Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar 19. nóvember 2024 12:31 Samfylkingin ætlar að laga heilbrigðiskerfið. Við getum það. Ekki með plástrum og skyndilausnum – heldur með því laga grunninn. Það er eitthvað að þegar fólk þarf að bíða svona lengi á bráðamóttökunni og ástandið versnar ár frá ári. Þegar eldra fólk er látið búa frammi á spítalagangi eftir að hafa stritað alla ævi – því það fær ekki þjónustu við hæfi. Þegar 50% Íslendinga eru með fastan heimilislækni en yfir 95% í Noregi. Við ætlum að laga þetta Okkur er alvara. Þess vegna héldum við 40 opna fundi um heilbrigðismál í fyrra með fólkinu í landinu – og annað eins með fólkinu á gólfinu og öðrum sérfræðingum. Til að teikna upp plan og vera tilbúin til verka í nýrri ríkisstjórn. „Fastur heimilislæknir sem þekkir þig“ er efst á blaði af fimm þjóðarmarkmiðum Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum. Ástæðan er einföld: Þetta kom upp á hverjum einasta fundi sem við héldum með fólkinu í landinu um heilbrigðismál, og fólkið sem vinnur á gólfinu er sammála. Það veldur fólki óöryggi að vera ekki með fasta tengingu við heilbrigðiskerfið. Og það er óhagkvæmt. Rannsóknir sýna að innlagnir á sjúkrahús eru 30% fleiri hjá þeim sem hafa ekki fastan heimilislækni. Staðreyndin er sú að grundvallaratriði í góðu heilbrigðiskerfi er fastur heimilislæknir sem þekkir þig, þína fjölskyldu og þína sögu. Nýtt upphaf með Samfylkingu Með öruggum skrefum getum við náð þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn á 10 árum – en á fyrsta kjörtímabili setjum við langveikt fólk og eldri en 60 ára í forgang. Sömuleiðis viljum við þverfaglegt „heimilisteymi“ á heilsugæslu því maður þarf ekki alltaf tíma hjá lækni. Í útspilinu okkar Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum er að finna örugg skref að þessu marki. Þar má nefna ýmsar aðgerðir sem við viljum ráðast í til að styrkja heimilislækningar og skapa hvata til fastráðningar á heilsugæslum um land allt – svo sem með því að fjármagna sérnám í heimilis- og héraðslækningum og fella niður námslán hjá læknum sem ráða sig til lengri tíma á svæðum þar sem læknaskortur er viðvarandi. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut í heilbrigðismálum. Eftir 11 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins er núna tækifæri til að velja nýtt upphaf með Samfylkingu. Við erum ekki bara með plan heldur líka nýjan verkstjóra. Alþjóð veit að Alma Möller gæti gengið inn í heilbrigðisráðuneytið og verið tilbúin til þjónustu frá fyrsta degi – fáum við traust í kosningunum 30. nóvember. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin ætlar að laga heilbrigðiskerfið. Við getum það. Ekki með plástrum og skyndilausnum – heldur með því laga grunninn. Það er eitthvað að þegar fólk þarf að bíða svona lengi á bráðamóttökunni og ástandið versnar ár frá ári. Þegar eldra fólk er látið búa frammi á spítalagangi eftir að hafa stritað alla ævi – því það fær ekki þjónustu við hæfi. Þegar 50% Íslendinga eru með fastan heimilislækni en yfir 95% í Noregi. Við ætlum að laga þetta Okkur er alvara. Þess vegna héldum við 40 opna fundi um heilbrigðismál í fyrra með fólkinu í landinu – og annað eins með fólkinu á gólfinu og öðrum sérfræðingum. Til að teikna upp plan og vera tilbúin til verka í nýrri ríkisstjórn. „Fastur heimilislæknir sem þekkir þig“ er efst á blaði af fimm þjóðarmarkmiðum Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum. Ástæðan er einföld: Þetta kom upp á hverjum einasta fundi sem við héldum með fólkinu í landinu um heilbrigðismál, og fólkið sem vinnur á gólfinu er sammála. Það veldur fólki óöryggi að vera ekki með fasta tengingu við heilbrigðiskerfið. Og það er óhagkvæmt. Rannsóknir sýna að innlagnir á sjúkrahús eru 30% fleiri hjá þeim sem hafa ekki fastan heimilislækni. Staðreyndin er sú að grundvallaratriði í góðu heilbrigðiskerfi er fastur heimilislæknir sem þekkir þig, þína fjölskyldu og þína sögu. Nýtt upphaf með Samfylkingu Með öruggum skrefum getum við náð þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn á 10 árum – en á fyrsta kjörtímabili setjum við langveikt fólk og eldri en 60 ára í forgang. Sömuleiðis viljum við þverfaglegt „heimilisteymi“ á heilsugæslu því maður þarf ekki alltaf tíma hjá lækni. Í útspilinu okkar Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum er að finna örugg skref að þessu marki. Þar má nefna ýmsar aðgerðir sem við viljum ráðast í til að styrkja heimilislækningar og skapa hvata til fastráðningar á heilsugæslum um land allt – svo sem með því að fjármagna sérnám í heimilis- og héraðslækningum og fella niður námslán hjá læknum sem ráða sig til lengri tíma á svæðum þar sem læknaskortur er viðvarandi. Við getum ekki haldið áfram á sömu braut í heilbrigðismálum. Eftir 11 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins er núna tækifæri til að velja nýtt upphaf með Samfylkingu. Við erum ekki bara með plan heldur líka nýjan verkstjóra. Alþjóð veit að Alma Möller gæti gengið inn í heilbrigðisráðuneytið og verið tilbúin til þjónustu frá fyrsta degi – fáum við traust í kosningunum 30. nóvember. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar