Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2024 20:31 Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn. En núna er komið babb í bátinn hjá okkur. Það er ekki til nóg rafmagn handa öllum og stórnotendur eru farnir að brenna dísilolíu til að bæta upp fyrir rafmagn sem þeir fengu ekki afhent. Svo mikla dísilolíu reyndar, að allur olíusparnaðurinn sem hafði náðst í gegnum rafbílavæðingu núllaðist út. Og ástandið er ekki að horfa til betri vegar, það er að versna og það mun halda áfram að versna. Eftirspurn eftir raforku er að vaxa hraðar en framleiðsla. Það er alls ekki ólíklegt að á næstu árum þurfi að skerða raforku til almennra notenda líka. Við erum að stefna þangað ef ekkert er að gert. Þetta er augljóslega ekki óskastaða. Hvar sem fólk er á pólitíska rófinu, vinstri, hægri, umhverfissinnar eða stóriðjuelskendur þá hljótum við öll að vera sammála um að svona viljum við ekki hafa þetta. Skiptar skoðanir eru um hvernig mætti bæta úr þessu, þ.e. hvort við þurfum að auka raforkuframleiðslu eða styrkja flutningsnet raforkunnar en staðreyndin er sú að við þurfum að gera bæði. Ástæða þess að við erum komin svo langt aftur úr í framleiðslu raforku er margþætt. En ein helsta skýringin liggur í að regluverk í kringum byggingu orkuvera er orðið gríðarlega flókið og þungt í vöfum. Ekki aðeins tekur mörg ár fyrir hvert mál að sigla í gegnum kerfið heldur er ferlið í heild sinni einnig gríðarlega vinnufrekt og kostnaðarsamt. Það eru skattgreiðendur sem bera að mestu leyti þann kostnað. Ef við snúum okkur að flutningsneti raforku. Hvað stendur í vegi fyrir því að við getum bætt flutningsnetið og aukið þannig skilvirkni í raforkukerfinu? Í skýrslu Landsnets frá 8. Apríl 2022 segir: „Ástæður þess að flutningsgeta á rafmagni milli landshluta (sniða) er takmörkuð eru af ýmsum toga. Landsnet hefur til dæmis bent á talsverða andstöðu vegna fyrirhugaðra framkvæmda, sífellt flóknara regluverk og hægagang í leyfisveitingum. Í dag er staðan sú að orka er læst inn á svæðum með takmarkaða eftirspurn.“ Hvort sem litið er til raforkuframleiðslu eða flutningsnets þá virðist helsta áskorunin á báðum vígvöllum vera sú sama, þungt og flókið regluverk. Við almennir raforkunotendur fljótum sofandi að feigðarósi á meðan orkufyrirtæki eins og Landsnet og Landsvirkjun berjast um í vef rauða límbandsins. Við getum ekki haldið áfram að vona að þetta reddist einhvernvegin. Það er kominn tími til að vinda ofan af þessu og ráðast í einföldun og endurbætur á regluverkinu. Það þarf að gerast strax! Breytum þessu! Höfundur er verkefnastjóri skipulagsmála í Ölfusi, lögmaður og situr í 5. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Viðreisn Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn. En núna er komið babb í bátinn hjá okkur. Það er ekki til nóg rafmagn handa öllum og stórnotendur eru farnir að brenna dísilolíu til að bæta upp fyrir rafmagn sem þeir fengu ekki afhent. Svo mikla dísilolíu reyndar, að allur olíusparnaðurinn sem hafði náðst í gegnum rafbílavæðingu núllaðist út. Og ástandið er ekki að horfa til betri vegar, það er að versna og það mun halda áfram að versna. Eftirspurn eftir raforku er að vaxa hraðar en framleiðsla. Það er alls ekki ólíklegt að á næstu árum þurfi að skerða raforku til almennra notenda líka. Við erum að stefna þangað ef ekkert er að gert. Þetta er augljóslega ekki óskastaða. Hvar sem fólk er á pólitíska rófinu, vinstri, hægri, umhverfissinnar eða stóriðjuelskendur þá hljótum við öll að vera sammála um að svona viljum við ekki hafa þetta. Skiptar skoðanir eru um hvernig mætti bæta úr þessu, þ.e. hvort við þurfum að auka raforkuframleiðslu eða styrkja flutningsnet raforkunnar en staðreyndin er sú að við þurfum að gera bæði. Ástæða þess að við erum komin svo langt aftur úr í framleiðslu raforku er margþætt. En ein helsta skýringin liggur í að regluverk í kringum byggingu orkuvera er orðið gríðarlega flókið og þungt í vöfum. Ekki aðeins tekur mörg ár fyrir hvert mál að sigla í gegnum kerfið heldur er ferlið í heild sinni einnig gríðarlega vinnufrekt og kostnaðarsamt. Það eru skattgreiðendur sem bera að mestu leyti þann kostnað. Ef við snúum okkur að flutningsneti raforku. Hvað stendur í vegi fyrir því að við getum bætt flutningsnetið og aukið þannig skilvirkni í raforkukerfinu? Í skýrslu Landsnets frá 8. Apríl 2022 segir: „Ástæður þess að flutningsgeta á rafmagni milli landshluta (sniða) er takmörkuð eru af ýmsum toga. Landsnet hefur til dæmis bent á talsverða andstöðu vegna fyrirhugaðra framkvæmda, sífellt flóknara regluverk og hægagang í leyfisveitingum. Í dag er staðan sú að orka er læst inn á svæðum með takmarkaða eftirspurn.“ Hvort sem litið er til raforkuframleiðslu eða flutningsnets þá virðist helsta áskorunin á báðum vígvöllum vera sú sama, þungt og flókið regluverk. Við almennir raforkunotendur fljótum sofandi að feigðarósi á meðan orkufyrirtæki eins og Landsnet og Landsvirkjun berjast um í vef rauða límbandsins. Við getum ekki haldið áfram að vona að þetta reddist einhvernvegin. Það er kominn tími til að vinda ofan af þessu og ráðast í einföldun og endurbætur á regluverkinu. Það þarf að gerast strax! Breytum þessu! Höfundur er verkefnastjóri skipulagsmála í Ölfusi, lögmaður og situr í 5. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar