Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 17:31 Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) framkvæmdi nýverið úttekt á stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Innflytjendur gegna mikilvægu hlutverki á íslenskum vinnumarkaði, en þeir telja nú um 25% vinnuafls í landinu. Þeim hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD og þeir halda hér uppi láglaunagreinum. Úttektin sýnir jafnframt að færni í íslenskri tungu hefur mikil áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði og að 50% þeirra ætlar sér að setjast hér að. Nýjar áskoranir Aukning innflytjenda hefur leitt til nýrra áskorana í íslensku samfélagi og fyrir íslenska vinnustaði. Innflytjendur standa oft frammi fyrir hindrunum í að aðlagast menningunni og vinnustöðum, sem getur leitt til aukins félagslegs ójöfnuðar og einangrunar. Það er því mikilvægt að stjórnvöld, samfélagið og vinnustaðir aðstoði við að auðvelda samþættingu innflytjenda í íslenskt samfélag. Þessar áskoranir krefjast nýrrar nálgunar í stjórnun og mannauðsmálum. Mikilvægt er að við vinnum saman að lausnum sem stuðla að því að innflytjendur geti aðlagast íslenskum vinnustöðum, þau finni að það sé vel tekið á móti þeim, og fái sömu tækifæri. Með vaxandi fjölda erlends starfsfólks er mikilvægt að aðlagast og skoða nýja nálgun í málum sem tengjast inngildingu, fjölbreytileika og skilningi á málefnum erlends starfsfólks. Hvað geta fyrirtæki gert? Fyrirtækin geta byrjað á því að opna á samtal og vekja stjórnendur til umhugsunar um mismunandi menningarheima, og þörfum starfsmanna af erlendum uppruna. Á sama tíma er jafn mikilvægt að auka skilning erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði og menningu. Vinnustaðir geta spurt sig hvort þau séu að veita erlendu starfsfólki sömu þjónustu og innlendu starfsfólki? Er ráðningarferillinn eins, móttaka nýliða, starfsþróunarmöguleikar og fræðsla? Fá erlendir starfsmenn tækifæri á starfsmannasamtölum og upplýsingum um viðburði á vegum fyrirtækisins? Hver er stefna fyrirtækisins varðandi inngildingu og fjölreytileika? Ef íslensk fyrirtækja ætla að laða að sér hæft starfsfólk, er mikilvægt að þau bjóði upp á íslenskunám fyrir erlent starfsfólk á vinnutíma, ásamt fræðslu um fyrirtækið og íslenska vinnustaðarmenningu. Einnig er mikilvægt að innlendu starfsfólki sé boðið upp á fræðslu um ólíka menningarheima og stefnu fyrirtækisins í inngildingu. Slík fræðsla getur aukið skilning og samkennd á vinnustaðnum, sem stuðlar að betri samvinnu og jákvæðara starfsumhverfi. Vinnustaðir geta líka skoðað hvernig tækni, eins og rafrænar samskiptaleiðir eða fræðslufyrirkomulag geti stutt við inngildingu og auðveldað þeim að aðlagast vinnustaðnum. Nú styttist í kosningar og það verður áhugavert að fylgjast með stefnu flokkanna í þessum málaflokki, væri t.d. hægt að bjóða upp á hvatakerfi eða skattaafslætti fyrir fyrirtæki sem sýna fram á virka inngildingu og fræðslu? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að styðja við innflytjendur á vinnustöðum og tryggja að við komum eins fram við allt okkar starfsfólk. Þessar aðgerðir myndu ekki aðeins styðja við inngildingu erlends starfsfólks, heldur einnig auka velferð, samheldni og fjölbreytileika á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er ráðgjafi hjá Attentus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Innflytjendamál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) framkvæmdi nýverið úttekt á stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Innflytjendur gegna mikilvægu hlutverki á íslenskum vinnumarkaði, en þeir telja nú um 25% vinnuafls í landinu. Þeim hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD og þeir halda hér uppi láglaunagreinum. Úttektin sýnir jafnframt að færni í íslenskri tungu hefur mikil áhrif á stöðu þeirra á vinnumarkaði og að 50% þeirra ætlar sér að setjast hér að. Nýjar áskoranir Aukning innflytjenda hefur leitt til nýrra áskorana í íslensku samfélagi og fyrir íslenska vinnustaði. Innflytjendur standa oft frammi fyrir hindrunum í að aðlagast menningunni og vinnustöðum, sem getur leitt til aukins félagslegs ójöfnuðar og einangrunar. Það er því mikilvægt að stjórnvöld, samfélagið og vinnustaðir aðstoði við að auðvelda samþættingu innflytjenda í íslenskt samfélag. Þessar áskoranir krefjast nýrrar nálgunar í stjórnun og mannauðsmálum. Mikilvægt er að við vinnum saman að lausnum sem stuðla að því að innflytjendur geti aðlagast íslenskum vinnustöðum, þau finni að það sé vel tekið á móti þeim, og fái sömu tækifæri. Með vaxandi fjölda erlends starfsfólks er mikilvægt að aðlagast og skoða nýja nálgun í málum sem tengjast inngildingu, fjölbreytileika og skilningi á málefnum erlends starfsfólks. Hvað geta fyrirtæki gert? Fyrirtækin geta byrjað á því að opna á samtal og vekja stjórnendur til umhugsunar um mismunandi menningarheima, og þörfum starfsmanna af erlendum uppruna. Á sama tíma er jafn mikilvægt að auka skilning erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði og menningu. Vinnustaðir geta spurt sig hvort þau séu að veita erlendu starfsfólki sömu þjónustu og innlendu starfsfólki? Er ráðningarferillinn eins, móttaka nýliða, starfsþróunarmöguleikar og fræðsla? Fá erlendir starfsmenn tækifæri á starfsmannasamtölum og upplýsingum um viðburði á vegum fyrirtækisins? Hver er stefna fyrirtækisins varðandi inngildingu og fjölreytileika? Ef íslensk fyrirtækja ætla að laða að sér hæft starfsfólk, er mikilvægt að þau bjóði upp á íslenskunám fyrir erlent starfsfólk á vinnutíma, ásamt fræðslu um fyrirtækið og íslenska vinnustaðarmenningu. Einnig er mikilvægt að innlendu starfsfólki sé boðið upp á fræðslu um ólíka menningarheima og stefnu fyrirtækisins í inngildingu. Slík fræðsla getur aukið skilning og samkennd á vinnustaðnum, sem stuðlar að betri samvinnu og jákvæðara starfsumhverfi. Vinnustaðir geta líka skoðað hvernig tækni, eins og rafrænar samskiptaleiðir eða fræðslufyrirkomulag geti stutt við inngildingu og auðveldað þeim að aðlagast vinnustaðnum. Nú styttist í kosningar og það verður áhugavert að fylgjast með stefnu flokkanna í þessum málaflokki, væri t.d. hægt að bjóða upp á hvatakerfi eða skattaafslætti fyrir fyrirtæki sem sýna fram á virka inngildingu og fræðslu? Það er samfélagsleg ábyrgð okkar að styðja við innflytjendur á vinnustöðum og tryggja að við komum eins fram við allt okkar starfsfólk. Þessar aðgerðir myndu ekki aðeins styðja við inngildingu erlends starfsfólks, heldur einnig auka velferð, samheldni og fjölbreytileika á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er ráðgjafi hjá Attentus
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun