,“ sagði Nadal við blaðamenn í gærkvöld eftir að aðdáendur höfðu kyrjað nafn hans og hyllt hann. Rafa Nadal with tears in his eyes as he says goodbye to tennis. His family is in tears. We’re all in tears for this man. The greatest fighter in history… Rafael Nadal Parera.You. Are. Infinite. 🥹🇪🇸❤️🇪🇸 pic.twitter.com/mMCrqESpLR— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) November 19, 2024 „Sannleikurinn er sá að maður vill aldrei að það komi að þessum tímapunkti. Ég er ekki þreyttur á að spila tennis en líkaminn minn vill ekki spila lengur og maður verður að sætta sig við það,“ sagði Nadal en bætti við að það væru forréttindi að hafa getað spilað svona lengi. Aðspurður hvernig hann vildi að sín yrði minnst svaraði Spánverjinn geðugi: „Ég myndi óska að fólk myndi eftir mér sem góðri manneskju frá litlum bæ í Mallorca. Að ég hefði átt þetta líf. Ég átti frænda sem var tennisþjálfari í bænum mínum þegar ég var lítill krakki. Bara krakki sem að elti drauminn sinn og lagði allt í sölurnar til að ná þangað sem ég hef náð. Það er þannig að margir leggja hart að sér, reyna sitt allra besta alla daga. Ég er einn af þeim sem varð heppinn,“ sagði Nadal. Tennis Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Nadal, sem vann 22 risamót á sínum frábæra ferli, tilkynnti í október að hann hygðist leggja tennisspaðann á hilluna. Á glæsilegum ferli settu meiðsli stórt strik í reikninginn síðustu misserin. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. Hinn 38 ára gamli Nadal lauk 23 ára ferli sem atvinnumaður á því að spila með spænska landsliðinu í Davis Cup, á heimavelli í Málaga. Hann endaði á tapi gegn Botic van de Zandschulp frá Hollandi í 8-liða úrslitum, 6-4 og 6-4. „Hringnum er þar með lokað“ „Ég tapaði fyrsta leiknum mínum á Davis Cup og núna þeim síðasta. Hringnum er þar með lokað,“ sagði Nadal við blaðamenn í gærkvöld eftir að aðdáendur höfðu kyrjað nafn hans og hyllt hann. Rafa Nadal with tears in his eyes as he says goodbye to tennis. His family is in tears. We’re all in tears for this man. The greatest fighter in history… Rafael Nadal Parera.You. Are. Infinite. 🥹🇪🇸❤️🇪🇸 pic.twitter.com/mMCrqESpLR— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) November 19, 2024 „Sannleikurinn er sá að maður vill aldrei að það komi að þessum tímapunkti. Ég er ekki þreyttur á að spila tennis en líkaminn minn vill ekki spila lengur og maður verður að sætta sig við það,“ sagði Nadal en bætti við að það væru forréttindi að hafa getað spilað svona lengi. Aðspurður hvernig hann vildi að sín yrði minnst svaraði Spánverjinn geðugi: „Ég myndi óska að fólk myndi eftir mér sem góðri manneskju frá litlum bæ í Mallorca. Að ég hefði átt þetta líf. Ég átti frænda sem var tennisþjálfari í bænum mínum þegar ég var lítill krakki. Bara krakki sem að elti drauminn sinn og lagði allt í sölurnar til að ná þangað sem ég hef náð. Það er þannig að margir leggja hart að sér, reyna sitt allra besta alla daga. Ég er einn af þeim sem varð heppinn,“ sagði Nadal.
Tennis Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn