Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2024 20:31 Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn. En núna er komið babb í bátinn hjá okkur. Það er ekki til nóg rafmagn handa öllum og stórnotendur eru farnir að brenna dísilolíu til að bæta upp fyrir rafmagn sem þeir fengu ekki afhent. Svo mikla dísilolíu reyndar, að allur olíusparnaðurinn sem hafði náðst í gegnum rafbílavæðingu núllaðist út. Og ástandið er ekki að horfa til betri vegar, það er að versna og það mun halda áfram að versna. Eftirspurn eftir raforku er að vaxa hraðar en framleiðsla. Það er alls ekki ólíklegt að á næstu árum þurfi að skerða raforku til almennra notenda líka. Við erum að stefna þangað ef ekkert er að gert. Þetta er augljóslega ekki óskastaða. Hvar sem fólk er á pólitíska rófinu, vinstri, hægri, umhverfissinnar eða stóriðjuelskendur þá hljótum við öll að vera sammála um að svona viljum við ekki hafa þetta. Skiptar skoðanir eru um hvernig mætti bæta úr þessu, þ.e. hvort við þurfum að auka raforkuframleiðslu eða styrkja flutningsnet raforkunnar en staðreyndin er sú að við þurfum að gera bæði. Ástæða þess að við erum komin svo langt aftur úr í framleiðslu raforku er margþætt. En ein helsta skýringin liggur í að regluverk í kringum byggingu orkuvera er orðið gríðarlega flókið og þungt í vöfum. Ekki aðeins tekur mörg ár fyrir hvert mál að sigla í gegnum kerfið heldur er ferlið í heild sinni einnig gríðarlega vinnufrekt og kostnaðarsamt. Það eru skattgreiðendur sem bera að mestu leyti þann kostnað. Ef við snúum okkur að flutningsneti raforku. Hvað stendur í vegi fyrir því að við getum bætt flutningsnetið og aukið þannig skilvirkni í raforkukerfinu? Í skýrslu Landsnets frá 8. Apríl 2022 segir: „Ástæður þess að flutningsgeta á rafmagni milli landshluta (sniða) er takmörkuð eru af ýmsum toga. Landsnet hefur til dæmis bent á talsverða andstöðu vegna fyrirhugaðra framkvæmda, sífellt flóknara regluverk og hægagang í leyfisveitingum. Í dag er staðan sú að orka er læst inn á svæðum með takmarkaða eftirspurn.“ Hvort sem litið er til raforkuframleiðslu eða flutningsnets þá virðist helsta áskorunin á báðum vígvöllum vera sú sama, þungt og flókið regluverk. Við almennir raforkunotendur fljótum sofandi að feigðarósi á meðan orkufyrirtæki eins og Landsnet og Landsvirkjun berjast um í vef rauða límbandsins. Við getum ekki haldið áfram að vona að þetta reddist einhvernvegin. Það er kominn tími til að vinda ofan af þessu og ráðast í einföldun og endurbætur á regluverkinu. Það þarf að gerast strax! Breytum þessu! Höfundur er verkefnastjóri skipulagsmála í Ölfusi, lögmaður og situr í 5. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Viðreisn Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn. En núna er komið babb í bátinn hjá okkur. Það er ekki til nóg rafmagn handa öllum og stórnotendur eru farnir að brenna dísilolíu til að bæta upp fyrir rafmagn sem þeir fengu ekki afhent. Svo mikla dísilolíu reyndar, að allur olíusparnaðurinn sem hafði náðst í gegnum rafbílavæðingu núllaðist út. Og ástandið er ekki að horfa til betri vegar, það er að versna og það mun halda áfram að versna. Eftirspurn eftir raforku er að vaxa hraðar en framleiðsla. Það er alls ekki ólíklegt að á næstu árum þurfi að skerða raforku til almennra notenda líka. Við erum að stefna þangað ef ekkert er að gert. Þetta er augljóslega ekki óskastaða. Hvar sem fólk er á pólitíska rófinu, vinstri, hægri, umhverfissinnar eða stóriðjuelskendur þá hljótum við öll að vera sammála um að svona viljum við ekki hafa þetta. Skiptar skoðanir eru um hvernig mætti bæta úr þessu, þ.e. hvort við þurfum að auka raforkuframleiðslu eða styrkja flutningsnet raforkunnar en staðreyndin er sú að við þurfum að gera bæði. Ástæða þess að við erum komin svo langt aftur úr í framleiðslu raforku er margþætt. En ein helsta skýringin liggur í að regluverk í kringum byggingu orkuvera er orðið gríðarlega flókið og þungt í vöfum. Ekki aðeins tekur mörg ár fyrir hvert mál að sigla í gegnum kerfið heldur er ferlið í heild sinni einnig gríðarlega vinnufrekt og kostnaðarsamt. Það eru skattgreiðendur sem bera að mestu leyti þann kostnað. Ef við snúum okkur að flutningsneti raforku. Hvað stendur í vegi fyrir því að við getum bætt flutningsnetið og aukið þannig skilvirkni í raforkukerfinu? Í skýrslu Landsnets frá 8. Apríl 2022 segir: „Ástæður þess að flutningsgeta á rafmagni milli landshluta (sniða) er takmörkuð eru af ýmsum toga. Landsnet hefur til dæmis bent á talsverða andstöðu vegna fyrirhugaðra framkvæmda, sífellt flóknara regluverk og hægagang í leyfisveitingum. Í dag er staðan sú að orka er læst inn á svæðum með takmarkaða eftirspurn.“ Hvort sem litið er til raforkuframleiðslu eða flutningsnets þá virðist helsta áskorunin á báðum vígvöllum vera sú sama, þungt og flókið regluverk. Við almennir raforkunotendur fljótum sofandi að feigðarósi á meðan orkufyrirtæki eins og Landsnet og Landsvirkjun berjast um í vef rauða límbandsins. Við getum ekki haldið áfram að vona að þetta reddist einhvernvegin. Það er kominn tími til að vinda ofan af þessu og ráðast í einföldun og endurbætur á regluverkinu. Það þarf að gerast strax! Breytum þessu! Höfundur er verkefnastjóri skipulagsmála í Ölfusi, lögmaður og situr í 5. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun